Fulltrúarnir verða Orri Hauksson og Tómas Ottó Hansson.
„Helstu hluthafar hafa líka náð saman um stefnu félagsins," segir Orri og bætir við að ekki komi til að breyta samþykktum félagsins.
Haft er eftir Björgólfi Thor Björgólfssyni, eiganda Novator, að félagið hafi lengi leitað eftir stjórnarsetu í Elisu. Breyting á stjórninni verður lögð fyrir aðalfund félagsins 18. mars næstkomandi. Novator sé þess fullviss að miklir ónýttir möguleikar felist í Elisu og leiti félagið eftir því að styrkja farsímahluta félagsins.