NBA í nótt: Enn tapar LeBron á afmælisdegi sínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2008 09:48 "Til hamingju með daginn, kallinn minn." Nordic Photos / Getty Images Síðan að LeBron James gerðist atvinnumaður í körfubolta hefur hann þrívegis spilað á afmælisdegi sínum og alltaf tapað, nú síðast er Cleveland tapaði fyrir Miami, 104-95. „Þetta er sorglegt. Ég ætla að gráta," gantaðist LeBron eftir leik. Miami átti frábæran dag en LeBron var næstum búinn að bjarga deginum nánast einn síns liðs í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Dwyane Wade var með 21 stig og tólf stoðsendingar í leiknum, Mario Chalmers hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum er hann skoraði 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Auk þess tapaði hann ekki einum bolta í leiknum. LeBron skoraði alls 38 stig í leiknum en mestur var munurinn sextán stig í leiknum. Cleveland hefur aldrei verið svo mörgum stigum undir í einum leik í vetur. En LeBron skoraði 24 stig í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í eitt stig þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. En það var Miami sem reyndist eiga síðasta orðið. Miami komst á 16-3 sprett á þessum kafla sem var nóg til að tryggja liðinu á endanum sigur í leiknum. Joe Johnson og félagar í Atlanta unnu sinn sjötta leik í röð er liðið vann 110-104 sigur á Indiana. Johnson átti stórleik en hann reyndist sínu liði mikilvægur sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði tólf af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta, þar af síðustu fimm stig leiksins. „Hvað getur maður sagt? Joe hefur reynst okkur gríðarlega mikilvægur á þessu tímabili," sagði Mike Woodson, þjálfari Atlanta. „Ég myndi setja hann í sama flokk og LeBron og Kobe - hann er að spila á því stigi. Hann er að skila mikilvægum stigum í hús og lætur aðra leikmenn í kringum sig spila betur." Atlanta hefur nú unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum en Josh Smith skoraði 24 stig fyrir liðið, Mike Bibby fimmtán og Al Horford var með tólf stig og fjórtán fráköst. Hjá Indiana var Danny Granger með 25 stig, Jarret Jack 22 og Jeff Foster var með tólf stig og tólf fráköst. New York vann Charlotte, 93-89. Wilson Chandler skoraði nítján stig í leiknum, þar af sjö á síðustu fjórum mínútum leiksins. Phoenix vann Memphis, 101-89. Leandro Barbosa skoraði 28 stig og Shaquille O'Neal 24. Þar með færðist hann upp í áttunda sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. New Orleans vann Washington, 97-85. Chris Paul var með þrefalda tvennu í þriðja sinn á tímabilinu en hann skoraði fimmtán stig, gaf sextán stoðsendingar og tók tíu fráköst. Milwaukee vann San Antonio, 100-98. Michael Redd skoraði 25 stig og tók tíu fráköst en Tim Duncan klúðraði sniðskoti þegar 3,8 sekúndur voru til leiksloka. Dallas vann Minnesota, 107-100. Jason Terry skoraði 29 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik en Dallas var á tíma 29 stigum undir í leiknum en vann engu að síður sjö stiga sigur. Portland vann Boston, 91-86. Steve Blake var með 21 stig og LaMarcus Aldridge 20 er Portland vann góðan sigur á meisturunum þrátt fyrir að vera heldur fáliðaðir. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Sacramento vann LA Clippers, 92-90. Kevin Martin var með 20 stig í sínum fyrsta leik eftir meiðslin sín en Sacramento vann þar með sinn fyrsta leik í síðustu sjö leikjum sínum. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Síðan að LeBron James gerðist atvinnumaður í körfubolta hefur hann þrívegis spilað á afmælisdegi sínum og alltaf tapað, nú síðast er Cleveland tapaði fyrir Miami, 104-95. „Þetta er sorglegt. Ég ætla að gráta," gantaðist LeBron eftir leik. Miami átti frábæran dag en LeBron var næstum búinn að bjarga deginum nánast einn síns liðs í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Dwyane Wade var með 21 stig og tólf stoðsendingar í leiknum, Mario Chalmers hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum er hann skoraði 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Auk þess tapaði hann ekki einum bolta í leiknum. LeBron skoraði alls 38 stig í leiknum en mestur var munurinn sextán stig í leiknum. Cleveland hefur aldrei verið svo mörgum stigum undir í einum leik í vetur. En LeBron skoraði 24 stig í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í eitt stig þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. En það var Miami sem reyndist eiga síðasta orðið. Miami komst á 16-3 sprett á þessum kafla sem var nóg til að tryggja liðinu á endanum sigur í leiknum. Joe Johnson og félagar í Atlanta unnu sinn sjötta leik í röð er liðið vann 110-104 sigur á Indiana. Johnson átti stórleik en hann reyndist sínu liði mikilvægur sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði tólf af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta, þar af síðustu fimm stig leiksins. „Hvað getur maður sagt? Joe hefur reynst okkur gríðarlega mikilvægur á þessu tímabili," sagði Mike Woodson, þjálfari Atlanta. „Ég myndi setja hann í sama flokk og LeBron og Kobe - hann er að spila á því stigi. Hann er að skila mikilvægum stigum í hús og lætur aðra leikmenn í kringum sig spila betur." Atlanta hefur nú unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum en Josh Smith skoraði 24 stig fyrir liðið, Mike Bibby fimmtán og Al Horford var með tólf stig og fjórtán fráköst. Hjá Indiana var Danny Granger með 25 stig, Jarret Jack 22 og Jeff Foster var með tólf stig og tólf fráköst. New York vann Charlotte, 93-89. Wilson Chandler skoraði nítján stig í leiknum, þar af sjö á síðustu fjórum mínútum leiksins. Phoenix vann Memphis, 101-89. Leandro Barbosa skoraði 28 stig og Shaquille O'Neal 24. Þar með færðist hann upp í áttunda sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. New Orleans vann Washington, 97-85. Chris Paul var með þrefalda tvennu í þriðja sinn á tímabilinu en hann skoraði fimmtán stig, gaf sextán stoðsendingar og tók tíu fráköst. Milwaukee vann San Antonio, 100-98. Michael Redd skoraði 25 stig og tók tíu fráköst en Tim Duncan klúðraði sniðskoti þegar 3,8 sekúndur voru til leiksloka. Dallas vann Minnesota, 107-100. Jason Terry skoraði 29 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik en Dallas var á tíma 29 stigum undir í leiknum en vann engu að síður sjö stiga sigur. Portland vann Boston, 91-86. Steve Blake var með 21 stig og LaMarcus Aldridge 20 er Portland vann góðan sigur á meisturunum þrátt fyrir að vera heldur fáliðaðir. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Sacramento vann LA Clippers, 92-90. Kevin Martin var með 20 stig í sínum fyrsta leik eftir meiðslin sín en Sacramento vann þar með sinn fyrsta leik í síðustu sjö leikjum sínum. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira