Grasrótin tekur við sér Jón Kaldal skrifar 3. desember 2008 07:00 Í krísufræðunum þykir mikilvægt að uppfylla nokkur grunnskilyrði þegar hamfarir ríða yfir. Meðal þess sem skiptir hvað mestu máli er annars vegar heiðarleg og hröð upplýsingagjöf og hins vegar að virkja fólk til góðra verka með því að láta ganga út skýr skilaboð um hvernig hægt er að leggja hönd á plóg við ófyrirséðar erfiðar aðstæður. Að baki þessum tveimur atriðum er einföld og auðskiljanleg hugmyndafræði. Óvissa eykur á glundroða og þegar fólk upplifir sig að auki sem algjörlega áhrifa- og verklausa farþega í ferð sem enginn veit hvert liggur, er það ávísun á djúpa vanmáttartilfinningu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að hvort tveggja, glundroði og vanmáttur, flækist mjög fyrir því að koma á nauðsynlegu jafnvægi, svo hægt sé að láta sem flest hjól fara að snúast á nýjan leik. Nokkur batamerki má greina á vinnu stjórnvalda við að uppfylla þessi tvö grunnatriði: að upplýsa og virkja. En því miður vantar enn töluvert upp á þá afgerandi forystu og leiðsögn sem er nauðsynleg. Á góðum dögum, og reyndar líka þeim slæmu, er gjarnan rætt um sérstöðu íslensku þjóðarsálarinnar. En þegar allt kemur til alls er þó munurinn á okkur og öðrum þjóðum sáralítill. Grunnþarfirnar eru víðast þær sömu: Að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Þegar þessum þáttum er ógnað verða vandræði. Eitt er þó það einkenni, sem er kannski ekki alveg séríslenskt, en einkennir þó okkur í meira mæli en flestar aðrar þjóðir. Þetta er svokallað langlundargeð og lýsir sér í því að fólk er tilbúið að láta ýmislegt yfir sig ganga áður en það bregst við. Það má líka kalla þetta æðruleysi, sem hefur örugglega greypst inn erfðamengi þjóðarinnar í miskunnarlausu nábýli við náttúruöflin, áður en hitaveita og samgöngur tuttugustu aldarinnar komu til sögunnar. Það var væntanlega æðruleysið sem réð ferðinni við upphaf hrunsins og olli því að fólk streymdi ekki strax út á götur og hóf hatrammar mótmælaaðgerðir, eins og ungur spænskur skiptinemi við Háskóla Íslands, sagði í viðtali við einhvern fjölmiðilinn að hefði gerst í hans heimalandi, þar sem hitastig blóðsins er hærra. Langlundargeðið er auðvitað einn af styrkleikum okkar sem hóps; að halda jafnvægi við óvæntar aðstæður er dýrmætur eiginleiki. Gallinn við þetta lundarfar er á hinn bóginn að því hefur fylgt fullmikil þolinmæði gagnvart axarsköftum þeirra sem fara með völdin. Fyrir vikið hefur myndast ákveðin hefð fyrir því að menn axla ekki ábyrgð á mistökum sínum. Og það mun ekki breytast fyrr en þjóðin sjálf breytir afstöðu sinni og hættir að leyfa þeim sem eiga að bera ábyrgð, að víkja sér undan henni. Það eru ýmis merki um að slík grundvallarbreyting sé að verða. Grasrótin í samfélaginu hefur tekið hraustlega við sér eins og hefur sést vel á geysiöflugum vikulegum borgarafundum og kraftmiklum mótmælum. Og ekki er síður ánægjulegt að sjálfboðaliðar streyma nú til starfa hjá ýmsum góðgerðastofnunum til að láta gott af sér leiða. Stjórnvöld þurfa að gera miklu meira til að virkja þennan kraft og vilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun
Í krísufræðunum þykir mikilvægt að uppfylla nokkur grunnskilyrði þegar hamfarir ríða yfir. Meðal þess sem skiptir hvað mestu máli er annars vegar heiðarleg og hröð upplýsingagjöf og hins vegar að virkja fólk til góðra verka með því að láta ganga út skýr skilaboð um hvernig hægt er að leggja hönd á plóg við ófyrirséðar erfiðar aðstæður. Að baki þessum tveimur atriðum er einföld og auðskiljanleg hugmyndafræði. Óvissa eykur á glundroða og þegar fólk upplifir sig að auki sem algjörlega áhrifa- og verklausa farþega í ferð sem enginn veit hvert liggur, er það ávísun á djúpa vanmáttartilfinningu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að hvort tveggja, glundroði og vanmáttur, flækist mjög fyrir því að koma á nauðsynlegu jafnvægi, svo hægt sé að láta sem flest hjól fara að snúast á nýjan leik. Nokkur batamerki má greina á vinnu stjórnvalda við að uppfylla þessi tvö grunnatriði: að upplýsa og virkja. En því miður vantar enn töluvert upp á þá afgerandi forystu og leiðsögn sem er nauðsynleg. Á góðum dögum, og reyndar líka þeim slæmu, er gjarnan rætt um sérstöðu íslensku þjóðarsálarinnar. En þegar allt kemur til alls er þó munurinn á okkur og öðrum þjóðum sáralítill. Grunnþarfirnar eru víðast þær sömu: Að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Þegar þessum þáttum er ógnað verða vandræði. Eitt er þó það einkenni, sem er kannski ekki alveg séríslenskt, en einkennir þó okkur í meira mæli en flestar aðrar þjóðir. Þetta er svokallað langlundargeð og lýsir sér í því að fólk er tilbúið að láta ýmislegt yfir sig ganga áður en það bregst við. Það má líka kalla þetta æðruleysi, sem hefur örugglega greypst inn erfðamengi þjóðarinnar í miskunnarlausu nábýli við náttúruöflin, áður en hitaveita og samgöngur tuttugustu aldarinnar komu til sögunnar. Það var væntanlega æðruleysið sem réð ferðinni við upphaf hrunsins og olli því að fólk streymdi ekki strax út á götur og hóf hatrammar mótmælaaðgerðir, eins og ungur spænskur skiptinemi við Háskóla Íslands, sagði í viðtali við einhvern fjölmiðilinn að hefði gerst í hans heimalandi, þar sem hitastig blóðsins er hærra. Langlundargeðið er auðvitað einn af styrkleikum okkar sem hóps; að halda jafnvægi við óvæntar aðstæður er dýrmætur eiginleiki. Gallinn við þetta lundarfar er á hinn bóginn að því hefur fylgt fullmikil þolinmæði gagnvart axarsköftum þeirra sem fara með völdin. Fyrir vikið hefur myndast ákveðin hefð fyrir því að menn axla ekki ábyrgð á mistökum sínum. Og það mun ekki breytast fyrr en þjóðin sjálf breytir afstöðu sinni og hættir að leyfa þeim sem eiga að bera ábyrgð, að víkja sér undan henni. Það eru ýmis merki um að slík grundvallarbreyting sé að verða. Grasrótin í samfélaginu hefur tekið hraustlega við sér eins og hefur sést vel á geysiöflugum vikulegum borgarafundum og kraftmiklum mótmælum. Og ekki er síður ánægjulegt að sjálfboðaliðar streyma nú til starfa hjá ýmsum góðgerðastofnunum til að láta gott af sér leiða. Stjórnvöld þurfa að gera miklu meira til að virkja þennan kraft og vilja.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun