Rauður dagur í Bandaríkjunum 19. ágúst 2008 14:28 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bankinn hefur lækkað stýrivexti hratt síðasta árið til að blása lífi í einkaneyslu. Líklegt þykir að bankinn verði að hækka þá á ný til að draga úr verðbólgu. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur almennt lækkað í dag eftir birtingu talna sem sýndi að framleiðsluverð rauk upp um 1,2 prósent á milli mánaða í júlí. Það hefur ekki verið hærra í 27 ár. Þetta er sömuleiðis rúmlega tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð. Þeir höfðu reiknað með allt að 0,5 prósenta aukningu á milli mánaða. Kjarnahækkun nemur 0,7 prósentum og hefur ekki vaxið jafn mikið síðan í nóvember fyrir tæpum tveimur árum. Spáð hafði verið 0,2 prósenta hækkun. Á sama tíma drógust nýframkvæmdir á fasteignamarkaði saman á milli mánaða í síðasta mánuði og hafa ekki heyrst færri hamarshögg í sautján ár vestanhafs. Associated Press-fréttastofan segir vísbendingar um hækkun framleiðslukostnaðar, sem skýrist af hækkun raforkuverðs, binda hendur bandaríska seðlabankans. Bankinn hafi stefnt að því að halda stýrivöxtum lágum til að blása lífi í dræma einkaneyslu. Láti verðbólgudraugurinn hins vegar á sér kræla vegna hækkandi verðlags sé hætt við að bankinn verði nauðugur einn kosturinn að fara gegn vilja sínum og hækka stýrivextina. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,03 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 0,95 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær vegna slæmra frétta um hugsanlega slæma stöðu bandarískra fjármálafyrirtækja. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur almennt lækkað í dag eftir birtingu talna sem sýndi að framleiðsluverð rauk upp um 1,2 prósent á milli mánaða í júlí. Það hefur ekki verið hærra í 27 ár. Þetta er sömuleiðis rúmlega tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð. Þeir höfðu reiknað með allt að 0,5 prósenta aukningu á milli mánaða. Kjarnahækkun nemur 0,7 prósentum og hefur ekki vaxið jafn mikið síðan í nóvember fyrir tæpum tveimur árum. Spáð hafði verið 0,2 prósenta hækkun. Á sama tíma drógust nýframkvæmdir á fasteignamarkaði saman á milli mánaða í síðasta mánuði og hafa ekki heyrst færri hamarshögg í sautján ár vestanhafs. Associated Press-fréttastofan segir vísbendingar um hækkun framleiðslukostnaðar, sem skýrist af hækkun raforkuverðs, binda hendur bandaríska seðlabankans. Bankinn hafi stefnt að því að halda stýrivöxtum lágum til að blása lífi í dræma einkaneyslu. Láti verðbólgudraugurinn hins vegar á sér kræla vegna hækkandi verðlags sé hætt við að bankinn verði nauðugur einn kosturinn að fara gegn vilja sínum og hækka stýrivextina. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,03 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 0,95 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær vegna slæmra frétta um hugsanlega slæma stöðu bandarískra fjármálafyrirtækja.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira