Gengi hlutabréfa í Teymi féll um 13,3 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta fall dagsins á annars mjög rauðum degi. Einungis gengi bréfa í Eimskipafélaginu hækkaði á sama tíma, eða um 0,.35 prósent.
Fast á hæla Teymis var hinn færeyski Eik banki, sem féll um 9,6 prósent. Exista féll um 5,3 prósent og Grandi og Atorka um 4,7 prósent. Þá féll gengi bréfa í Spron, Straumi og Century Aluminum um 2,6 prósent. Gengi annarra félaga lækkaði minna.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,46 prósent. Hún endaði í 4.126 stigum og hefur ekki verið lægri í rúm þrjú ár.