Erlent

Allt að 3,5 milljón vélmenni að störfum í Japan árið 2025

Vísindamenn í Japan telja að fyrir árið 2025 muni allt að 3,5 milljónir vélmenna verða að störfum í landinu.

Muni vélmennin vinna á móti skorti á vinnuafli þar sem japönsku þjóðinni fer fækkandi. Fæðingartíðnin í Japan er aðeins 1,3 barn á hverja konu sem er langt undir því sem þarf til að þjóðin viðhaldi sér. Sökum þessa er talið að vinnuafl í Japan muni dragast saman um 16% fram til ársins 2030 og að slíkum samdrætti verði mætt með aukningu vélmenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×