Erlent

Sögur af námum Salómons studdar af fornminjum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Einhvern veginn svona gera menn ráð fyrir að musteri Salómons hafi litið út.
Einhvern veginn svona gera menn ráð fyrir að musteri Salómons hafi litið út. MYND/Kingsolomonlegend.com

Nýr fornleifafundur í Suður-Jórdaníu hefur vakið fræðimenn til vitundar um þann möguleika að konungarnir Davíð og Salómon hafi rekið umfangsmikla koparvinnslu.

Aldursgreining mikils magns af kopar sem fundist hefur á rúmlega sex metra dýpi við Khirbaten-Nahas í suðurhluta Jórdaníu gefur til kynna að fyrir 3.000 árum hafi verið þar blómlegur kopariðnaður. Rennir þetta stoðum undir frásagnir Gamla testamentisins af konungsfeðgunum Davíð og Salómon sem sagan segir að hafi látið framleiða kopar á þessum slóðum þegar þeir sátu á valdastóli sem líklegast þykir að hafi verið á 10. til 9. öld fyrir Krist.

Í frásögninni er greint frá hinum geysimiklu námum Salómons konungs sem gætu þá samkvæmt þessum fundi hafa verið koparnámur. Piotr Bienkowski, prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Manchester, fer sér þó að engu óðslega og bendir á að menningarsamfélög hafi risið og hnigið á svæðinu nokkrum sinnum síðan á sögutíma Gamla testamentisins og torveldi leifar frá yngri samfélögum nákvæma greiningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×