Agnar Hansson, forstjóri Sparisjóðabankans: Kaupmenn í kippum 31. desember 2008 06:00 Þegar gengið er um stræti Lundúna kemur mönnum stundum spánskt fyrir sjónir að sjá hvernig kaupmenn af sömu gerð virðast hópa sig saman á tiltölulega þröngu svæði. Hér má nefna skraddarana á Savile Row eða skyrtusalana á Jermyn Street. Og skorti fjármagn eru nánast óteljandi bankastofnanir á svæðinu frá Bank lestarstöðinni og upp til Liverpool Street. Hvaða glóra er í þessu? Væri ekki miklu nær að finna sér stað fjarri samkeppninni þar sem kaupmaðurinn getur betur stýrt álagningunni? Skýring er að viðskipti þrífast til lengdar best í samkeppni og nánd við keppinautinn. Eitt er álagning, annað er að halda í við þróunina, nýjungarnar og fylgjast með þeim sem skara fram úr. Svipað gildir um frumkvöðlastarfsemi, þar sem þekking helst innan frumkvöðlaklasa, jafnvel þótt einstaka fyrirtæki leggi upp laupana. Hér gerist því miður allt of oft að byggð er upp viðamikil sérfræðiþekking sem við gjaldþrot sprotafyrirtækja glatast að langmestu leyti þar sem enginn sambærilegur valkostur finnst. Þó má með góðum vilja finna undantekningu og felst hún í þeirri umfangsmiklu þekkingu á banka- og fjármálaþjónustu sem byggst hefur upp á Íslandi síðasta áratuginn. Tíu ára árangursrík uppbygging sem laðaði til sín marga af okkar bestu einstaklingum hefur hins vegar – því miður – beðið skipbrot. Þarna eigum samt mikinn fjársjóð fólginn í mannauði, þekkingu og reynslu. Og þótt einhverjir örfáir hafi farið yfir strikið má ekki fórna öllu. Ekki má fordæma skóginn þótt fundist hafi fölnað blað! Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einhverjum umfangsmestu erfiðleikum í efnahagssögu okkar á síðari tímum. Það er ljóst að mikil mistök hafa átt sér stað hér heima auk þess sem alsherjar efnahagslægð gengur yfir heimsbyggðina. Þrátt fyrir það megum við ekki missa trúna á getu hvert annars. Við megum ekki láta tortryggnina eyðileggja tækifærin. Við megum ekki drepa niður forvitnina og frumkvöðlakraftinn. Við megum ekki útrýma hrósi og fjárhagslegri hvatningu. Síðast en ekki síst verðum við að leggja allt kapp á að endurvinna traust umheimsins þannig að komandi kynslóðir geti búið við sama frelsi og tækifæri og við sem nú höldum um stjórntaumana. Það verður að bjarga fjölskyldum og heimilum – ekki til að standa undir óhófi heldur til að lifa við mannsæmandi aðstæður. Það verður að bjarga sem flestum fyrirtækjum þrátt fyrir að staða margra þeirra sé ömurleg í ljósi gengisþróunar erlendra lána. Að öðrum kosti verður atvinnuleysi verra en nokkru sinni fyrr, lægðin dýpri og uppbyggingin hægari og erfiðari en þörf er á. Við verðum að leggja allt kapp á að hjól atvinnulífsins snúist áfram. Það er til lengri tíma litið allra hagur. Um það verður að nást sátt og það jafnvel þó að lausnin sé ekki algerlega sanngjörn. Kröfuhafar – í flestum tilfellum bankarnir – munu þurfa að gefa verulega eftir og breyta kröfum sínum í hlutafé. Í þeirra hendur – ekki stjórnmálamanna – verður síðan að setja ákvörðunarvaldið um hverjir af núverandi hluthöfum eða stjórnendum einstakra fyrirtækja verði áfram við stjórnvölinn og hvernig fyrirtækjunum verður á sem skemmstum tíma komið aftur úr eigu bankanna og yfir til einstaklinga og annarra fjárfesta. Það er grundvallaratriði að átta sig á því að fjárfestingargetan er engin. Þeir sem bera væntingar til þess að úti leynist digrir sjóðir af nýju fjármagni sem bíða eftir því að koma til bjargar munu óhjákvæmilega verða fyrir vonbrigðum. Þetta mál verður að leysa innanfrá með sameinuðu átaki undir stjórn þeirra sem hæfastir eru. Eins þurfum við að átta okkur á því að geta okkar til að sækja fjármagn erlendis frá er horfin. Trúverðugleika okkar var rústað með aðgerðum síðustu mánaða. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda á næstu misserum er endurvekja traust umheimsins á okkur Íslendingum. Við getum ekki sætt okkur við einangrun og haftastefnu í alþjóðaviðskiptum – þar verður að ríkja frelsi og traust til hagsbóta fyrir íslenskt þjóðfélag, fyrirtæki, heimili og einstaklinga. Við verðum að átta okkur á því að stærsta hindrun okkar í alþjóðaviðskiptum er ónýtur gjaldmiðill. Það vill enginn eiga viðskipti með íslensku krónuna eða setja áhættufjármagn hingað á meðan við búum við núverandi ástand. Við höfum talið sjálfsagt að við gætum vaðið inn í garð nágrannans og tínt þaðan öll þau epli og perur sem okkur lystir. Hins vegar höfum við haldið okkar dyrum harðlæstum og ekki hleypt neinum inn. Við höfum verið í stanslausri vörn – lifað í ótta við útlendinginn hræðilega sem tekur allt sem við eigum og skilur okkur eftir í súpunni. Þetta er einhvers konar sambland af minnimáttarkennd og stórmennskubrjálæði. Staðreynd málsins er hins vegar sú að það hefur aldrei neinn viljað eiga neitt hér – ekki síst út af ónýtum gjaldmiðli. Það felst ekki frelsi í sjálfstæðum gjaldmiðli fyrir örríki lengst norður í ballarhafi – þvert á móti er það sjálfskaparvíti. Ef það er eitthvað sem við höfum lært á síðustu árum þá er það að frjálsir fjármagnsflutningar og virk peningamálastjórnun er ómöguleg samhliða minnsta gjaldmiðli heimsins. Ef við ætlum okkur að halda íslenskri krónu þá verðum við að sætta okkur við höft á utanríkisviðskiptum. Að sama skapi myndi einhliða upptaka annars gjaldmiðils ekki vera raunhæf án mikillar miðstýringar og ytri stuðnings. Eina lausin sem gefur almenningi frelsi í viðskiptum og fjármagnsflutningum felur í sér virka þátttöku í alþjóðasamstarfi með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja, þ.e.a.s. ef einhver hefur áhuga á því að hafa okkur með!? Þeirri umræðu þurfum við að mæta af auðmýkt og hógværð! Gleðilegt nýtt ár! Markaðir Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira
Þegar gengið er um stræti Lundúna kemur mönnum stundum spánskt fyrir sjónir að sjá hvernig kaupmenn af sömu gerð virðast hópa sig saman á tiltölulega þröngu svæði. Hér má nefna skraddarana á Savile Row eða skyrtusalana á Jermyn Street. Og skorti fjármagn eru nánast óteljandi bankastofnanir á svæðinu frá Bank lestarstöðinni og upp til Liverpool Street. Hvaða glóra er í þessu? Væri ekki miklu nær að finna sér stað fjarri samkeppninni þar sem kaupmaðurinn getur betur stýrt álagningunni? Skýring er að viðskipti þrífast til lengdar best í samkeppni og nánd við keppinautinn. Eitt er álagning, annað er að halda í við þróunina, nýjungarnar og fylgjast með þeim sem skara fram úr. Svipað gildir um frumkvöðlastarfsemi, þar sem þekking helst innan frumkvöðlaklasa, jafnvel þótt einstaka fyrirtæki leggi upp laupana. Hér gerist því miður allt of oft að byggð er upp viðamikil sérfræðiþekking sem við gjaldþrot sprotafyrirtækja glatast að langmestu leyti þar sem enginn sambærilegur valkostur finnst. Þó má með góðum vilja finna undantekningu og felst hún í þeirri umfangsmiklu þekkingu á banka- og fjármálaþjónustu sem byggst hefur upp á Íslandi síðasta áratuginn. Tíu ára árangursrík uppbygging sem laðaði til sín marga af okkar bestu einstaklingum hefur hins vegar – því miður – beðið skipbrot. Þarna eigum samt mikinn fjársjóð fólginn í mannauði, þekkingu og reynslu. Og þótt einhverjir örfáir hafi farið yfir strikið má ekki fórna öllu. Ekki má fordæma skóginn þótt fundist hafi fölnað blað! Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einhverjum umfangsmestu erfiðleikum í efnahagssögu okkar á síðari tímum. Það er ljóst að mikil mistök hafa átt sér stað hér heima auk þess sem alsherjar efnahagslægð gengur yfir heimsbyggðina. Þrátt fyrir það megum við ekki missa trúna á getu hvert annars. Við megum ekki láta tortryggnina eyðileggja tækifærin. Við megum ekki drepa niður forvitnina og frumkvöðlakraftinn. Við megum ekki útrýma hrósi og fjárhagslegri hvatningu. Síðast en ekki síst verðum við að leggja allt kapp á að endurvinna traust umheimsins þannig að komandi kynslóðir geti búið við sama frelsi og tækifæri og við sem nú höldum um stjórntaumana. Það verður að bjarga fjölskyldum og heimilum – ekki til að standa undir óhófi heldur til að lifa við mannsæmandi aðstæður. Það verður að bjarga sem flestum fyrirtækjum þrátt fyrir að staða margra þeirra sé ömurleg í ljósi gengisþróunar erlendra lána. Að öðrum kosti verður atvinnuleysi verra en nokkru sinni fyrr, lægðin dýpri og uppbyggingin hægari og erfiðari en þörf er á. Við verðum að leggja allt kapp á að hjól atvinnulífsins snúist áfram. Það er til lengri tíma litið allra hagur. Um það verður að nást sátt og það jafnvel þó að lausnin sé ekki algerlega sanngjörn. Kröfuhafar – í flestum tilfellum bankarnir – munu þurfa að gefa verulega eftir og breyta kröfum sínum í hlutafé. Í þeirra hendur – ekki stjórnmálamanna – verður síðan að setja ákvörðunarvaldið um hverjir af núverandi hluthöfum eða stjórnendum einstakra fyrirtækja verði áfram við stjórnvölinn og hvernig fyrirtækjunum verður á sem skemmstum tíma komið aftur úr eigu bankanna og yfir til einstaklinga og annarra fjárfesta. Það er grundvallaratriði að átta sig á því að fjárfestingargetan er engin. Þeir sem bera væntingar til þess að úti leynist digrir sjóðir af nýju fjármagni sem bíða eftir því að koma til bjargar munu óhjákvæmilega verða fyrir vonbrigðum. Þetta mál verður að leysa innanfrá með sameinuðu átaki undir stjórn þeirra sem hæfastir eru. Eins þurfum við að átta okkur á því að geta okkar til að sækja fjármagn erlendis frá er horfin. Trúverðugleika okkar var rústað með aðgerðum síðustu mánaða. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda á næstu misserum er endurvekja traust umheimsins á okkur Íslendingum. Við getum ekki sætt okkur við einangrun og haftastefnu í alþjóðaviðskiptum – þar verður að ríkja frelsi og traust til hagsbóta fyrir íslenskt þjóðfélag, fyrirtæki, heimili og einstaklinga. Við verðum að átta okkur á því að stærsta hindrun okkar í alþjóðaviðskiptum er ónýtur gjaldmiðill. Það vill enginn eiga viðskipti með íslensku krónuna eða setja áhættufjármagn hingað á meðan við búum við núverandi ástand. Við höfum talið sjálfsagt að við gætum vaðið inn í garð nágrannans og tínt þaðan öll þau epli og perur sem okkur lystir. Hins vegar höfum við haldið okkar dyrum harðlæstum og ekki hleypt neinum inn. Við höfum verið í stanslausri vörn – lifað í ótta við útlendinginn hræðilega sem tekur allt sem við eigum og skilur okkur eftir í súpunni. Þetta er einhvers konar sambland af minnimáttarkennd og stórmennskubrjálæði. Staðreynd málsins er hins vegar sú að það hefur aldrei neinn viljað eiga neitt hér – ekki síst út af ónýtum gjaldmiðli. Það felst ekki frelsi í sjálfstæðum gjaldmiðli fyrir örríki lengst norður í ballarhafi – þvert á móti er það sjálfskaparvíti. Ef það er eitthvað sem við höfum lært á síðustu árum þá er það að frjálsir fjármagnsflutningar og virk peningamálastjórnun er ómöguleg samhliða minnsta gjaldmiðli heimsins. Ef við ætlum okkur að halda íslenskri krónu þá verðum við að sætta okkur við höft á utanríkisviðskiptum. Að sama skapi myndi einhliða upptaka annars gjaldmiðils ekki vera raunhæf án mikillar miðstýringar og ytri stuðnings. Eina lausin sem gefur almenningi frelsi í viðskiptum og fjármagnsflutningum felur í sér virka þátttöku í alþjóðasamstarfi með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja, þ.e.a.s. ef einhver hefur áhuga á því að hafa okkur með!? Þeirri umræðu þurfum við að mæta af auðmýkt og hógværð! Gleðilegt nýtt ár!
Markaðir Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira