Íþyngjandi að mega ekki beita ofbeldi Drífa Snædal skrifar 9. ágúst 2008 07:58 Umræðan Kynferðisafbrot Það þykir of íþyngjandi fyrir mann sem hefur beitt sambýliskonu sína hroðalegu andlegu, kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi í þrjú ár að mega ekki hafa samband við hana áfram. Það er of mikil skerðing á hans frelsi að mega ekki setja sig í samband við hana, veita henni eftirför eða koma nær heimili hennar en 50 metra. Hann beitti hana ofbeldi í þrjú ár, barði hana, nauðgaði henni og veitti öðrum körlum aðgang að henni gegn hennar vilja. Hún var of hrædd við hann til að streitast á móti. Hún þurfti aðstoð lögreglu til að komast frá honum og sótti í Kvennaathvarfið. Hún þorði ekki ein að sækja eigur sínar á heimili þeirra, heldur fékk lögregluna í lið með sér. Hún þorði ekki að kæra hann en málið þótti svo alvarlegt að opinber kæra var lögð fram engu síður. Eftir að maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur var hann settur í nálgunarbann í hálft ár þrátt fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari hefði ekki þá séð tilefni til nálgunarbanns. Hinir tveir dómararnir, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson, staðfestu nálgunarbann í hálft ár. Hinn 7. ágúst síðastliðinn dæmdu Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson að ekki þætti ástæða til að framlengja nálgunarbannið - maðurinn hafði nefnilega virt bannið hingað til AÐ MESTU. Páll Hreinsson skilaði sératkvæði í dómnum og vildi framlengja nálgunarbannið um þrjá mánuði eins og lögreglan lagði til. Áhugavert er að velta upp þeirri spurningu hvenær Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari telur ástæðu til að beita nálgunarbanni. Hvenær er réttlætanlegt að taka öryggi og hagsmuni fórnarlamba ofbeldis fram yfir rétt ofbeldismanna til að setja sig í samband við, veita eftirför og koma að heimili fórnarlamba sinna? Hvenær er tilefni til að "kerfið" verndi konur gegn kynbundnu ofbeldi? Eftir nýfallinn dóm er nálgunarbannsúrræðið gert að engu. Það er sennilega vandfundið annað eins tilefni til að beita því. Sumum í réttarkerfinu finnst ekki tilefni til að beita kerfinu til að vernda konur sem verða fyrir ofbeldi - við erum ekki komin lengra en svo í jafnréttisbaráttunni.Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Kynferðisafbrot Það þykir of íþyngjandi fyrir mann sem hefur beitt sambýliskonu sína hroðalegu andlegu, kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi í þrjú ár að mega ekki hafa samband við hana áfram. Það er of mikil skerðing á hans frelsi að mega ekki setja sig í samband við hana, veita henni eftirför eða koma nær heimili hennar en 50 metra. Hann beitti hana ofbeldi í þrjú ár, barði hana, nauðgaði henni og veitti öðrum körlum aðgang að henni gegn hennar vilja. Hún var of hrædd við hann til að streitast á móti. Hún þurfti aðstoð lögreglu til að komast frá honum og sótti í Kvennaathvarfið. Hún þorði ekki ein að sækja eigur sínar á heimili þeirra, heldur fékk lögregluna í lið með sér. Hún þorði ekki að kæra hann en málið þótti svo alvarlegt að opinber kæra var lögð fram engu síður. Eftir að maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur var hann settur í nálgunarbann í hálft ár þrátt fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari hefði ekki þá séð tilefni til nálgunarbanns. Hinir tveir dómararnir, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson, staðfestu nálgunarbann í hálft ár. Hinn 7. ágúst síðastliðinn dæmdu Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson að ekki þætti ástæða til að framlengja nálgunarbannið - maðurinn hafði nefnilega virt bannið hingað til AÐ MESTU. Páll Hreinsson skilaði sératkvæði í dómnum og vildi framlengja nálgunarbannið um þrjá mánuði eins og lögreglan lagði til. Áhugavert er að velta upp þeirri spurningu hvenær Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari telur ástæðu til að beita nálgunarbanni. Hvenær er réttlætanlegt að taka öryggi og hagsmuni fórnarlamba ofbeldis fram yfir rétt ofbeldismanna til að setja sig í samband við, veita eftirför og koma að heimili fórnarlamba sinna? Hvenær er tilefni til að "kerfið" verndi konur gegn kynbundnu ofbeldi? Eftir nýfallinn dóm er nálgunarbannsúrræðið gert að engu. Það er sennilega vandfundið annað eins tilefni til að beita því. Sumum í réttarkerfinu finnst ekki tilefni til að beita kerfinu til að vernda konur sem verða fyrir ofbeldi - við erum ekki komin lengra en svo í jafnréttisbaráttunni.Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar