NBA í nótt: Enn tapar LeBron á afmælisdegi sínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2008 09:48 "Til hamingju með daginn, kallinn minn." Nordic Photos / Getty Images Síðan að LeBron James gerðist atvinnumaður í körfubolta hefur hann þrívegis spilað á afmælisdegi sínum og alltaf tapað, nú síðast er Cleveland tapaði fyrir Miami, 104-95. „Þetta er sorglegt. Ég ætla að gráta," gantaðist LeBron eftir leik. Miami átti frábæran dag en LeBron var næstum búinn að bjarga deginum nánast einn síns liðs í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Dwyane Wade var með 21 stig og tólf stoðsendingar í leiknum, Mario Chalmers hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum er hann skoraði 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Auk þess tapaði hann ekki einum bolta í leiknum. LeBron skoraði alls 38 stig í leiknum en mestur var munurinn sextán stig í leiknum. Cleveland hefur aldrei verið svo mörgum stigum undir í einum leik í vetur. En LeBron skoraði 24 stig í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í eitt stig þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. En það var Miami sem reyndist eiga síðasta orðið. Miami komst á 16-3 sprett á þessum kafla sem var nóg til að tryggja liðinu á endanum sigur í leiknum. Joe Johnson og félagar í Atlanta unnu sinn sjötta leik í röð er liðið vann 110-104 sigur á Indiana. Johnson átti stórleik en hann reyndist sínu liði mikilvægur sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði tólf af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta, þar af síðustu fimm stig leiksins. „Hvað getur maður sagt? Joe hefur reynst okkur gríðarlega mikilvægur á þessu tímabili," sagði Mike Woodson, þjálfari Atlanta. „Ég myndi setja hann í sama flokk og LeBron og Kobe - hann er að spila á því stigi. Hann er að skila mikilvægum stigum í hús og lætur aðra leikmenn í kringum sig spila betur." Atlanta hefur nú unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum en Josh Smith skoraði 24 stig fyrir liðið, Mike Bibby fimmtán og Al Horford var með tólf stig og fjórtán fráköst. Hjá Indiana var Danny Granger með 25 stig, Jarret Jack 22 og Jeff Foster var með tólf stig og tólf fráköst. New York vann Charlotte, 93-89. Wilson Chandler skoraði nítján stig í leiknum, þar af sjö á síðustu fjórum mínútum leiksins. Phoenix vann Memphis, 101-89. Leandro Barbosa skoraði 28 stig og Shaquille O'Neal 24. Þar með færðist hann upp í áttunda sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. New Orleans vann Washington, 97-85. Chris Paul var með þrefalda tvennu í þriðja sinn á tímabilinu en hann skoraði fimmtán stig, gaf sextán stoðsendingar og tók tíu fráköst. Milwaukee vann San Antonio, 100-98. Michael Redd skoraði 25 stig og tók tíu fráköst en Tim Duncan klúðraði sniðskoti þegar 3,8 sekúndur voru til leiksloka. Dallas vann Minnesota, 107-100. Jason Terry skoraði 29 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik en Dallas var á tíma 29 stigum undir í leiknum en vann engu að síður sjö stiga sigur. Portland vann Boston, 91-86. Steve Blake var með 21 stig og LaMarcus Aldridge 20 er Portland vann góðan sigur á meisturunum þrátt fyrir að vera heldur fáliðaðir. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Sacramento vann LA Clippers, 92-90. Kevin Martin var með 20 stig í sínum fyrsta leik eftir meiðslin sín en Sacramento vann þar með sinn fyrsta leik í síðustu sjö leikjum sínum. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
Síðan að LeBron James gerðist atvinnumaður í körfubolta hefur hann þrívegis spilað á afmælisdegi sínum og alltaf tapað, nú síðast er Cleveland tapaði fyrir Miami, 104-95. „Þetta er sorglegt. Ég ætla að gráta," gantaðist LeBron eftir leik. Miami átti frábæran dag en LeBron var næstum búinn að bjarga deginum nánast einn síns liðs í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Dwyane Wade var með 21 stig og tólf stoðsendingar í leiknum, Mario Chalmers hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum er hann skoraði 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Auk þess tapaði hann ekki einum bolta í leiknum. LeBron skoraði alls 38 stig í leiknum en mestur var munurinn sextán stig í leiknum. Cleveland hefur aldrei verið svo mörgum stigum undir í einum leik í vetur. En LeBron skoraði 24 stig í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í eitt stig þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. En það var Miami sem reyndist eiga síðasta orðið. Miami komst á 16-3 sprett á þessum kafla sem var nóg til að tryggja liðinu á endanum sigur í leiknum. Joe Johnson og félagar í Atlanta unnu sinn sjötta leik í röð er liðið vann 110-104 sigur á Indiana. Johnson átti stórleik en hann reyndist sínu liði mikilvægur sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði tólf af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta, þar af síðustu fimm stig leiksins. „Hvað getur maður sagt? Joe hefur reynst okkur gríðarlega mikilvægur á þessu tímabili," sagði Mike Woodson, þjálfari Atlanta. „Ég myndi setja hann í sama flokk og LeBron og Kobe - hann er að spila á því stigi. Hann er að skila mikilvægum stigum í hús og lætur aðra leikmenn í kringum sig spila betur." Atlanta hefur nú unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum en Josh Smith skoraði 24 stig fyrir liðið, Mike Bibby fimmtán og Al Horford var með tólf stig og fjórtán fráköst. Hjá Indiana var Danny Granger með 25 stig, Jarret Jack 22 og Jeff Foster var með tólf stig og tólf fráköst. New York vann Charlotte, 93-89. Wilson Chandler skoraði nítján stig í leiknum, þar af sjö á síðustu fjórum mínútum leiksins. Phoenix vann Memphis, 101-89. Leandro Barbosa skoraði 28 stig og Shaquille O'Neal 24. Þar með færðist hann upp í áttunda sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. New Orleans vann Washington, 97-85. Chris Paul var með þrefalda tvennu í þriðja sinn á tímabilinu en hann skoraði fimmtán stig, gaf sextán stoðsendingar og tók tíu fráköst. Milwaukee vann San Antonio, 100-98. Michael Redd skoraði 25 stig og tók tíu fráköst en Tim Duncan klúðraði sniðskoti þegar 3,8 sekúndur voru til leiksloka. Dallas vann Minnesota, 107-100. Jason Terry skoraði 29 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik en Dallas var á tíma 29 stigum undir í leiknum en vann engu að síður sjö stiga sigur. Portland vann Boston, 91-86. Steve Blake var með 21 stig og LaMarcus Aldridge 20 er Portland vann góðan sigur á meisturunum þrátt fyrir að vera heldur fáliðaðir. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Sacramento vann LA Clippers, 92-90. Kevin Martin var með 20 stig í sínum fyrsta leik eftir meiðslin sín en Sacramento vann þar með sinn fyrsta leik í síðustu sjö leikjum sínum. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira