Alonso vann í flóðljósunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2008 14:21 Fernando Alonso frá Spáni vann sinn fyrsta sigur síðan í fyrra. Spánverjinn Fernando Alonso á Renault gerði sér lítið fyrir og vann Formúlu 1-mótið í Síngapor í dag. Þetta er fyrsti sigur Alonso síðan á Ítalíu í fyrra og fyrsti sigur Renault síðan í Japan árið 2006. Keppnin fór fram að næturlagi í Síngapor og fór því fram í flóðljósum sem er í fyrsta sinn í sögu Formúlunnar. Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji og þar sem að Ferrari-ökuþórinn Felipe Massa náði ekki í stig í dag er nú munur þeirra í stigakeppni ökumanna orðinn sjö stig. Massa var með forystuna í upphafi en varð að sætta sig við þrettánda sætið eftir vandræðagang á viðgerðarsvæðinu. Massa ók af stað þegar að bensíndælan var enn föst á bílnum. Þetta var kærkominn sigur fyrir Alonso sem hafði verið hraður á æfingum um helgina en vandræðagangur í tímatökunum gerði það að verkum að hann var fimmtándi á ráspól í dag. Alonso var á léttum bíl í upphafi sem gerði það að verkum að hann komst upp í ellefta sætið áður en að hann fór á viðgerðarsvæðið á tólfta hring. Hins vegar gerðist það á fimmtánda hring að Nelson Piquet lenti í árekstri sem þýddi að það þurfti að kalla út öryggisbílinn. Alonso var þá eini ökumaðurinn sem þurfti ekki að stoppa til að fá bensín og ný dekk. Eftir að allir höfðu stoppað var Alonso í fimmta sæti og náði að vinna sig upp í það fyrsta eftir það. Kimi Raikkönen á Ferrari klessukeyrði sinn bíl þegar fjórir hringir voru eftir. Nico Rosberg hafnaði í öðru sæti og Timo Glock í því fjórða. Sebastian Vettel varð fimmti, Nick Heidfeld sjötti og David Coulthard sjöundi. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso á Renault gerði sér lítið fyrir og vann Formúlu 1-mótið í Síngapor í dag. Þetta er fyrsti sigur Alonso síðan á Ítalíu í fyrra og fyrsti sigur Renault síðan í Japan árið 2006. Keppnin fór fram að næturlagi í Síngapor og fór því fram í flóðljósum sem er í fyrsta sinn í sögu Formúlunnar. Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji og þar sem að Ferrari-ökuþórinn Felipe Massa náði ekki í stig í dag er nú munur þeirra í stigakeppni ökumanna orðinn sjö stig. Massa var með forystuna í upphafi en varð að sætta sig við þrettánda sætið eftir vandræðagang á viðgerðarsvæðinu. Massa ók af stað þegar að bensíndælan var enn föst á bílnum. Þetta var kærkominn sigur fyrir Alonso sem hafði verið hraður á æfingum um helgina en vandræðagangur í tímatökunum gerði það að verkum að hann var fimmtándi á ráspól í dag. Alonso var á léttum bíl í upphafi sem gerði það að verkum að hann komst upp í ellefta sætið áður en að hann fór á viðgerðarsvæðið á tólfta hring. Hins vegar gerðist það á fimmtánda hring að Nelson Piquet lenti í árekstri sem þýddi að það þurfti að kalla út öryggisbílinn. Alonso var þá eini ökumaðurinn sem þurfti ekki að stoppa til að fá bensín og ný dekk. Eftir að allir höfðu stoppað var Alonso í fimmta sæti og náði að vinna sig upp í það fyrsta eftir það. Kimi Raikkönen á Ferrari klessukeyrði sinn bíl þegar fjórir hringir voru eftir. Nico Rosberg hafnaði í öðru sæti og Timo Glock í því fjórða. Sebastian Vettel varð fimmti, Nick Heidfeld sjötti og David Coulthard sjöundi.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira