Erlent

Tvær áður óþekktar risaeðlur hafa fundist

Vísindamenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum hafa fundið steingerfinga af tveimur áður óþekktum risaeðlum. Fundust steingerfingarnir í Sahara-eyðimörkinni innan landamæra Niger.

Að sögn vísindamannana bendir allt til að önnur risaeðlan hafi verið hrææta, svipað og hýenur eru í dag. Hin var einnig kjötæta en veiddi sér í matinn.

Leyfar eðlanna tveggja eru um 110 milljón ára gamlar eða frá Krítartímabilinu. Hræætan hefur hlotið nafnið Kryptops palaios eða "gamalt hulið andlit" en dýrið var um 8 metrar á lengd og snoppa þess þakin útistandandi litlum hornum.

Kjötætan hlaut nafnið Eocarcharia dinops eða "brúnaþungur dags hákarl". Hún skartaði tönnum eins og hnífsblöðum og á höfuðkúpunni var þykk beinabrún sem hugsanlega hefur verið notuð til að stanga önnur karldýr yfir fengitímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×