Rannsókn á þeim sem lifðu af spænsku veikina sem var árið 1918 gæti hjálpað til við að finna mótefni gegn fuglaflensunni. Rannsóknin leiddi í ljós að eftirlifendurnir veikinnar hefðu enn mótefni gegn H1N1 veirunni sem lagði um 50 milljón manns árið 1918.
Fróðir menn segja að heimsfaraldurinn árið 1918 hafi verið einn sá versti í mannkynsögunni. Vísindamenn skilja ekki að fullu af hverju spænska veikin var svo banvæn en þeir óttast nýjan fuglaflensufaraldur af völdum H5N1 veirunnar.
Tóku 32 manns þátt í rannsókninni og voru þau öll á aldrinum 91-101 árs. Öll þeirra höfðu enn mótefni í blóði sínu til þess að vinna bug á veirunni. Sum þeirra höfðu meira að segja enn frumurnar sem bjuggu til mótefnin.
Rannsakendur notuðu mótefnin til þess að lækna sýktar mýs sem sýndi fram á að mótefnið væri enn virkt. Raunar var það svo virkt að aðeins þurfti lítinn skammt til þess að vinna bug á veirunni.