Erlent

Elsta gullhálsmen Suður-Ameríku fundið

Gullhálsmen sem fannst við vatnið Titicaca í suðurhluta Perú er hið elsta sem fundist hefur í Suður-Ameríku. Aldursgreining bendir til að hálsmenið sé um 4.000 ára gamalt.

Vísindamenn segja að hálsmenið sé búið til úr gullmolum og fundur þess gefi í skyn að skartgripir hafi verið stöðutákn á svæðinu töluvert áður en menningarsamfélög á borð við Inkana og Mayana mynduðust. Fyrir 4.000 árum bjó fólk í veiðimannasamfélögum við vatnið.

Hálsmenið fannst í gröf ásamt hauskúpu af fullorðnum einstaklingi við Titicaca en leyfar á byggð hafa fundist þar og eru þær taldar vera frá því frá 3.000 til 1.500 fyrir Krist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×