Vettel: Ég er ekki Schumacher 15. september 2008 16:27 Vettel er kallaður "Litli-Schumi" NordicPhotos/GettyImages Þjóðverjinn Sebastian Vettel vill ekki láta bera sig saman við Michael Schumacher þó hann hafi orðið yngsti sigurvegarinn í sögu Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark á Monza-brautinni í gær. Hinn 21 árs gamli ökumaður Toro Rosso var að vonum ánægður með sigurinn í gær, en hann gerir sér grein fyrir því að líklega mun enginn feta í fótspor hins sjöfalda heimsmeistara. "Menn verða að hafa í huga hvað Schumacher gerði áður en þeir fara að tala um svona samanburð. Ég er mjög ungur er rétt að byrja ferilinn, svo ég held að menn þurfi ekki að vera að bera okkur saman. Það væri frekar að nefna Fernando Alonso þar sem hann hefur nú þegar unnið tvo titla," sagði Vettel, sem kallaður er "Litli-Schumi" og er reyndar góður vinur Schumachers. "Michael er líklega einn besti ökumaður allra tíma og ég er í rauninni stoltur bara af því að þekkja hann. Hann er fínn náungi og mjög jarðbundinn," sagði Vettel. Formúla Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel vill ekki láta bera sig saman við Michael Schumacher þó hann hafi orðið yngsti sigurvegarinn í sögu Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark á Monza-brautinni í gær. Hinn 21 árs gamli ökumaður Toro Rosso var að vonum ánægður með sigurinn í gær, en hann gerir sér grein fyrir því að líklega mun enginn feta í fótspor hins sjöfalda heimsmeistara. "Menn verða að hafa í huga hvað Schumacher gerði áður en þeir fara að tala um svona samanburð. Ég er mjög ungur er rétt að byrja ferilinn, svo ég held að menn þurfi ekki að vera að bera okkur saman. Það væri frekar að nefna Fernando Alonso þar sem hann hefur nú þegar unnið tvo titla," sagði Vettel, sem kallaður er "Litli-Schumi" og er reyndar góður vinur Schumachers. "Michael er líklega einn besti ökumaður allra tíma og ég er í rauninni stoltur bara af því að þekkja hann. Hann er fínn náungi og mjög jarðbundinn," sagði Vettel.
Formúla Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira