Hvatt til sameininga 12. apríl 2008 00:01 Lárus Welding, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, ræðir við félagsmenn. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir tímabært fyrir fjármálafyrirtækin að huga að sameiningum. MYND/SFF Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að fjármálafyrirtækin verði að huga að aðhaldi, sameiningum, krossstjórnarsetu og aukins gegnsæis í upplýsingagjöf. „Æskilegt væri, með það að markmiði, að stuðla að heilbrigðum og traustum rekstri og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, að fjármálafyrirtæki og eigendur þeirra hugi ekki eingöngu að krosseignartengslum heldur einnig að krossstjórnarsetu í fyrirtækjum í fjármálaþjónustu," sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í ræðu á degi Samtaka fjármálafyrirtækja í fyrradag. Þessi ábending var ein þeirra sex ábendinga til fjármálafyrirtækja sem Jónas setti fram í ræðunni. Hann sagði einnig að stjórnendur bankanna þyrftu að sýna að þeir kynnu að rífa seglin í þeim stormi og stórsjó sem nú gengi yfir „og lækka kostnað og minnka efnahag sinn". Hann benti á að meginábyrgðin hvíldi á stjórnendum og eigendum bankanna. Þeir nytu hagnaðarins og bæru tapið. Jónas sagði einnig að nýta ætti núverandi aðstæður til að huga að hagræðingu og sameiningum á innlendum fjármálamarkaði. „Þá á ég ekki endilega við stór-samruna," sagði Jónas og benti á að hér á landi hefðu 34 fyrirtæki starfsleyfi sem lánafyrirtæki. Verðbréfafyrirtæki væru þarna ekki talin með. Þá vill Jónas að bankar auki gegnsæi í upplýsingagjöf, auk þess sem bankarnir þyrftu, ef það hægir á í efnahagslífinu, að huga að útlánagæðum, grípa fljótt inn í séu vandræði í uppsiglingu og leggja strax til hliðar inn á afskriftarreikning. „Jafnframt þurfa fjármálafyrirtækin að gæta jafnræðis í meðhöndlun sinni á skuldurum." „Í sjötta lagi er stóra verkefnið að vinna að fjármögnun og viðhalda lausafjárstöðu," sagði Jónas og bætti því við að bankarnir hefðu staðið vel að vígi þegar lausafjárerfiðleikar hófust á alþjóðamörkuðum. Hins vegar verði þetta ár tiltölulega létt í endurfjármögnun, en menn verði að sýna árvekni „því lausafjárerfiðleikar eru áhætta sem getur birst með skömmum fyrirvara". ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að fjármálafyrirtækin verði að huga að aðhaldi, sameiningum, krossstjórnarsetu og aukins gegnsæis í upplýsingagjöf. „Æskilegt væri, með það að markmiði, að stuðla að heilbrigðum og traustum rekstri og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, að fjármálafyrirtæki og eigendur þeirra hugi ekki eingöngu að krosseignartengslum heldur einnig að krossstjórnarsetu í fyrirtækjum í fjármálaþjónustu," sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í ræðu á degi Samtaka fjármálafyrirtækja í fyrradag. Þessi ábending var ein þeirra sex ábendinga til fjármálafyrirtækja sem Jónas setti fram í ræðunni. Hann sagði einnig að stjórnendur bankanna þyrftu að sýna að þeir kynnu að rífa seglin í þeim stormi og stórsjó sem nú gengi yfir „og lækka kostnað og minnka efnahag sinn". Hann benti á að meginábyrgðin hvíldi á stjórnendum og eigendum bankanna. Þeir nytu hagnaðarins og bæru tapið. Jónas sagði einnig að nýta ætti núverandi aðstæður til að huga að hagræðingu og sameiningum á innlendum fjármálamarkaði. „Þá á ég ekki endilega við stór-samruna," sagði Jónas og benti á að hér á landi hefðu 34 fyrirtæki starfsleyfi sem lánafyrirtæki. Verðbréfafyrirtæki væru þarna ekki talin með. Þá vill Jónas að bankar auki gegnsæi í upplýsingagjöf, auk þess sem bankarnir þyrftu, ef það hægir á í efnahagslífinu, að huga að útlánagæðum, grípa fljótt inn í séu vandræði í uppsiglingu og leggja strax til hliðar inn á afskriftarreikning. „Jafnframt þurfa fjármálafyrirtækin að gæta jafnræðis í meðhöndlun sinni á skuldurum." „Í sjötta lagi er stóra verkefnið að vinna að fjármögnun og viðhalda lausafjárstöðu," sagði Jónas og bætti því við að bankarnir hefðu staðið vel að vígi þegar lausafjárerfiðleikar hófust á alþjóðamörkuðum. Hins vegar verði þetta ár tiltölulega létt í endurfjármögnun, en menn verði að sýna árvekni „því lausafjárerfiðleikar eru áhætta sem getur birst með skömmum fyrirvara". ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira