Sebastian Bourdais: Mögnuð braut í Singapúr 24. september 2008 13:24 Brautin í Singapúr verður flóðlýst og liggur um hafnarsvæðið og miðborgina. mynd: kappakstur.is Fjórfaldi Ameríkumeistarinn í kappakstri segir nýju Formúlu 1 brautina í Singapúr magnað mannvirki. Hann rölti brautina fyrstur ökumanna sem komnir eru á staðinn. Bourdais hefur mesta reynslu ökumanna í Formúlu 1 af akstri á götubrautum, en hann varð meistari í bandarískri mótaröð fjögur ár í röð. Þar er ekið mikið á götum borga. Í Singapúr verður flóðlýsing notuð í Formúlu 1 móti í fyrsta skipti og er brautin lýst upp með 1500 sérhönnuðum kösturum. „Þetta er nánast eins og að um dagsbirtu sé að ræða. Þessi fljóðljós virka svakalega og menn hafa unnið aðdáuvert verk hérna. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég gekk brautina í gærkvöldi og það er búið að leggja mikla vinnu í þessi mannvirki", segir Bourdais um brautina. „Það eina sem ég hef áhyggur af er tíunda beygja brautarinnar sem er þröngur hlykkur. Þar eru háir kantar til að varna því að ökumenn stytti sér leið, en það er hætta á því að skemma bílanna. Ég var hissa á að sjá þetta. Þá er aðreinin inn á þjónustusvæðið varasöm og hætta á óhappi, þar sem hraði manna inn á brautinni og þeirra sem beygja inn í þjónustuhlé er ekki sá sami." „Ég vona bara að það rigni ekki eins og spáð er fyrir helgina. Ég bjó á Florida og þá rigndi á kvöldin og varð sannkallað úrhelli. Ef það verður raunin, þá er eini farkosturinn bátur!," sagði Bourdais. Hann var fjórði á ráslínu í síðustu keppni, en félagi hans hjá Torro Rosso vann mótið, sem var á Ítalíu í hellirigningu. Þrumuveðri er spáð alla mótshelgina og þá sérstaklega á kvöldin, en þá fara allar æfingar, tímatakan og kappaksturinn fram. Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum viðburðum helgarinnar. Formúla Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fjórfaldi Ameríkumeistarinn í kappakstri segir nýju Formúlu 1 brautina í Singapúr magnað mannvirki. Hann rölti brautina fyrstur ökumanna sem komnir eru á staðinn. Bourdais hefur mesta reynslu ökumanna í Formúlu 1 af akstri á götubrautum, en hann varð meistari í bandarískri mótaröð fjögur ár í röð. Þar er ekið mikið á götum borga. Í Singapúr verður flóðlýsing notuð í Formúlu 1 móti í fyrsta skipti og er brautin lýst upp með 1500 sérhönnuðum kösturum. „Þetta er nánast eins og að um dagsbirtu sé að ræða. Þessi fljóðljós virka svakalega og menn hafa unnið aðdáuvert verk hérna. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég gekk brautina í gærkvöldi og það er búið að leggja mikla vinnu í þessi mannvirki", segir Bourdais um brautina. „Það eina sem ég hef áhyggur af er tíunda beygja brautarinnar sem er þröngur hlykkur. Þar eru háir kantar til að varna því að ökumenn stytti sér leið, en það er hætta á því að skemma bílanna. Ég var hissa á að sjá þetta. Þá er aðreinin inn á þjónustusvæðið varasöm og hætta á óhappi, þar sem hraði manna inn á brautinni og þeirra sem beygja inn í þjónustuhlé er ekki sá sami." „Ég vona bara að það rigni ekki eins og spáð er fyrir helgina. Ég bjó á Florida og þá rigndi á kvöldin og varð sannkallað úrhelli. Ef það verður raunin, þá er eini farkosturinn bátur!," sagði Bourdais. Hann var fjórði á ráslínu í síðustu keppni, en félagi hans hjá Torro Rosso vann mótið, sem var á Ítalíu í hellirigningu. Þrumuveðri er spáð alla mótshelgina og þá sérstaklega á kvöldin, en þá fara allar æfingar, tímatakan og kappaksturinn fram. Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum viðburðum helgarinnar.
Formúla Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira