NBA í nótt: Denver lagði Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2008 09:37 Allen Iverson sækir hér að körfunni. Nordic Photos / Getty Images Denver var fyrsta Vesturstrandarliðið til að vinna Boston í síðustu sautján slíkum leikjum síðarnefnda liðsins. Denver vann með 124 stigum gegn 118. Staðan í hálfleik var jöfn, 62-62, eftir að Denver hafði byrjað betur í leiknum. Denver hafði svo fjögurra stiga forskot þegar lokaleikhlutinn hófst og náði að halda því allt til leiksloka, þó það hafi verið naumt um miðjan leikhlutann. Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver og Allen Iverson 28. Kevin Garnett lék í fyrsta sinn með Boston í tæpan mánuð en hann náði sér illa á strik og skoraði aðeins fjögur stig. Hann tók þó átta fráköst á þeim 21 mínútu sem hann lék. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Rajon Rando var með 22 stig. Houston Rockets vann Cleveland, 93-85, þar sem Rafer Alston skoraði 22 stig og Yao Ming sextán fyrir Houston auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var níundi sigur Houston á útivelli í röð sem er metjöfnun hjá liðinu. LeBron James náði þrefaldri tvennu fyrir Cleveland en hann skoraði 26 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.New York vann góðan sigur á Washington, 113-100, í framlengdum leik. New York setti reyndar félagsmet með því að skora 23 stig í framlengingunni en Zach Randolph var stigahæstur með 24 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst.Orlando vann Detroit, 103-85, og batt þar með enda á tíu leikja sigurhrinu síðarnefnda liðsins. Rashard Lewis skoraði 20 stig og varamaðurinn Keith Bogans nítján.Minnesota vann óvæntan sigur á Philadelphia, 104-88. Rashad McCants skoraði 20 stig fyrir Minnesota og Al Jefferson nítján stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var fyrsti sigur Minnesota í sex leikjum.San Antonio vann sinn fyrsta heimasigur í meira en þrjár vikur er liðið vann Charlotte, 85-65. Manu Ginobili skoraði átján stig.Utah Jazz vann Golden State, 119-109, þar sem Deron Williams skoraði 29 stig og tók tólf fráköst. Utah vann þar með alla leiki sína gegn Golden State í deildakeppninni á þessu tímabili. Utah hefur unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum en í nótt var Carlos Boozer með sextán stig og tólf fráköst, Mehmet Okur var einnig með tvöfalda tvennu er hann skoraði sextán stig og tók tíu fráköst. Andrei Kirilenko átti einnig góðan leik og skoraði átján stig.LA Lakers vann Atlanta, 122-93. Kobe Bryant og Pau Gasol skoruðu 23 stig hvor í leiknum og hvíldu svo báðir í fjórða leikhluta.Sacramento vann Portland, 105-94, og batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu sína. Ron Artest skoraði 24 stig og Francisco Garcia bætti við 23 stigum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Memphis, 108-101, þar sem Earl Watson skoraði 26 stig og Wally Szczerbiak 24 stig en hann skoraði körfuna sem gerði út um leikinn þegar hálf mínúta var til leiksloka. NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Sjá meira
Denver var fyrsta Vesturstrandarliðið til að vinna Boston í síðustu sautján slíkum leikjum síðarnefnda liðsins. Denver vann með 124 stigum gegn 118. Staðan í hálfleik var jöfn, 62-62, eftir að Denver hafði byrjað betur í leiknum. Denver hafði svo fjögurra stiga forskot þegar lokaleikhlutinn hófst og náði að halda því allt til leiksloka, þó það hafi verið naumt um miðjan leikhlutann. Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver og Allen Iverson 28. Kevin Garnett lék í fyrsta sinn með Boston í tæpan mánuð en hann náði sér illa á strik og skoraði aðeins fjögur stig. Hann tók þó átta fráköst á þeim 21 mínútu sem hann lék. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Rajon Rando var með 22 stig. Houston Rockets vann Cleveland, 93-85, þar sem Rafer Alston skoraði 22 stig og Yao Ming sextán fyrir Houston auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var níundi sigur Houston á útivelli í röð sem er metjöfnun hjá liðinu. LeBron James náði þrefaldri tvennu fyrir Cleveland en hann skoraði 26 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.New York vann góðan sigur á Washington, 113-100, í framlengdum leik. New York setti reyndar félagsmet með því að skora 23 stig í framlengingunni en Zach Randolph var stigahæstur með 24 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst.Orlando vann Detroit, 103-85, og batt þar með enda á tíu leikja sigurhrinu síðarnefnda liðsins. Rashard Lewis skoraði 20 stig og varamaðurinn Keith Bogans nítján.Minnesota vann óvæntan sigur á Philadelphia, 104-88. Rashad McCants skoraði 20 stig fyrir Minnesota og Al Jefferson nítján stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var fyrsti sigur Minnesota í sex leikjum.San Antonio vann sinn fyrsta heimasigur í meira en þrjár vikur er liðið vann Charlotte, 85-65. Manu Ginobili skoraði átján stig.Utah Jazz vann Golden State, 119-109, þar sem Deron Williams skoraði 29 stig og tók tólf fráköst. Utah vann þar með alla leiki sína gegn Golden State í deildakeppninni á þessu tímabili. Utah hefur unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum en í nótt var Carlos Boozer með sextán stig og tólf fráköst, Mehmet Okur var einnig með tvöfalda tvennu er hann skoraði sextán stig og tók tíu fráköst. Andrei Kirilenko átti einnig góðan leik og skoraði átján stig.LA Lakers vann Atlanta, 122-93. Kobe Bryant og Pau Gasol skoruðu 23 stig hvor í leiknum og hvíldu svo báðir í fjórða leikhluta.Sacramento vann Portland, 105-94, og batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu sína. Ron Artest skoraði 24 stig og Francisco Garcia bætti við 23 stigum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Memphis, 108-101, þar sem Earl Watson skoraði 26 stig og Wally Szczerbiak 24 stig en hann skoraði körfuna sem gerði út um leikinn þegar hálf mínúta var til leiksloka.
NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Sjá meira