Íþyngjandi að mega ekki beita ofbeldi Drífa Snædal skrifar 9. ágúst 2008 07:58 Umræðan Kynferðisafbrot Það þykir of íþyngjandi fyrir mann sem hefur beitt sambýliskonu sína hroðalegu andlegu, kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi í þrjú ár að mega ekki hafa samband við hana áfram. Það er of mikil skerðing á hans frelsi að mega ekki setja sig í samband við hana, veita henni eftirför eða koma nær heimili hennar en 50 metra. Hann beitti hana ofbeldi í þrjú ár, barði hana, nauðgaði henni og veitti öðrum körlum aðgang að henni gegn hennar vilja. Hún var of hrædd við hann til að streitast á móti. Hún þurfti aðstoð lögreglu til að komast frá honum og sótti í Kvennaathvarfið. Hún þorði ekki ein að sækja eigur sínar á heimili þeirra, heldur fékk lögregluna í lið með sér. Hún þorði ekki að kæra hann en málið þótti svo alvarlegt að opinber kæra var lögð fram engu síður. Eftir að maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur var hann settur í nálgunarbann í hálft ár þrátt fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari hefði ekki þá séð tilefni til nálgunarbanns. Hinir tveir dómararnir, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson, staðfestu nálgunarbann í hálft ár. Hinn 7. ágúst síðastliðinn dæmdu Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson að ekki þætti ástæða til að framlengja nálgunarbannið - maðurinn hafði nefnilega virt bannið hingað til AÐ MESTU. Páll Hreinsson skilaði sératkvæði í dómnum og vildi framlengja nálgunarbannið um þrjá mánuði eins og lögreglan lagði til. Áhugavert er að velta upp þeirri spurningu hvenær Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari telur ástæðu til að beita nálgunarbanni. Hvenær er réttlætanlegt að taka öryggi og hagsmuni fórnarlamba ofbeldis fram yfir rétt ofbeldismanna til að setja sig í samband við, veita eftirför og koma að heimili fórnarlamba sinna? Hvenær er tilefni til að "kerfið" verndi konur gegn kynbundnu ofbeldi? Eftir nýfallinn dóm er nálgunarbannsúrræðið gert að engu. Það er sennilega vandfundið annað eins tilefni til að beita því. Sumum í réttarkerfinu finnst ekki tilefni til að beita kerfinu til að vernda konur sem verða fyrir ofbeldi - við erum ekki komin lengra en svo í jafnréttisbaráttunni.Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Umræðan Kynferðisafbrot Það þykir of íþyngjandi fyrir mann sem hefur beitt sambýliskonu sína hroðalegu andlegu, kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi í þrjú ár að mega ekki hafa samband við hana áfram. Það er of mikil skerðing á hans frelsi að mega ekki setja sig í samband við hana, veita henni eftirför eða koma nær heimili hennar en 50 metra. Hann beitti hana ofbeldi í þrjú ár, barði hana, nauðgaði henni og veitti öðrum körlum aðgang að henni gegn hennar vilja. Hún var of hrædd við hann til að streitast á móti. Hún þurfti aðstoð lögreglu til að komast frá honum og sótti í Kvennaathvarfið. Hún þorði ekki ein að sækja eigur sínar á heimili þeirra, heldur fékk lögregluna í lið með sér. Hún þorði ekki að kæra hann en málið þótti svo alvarlegt að opinber kæra var lögð fram engu síður. Eftir að maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur var hann settur í nálgunarbann í hálft ár þrátt fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari hefði ekki þá séð tilefni til nálgunarbanns. Hinir tveir dómararnir, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson, staðfestu nálgunarbann í hálft ár. Hinn 7. ágúst síðastliðinn dæmdu Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson að ekki þætti ástæða til að framlengja nálgunarbannið - maðurinn hafði nefnilega virt bannið hingað til AÐ MESTU. Páll Hreinsson skilaði sératkvæði í dómnum og vildi framlengja nálgunarbannið um þrjá mánuði eins og lögreglan lagði til. Áhugavert er að velta upp þeirri spurningu hvenær Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari telur ástæðu til að beita nálgunarbanni. Hvenær er réttlætanlegt að taka öryggi og hagsmuni fórnarlamba ofbeldis fram yfir rétt ofbeldismanna til að setja sig í samband við, veita eftirför og koma að heimili fórnarlamba sinna? Hvenær er tilefni til að "kerfið" verndi konur gegn kynbundnu ofbeldi? Eftir nýfallinn dóm er nálgunarbannsúrræðið gert að engu. Það er sennilega vandfundið annað eins tilefni til að beita því. Sumum í réttarkerfinu finnst ekki tilefni til að beita kerfinu til að vernda konur sem verða fyrir ofbeldi - við erum ekki komin lengra en svo í jafnréttisbaráttunni.Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun