Viðskipti innlent

Krónan styrkist og hækkun í Kauphöllinni

Mynd/Getty

Krónan styrktist um heil 3,64 prósent í dag. Stendur gengisvísitalan nú í 160,4 stigum.

Evran kostar nú 124,9 krónur, dollarinn 80,1 krónur, breska pundið 158,8 krónur og danska krónan 16,7 krónur.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,43 prósent og stendur nú í 4139 stigum. Landsbankinn og Össur hækka mest eftir að þau kynntu uppgjör sín í dag.

Landsbankinn hækkaði um 2,23 prósent, Össur um 0,95 prósent og Glitnir um 0,74 prósent.

Færeyja banki lækkaði um 4,17 prósent, Icelandair lækkaði um 0,59 prósent og Kaupþing um 0,41 prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×