
Viðskipti innlent
Bakkavör lækkar mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 2,5 prósent þegar viðskiptadagurinn rann upp í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdu Straumur, sem fór niður um 1,59 prósent, Eimskipafélagið sem lækkaði um 1,42 prósent og Glitnir sem lækkaði um 1,18 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Kaupþingi um 1,17 prósent og í Existu um 1,1 prósent. Önnur félög hafa lækkað minna. Gengi bréfa í Atorku hækkaði um 0,2 prósent til skamms tíma í byrjun dags áður en það gaf eftir. Þetta er nokkuð í samræmi við þróun mála á erlendum hlutabréfamörkuðum í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um eitt prósent og stendur vísitalan í 3.856 stigum.