NBA í nótt: Denver lagði Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2008 09:37 Allen Iverson sækir hér að körfunni. Nordic Photos / Getty Images Denver var fyrsta Vesturstrandarliðið til að vinna Boston í síðustu sautján slíkum leikjum síðarnefnda liðsins. Denver vann með 124 stigum gegn 118. Staðan í hálfleik var jöfn, 62-62, eftir að Denver hafði byrjað betur í leiknum. Denver hafði svo fjögurra stiga forskot þegar lokaleikhlutinn hófst og náði að halda því allt til leiksloka, þó það hafi verið naumt um miðjan leikhlutann. Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver og Allen Iverson 28. Kevin Garnett lék í fyrsta sinn með Boston í tæpan mánuð en hann náði sér illa á strik og skoraði aðeins fjögur stig. Hann tók þó átta fráköst á þeim 21 mínútu sem hann lék. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Rajon Rando var með 22 stig. Houston Rockets vann Cleveland, 93-85, þar sem Rafer Alston skoraði 22 stig og Yao Ming sextán fyrir Houston auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var níundi sigur Houston á útivelli í röð sem er metjöfnun hjá liðinu. LeBron James náði þrefaldri tvennu fyrir Cleveland en hann skoraði 26 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.New York vann góðan sigur á Washington, 113-100, í framlengdum leik. New York setti reyndar félagsmet með því að skora 23 stig í framlengingunni en Zach Randolph var stigahæstur með 24 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst.Orlando vann Detroit, 103-85, og batt þar með enda á tíu leikja sigurhrinu síðarnefnda liðsins. Rashard Lewis skoraði 20 stig og varamaðurinn Keith Bogans nítján.Minnesota vann óvæntan sigur á Philadelphia, 104-88. Rashad McCants skoraði 20 stig fyrir Minnesota og Al Jefferson nítján stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var fyrsti sigur Minnesota í sex leikjum.San Antonio vann sinn fyrsta heimasigur í meira en þrjár vikur er liðið vann Charlotte, 85-65. Manu Ginobili skoraði átján stig.Utah Jazz vann Golden State, 119-109, þar sem Deron Williams skoraði 29 stig og tók tólf fráköst. Utah vann þar með alla leiki sína gegn Golden State í deildakeppninni á þessu tímabili. Utah hefur unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum en í nótt var Carlos Boozer með sextán stig og tólf fráköst, Mehmet Okur var einnig með tvöfalda tvennu er hann skoraði sextán stig og tók tíu fráköst. Andrei Kirilenko átti einnig góðan leik og skoraði átján stig.LA Lakers vann Atlanta, 122-93. Kobe Bryant og Pau Gasol skoruðu 23 stig hvor í leiknum og hvíldu svo báðir í fjórða leikhluta.Sacramento vann Portland, 105-94, og batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu sína. Ron Artest skoraði 24 stig og Francisco Garcia bætti við 23 stigum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Memphis, 108-101, þar sem Earl Watson skoraði 26 stig og Wally Szczerbiak 24 stig en hann skoraði körfuna sem gerði út um leikinn þegar hálf mínúta var til leiksloka. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Denver var fyrsta Vesturstrandarliðið til að vinna Boston í síðustu sautján slíkum leikjum síðarnefnda liðsins. Denver vann með 124 stigum gegn 118. Staðan í hálfleik var jöfn, 62-62, eftir að Denver hafði byrjað betur í leiknum. Denver hafði svo fjögurra stiga forskot þegar lokaleikhlutinn hófst og náði að halda því allt til leiksloka, þó það hafi verið naumt um miðjan leikhlutann. Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver og Allen Iverson 28. Kevin Garnett lék í fyrsta sinn með Boston í tæpan mánuð en hann náði sér illa á strik og skoraði aðeins fjögur stig. Hann tók þó átta fráköst á þeim 21 mínútu sem hann lék. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Rajon Rando var með 22 stig. Houston Rockets vann Cleveland, 93-85, þar sem Rafer Alston skoraði 22 stig og Yao Ming sextán fyrir Houston auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var níundi sigur Houston á útivelli í röð sem er metjöfnun hjá liðinu. LeBron James náði þrefaldri tvennu fyrir Cleveland en hann skoraði 26 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.New York vann góðan sigur á Washington, 113-100, í framlengdum leik. New York setti reyndar félagsmet með því að skora 23 stig í framlengingunni en Zach Randolph var stigahæstur með 24 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst.Orlando vann Detroit, 103-85, og batt þar með enda á tíu leikja sigurhrinu síðarnefnda liðsins. Rashard Lewis skoraði 20 stig og varamaðurinn Keith Bogans nítján.Minnesota vann óvæntan sigur á Philadelphia, 104-88. Rashad McCants skoraði 20 stig fyrir Minnesota og Al Jefferson nítján stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var fyrsti sigur Minnesota í sex leikjum.San Antonio vann sinn fyrsta heimasigur í meira en þrjár vikur er liðið vann Charlotte, 85-65. Manu Ginobili skoraði átján stig.Utah Jazz vann Golden State, 119-109, þar sem Deron Williams skoraði 29 stig og tók tólf fráköst. Utah vann þar með alla leiki sína gegn Golden State í deildakeppninni á þessu tímabili. Utah hefur unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum en í nótt var Carlos Boozer með sextán stig og tólf fráköst, Mehmet Okur var einnig með tvöfalda tvennu er hann skoraði sextán stig og tók tíu fráköst. Andrei Kirilenko átti einnig góðan leik og skoraði átján stig.LA Lakers vann Atlanta, 122-93. Kobe Bryant og Pau Gasol skoruðu 23 stig hvor í leiknum og hvíldu svo báðir í fjórða leikhluta.Sacramento vann Portland, 105-94, og batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu sína. Ron Artest skoraði 24 stig og Francisco Garcia bætti við 23 stigum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Memphis, 108-101, þar sem Earl Watson skoraði 26 stig og Wally Szczerbiak 24 stig en hann skoraði körfuna sem gerði út um leikinn þegar hálf mínúta var til leiksloka.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum