Erlent

Dýraríkið við Suðurpólinn í hættu vegna hlýnunar jarðar

Vísindamenn segja að viðkvæmt dýraríkið við Suðurpólinn sé í mikilli hættu vegna hlýnunar jarðar. Ef svo heldur sem horfir muni hákarlar og krabbar færa sig inn á svæðið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Samkvæmt rannsóknum hefur meðalhiti sjávar í kringum Suðurpólinn aukist úr einni gráðu í tvær og er þetta tvöfalt meiri hlýnun en gerst hefur annarstaðar á jörðinni.

Sem stendur mun mesta ógnin við lífríkið koma frá kröbbum sem stöðugt færa sig nær svæðinu. Þeir muni verða mikil ógn við botnlíf sjárvarins á þessum slóðum sem þróast hefur um milljónir ára án náttúrulegra óvina eða dýra sem geta étið tegundir sem tilheyra þessu náttúrusvæði.

Og í kjölfarið munu hákarlar hasla sér völl í sjónum kringum Suðurpólinn og væntanlega valda þar miklum usla meðal sjávarspendýra á borð við seli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×