Enn sekkur Eimskip

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 6,7 prósent í dag og hljóðar nú verðmiðinn á bréf félagsins upp á 5,66 krónur á hlut. Bréfin hafa fallið um 35 prósent í vikunni. Fyrir ári stóð gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu í 39,3 krónum á hlut. Eftir mikið tap, afskriftir og mikla uppstokkun á rekstrinum síðustu vikur, ásamt björgunaraðgerðum Björgólfsfeðga og annarra fjárfesta eftir að ábyrgð á láni bresku ferðaskrifstofunnar XL Leisure féll á skipaflutningafélagið, gaf það mikið eftir. Fallið á þessu heila ári nemur þessu samkvæmt rúmum 85 prósentum.