Þeir sem gagnrýna mig eru fastir í trúboðanum 30. júlí 2008 16:27 Max Mosley fer ekki leynt með skoðanir sínar NordcPhotos/GettyImages Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, var opinskár í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport í dag. Forsetanum voru á dögunum dæmdar tæpar 10 milljónir króna í miskabætur eftir að breska blaðið News of the World birti myndir og myndband af honum í kynlífsleikjum. Mosley talaði opinskátt um reynslu sína í samtali við ítalska blaðið í dag og er á þeirri skoðun að fólk eigi að fá að njóta friðhelgi einkalífsins. "Einu sinni voru samkynhneigðir og klæðskiptingar gagnrýndir á Englandi, en í dag má fólk gera hvað sem það vill í einkalífinu svo fremi sem það er ekki að særa neinn. Þeir sem gagnrýna mig eru menn sem stunda kynlíf ekki öðruvísi en í trúboðastellingunni. Það er hinsvegar hægt að stunda kynlíf með öðrum hætti og þeir sem gagnrýna mig hafa engan rétt á því," sagði Mosley. Konan ekki kát Forsetinn viðurkennir að hann hafi ekki verið í náðinni hjá konu sinni eftir að upp komst um sprell hans með vændiskonunum og segir málið hafa fengið mjög á fjölskylduna. "Við höfum verið saman í 50 ár. Auðvitað var hún ekki ánægð með þetta. Hún varð reyndar mjög reið, en við ætlum ekki að skilja. Þetta hefur ekki verið skemmtilegur tími. Allt sem fram kom í blaðagreininni var satt nema hlutinn um nasistaorgíuna. Þetta var neyðarlegt fyrir fjölskylduna og hugsið ykkur bara hvað þið hefðuð hugsað ef faðir ykkar hefði lent í sömu aðstöðu," sagði Mosley. Sökudólgurinn fundinn Hann vill ekki meina að atvikið hafi skaðað ímynd Formúlu 1 og segist vera búinn að finna út hver það var sem kom á hann sök í málinu. "Ég á ekki von á að ímynd Formúu 1 hafi skaðast vegna þessa máls og ég hef ekki frétt af því að stuðningsaðilar hafi dregið sig út úr samningum. Þegar ég heyrði lygarnar um nasista-tenginguna varð ég reiður og langaði strax að berjast fyrir rétti mínum. Þið munið fljótlega komast að því hver kom á mig sök," sagði forsetinn. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, var opinskár í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport í dag. Forsetanum voru á dögunum dæmdar tæpar 10 milljónir króna í miskabætur eftir að breska blaðið News of the World birti myndir og myndband af honum í kynlífsleikjum. Mosley talaði opinskátt um reynslu sína í samtali við ítalska blaðið í dag og er á þeirri skoðun að fólk eigi að fá að njóta friðhelgi einkalífsins. "Einu sinni voru samkynhneigðir og klæðskiptingar gagnrýndir á Englandi, en í dag má fólk gera hvað sem það vill í einkalífinu svo fremi sem það er ekki að særa neinn. Þeir sem gagnrýna mig eru menn sem stunda kynlíf ekki öðruvísi en í trúboðastellingunni. Það er hinsvegar hægt að stunda kynlíf með öðrum hætti og þeir sem gagnrýna mig hafa engan rétt á því," sagði Mosley. Konan ekki kát Forsetinn viðurkennir að hann hafi ekki verið í náðinni hjá konu sinni eftir að upp komst um sprell hans með vændiskonunum og segir málið hafa fengið mjög á fjölskylduna. "Við höfum verið saman í 50 ár. Auðvitað var hún ekki ánægð með þetta. Hún varð reyndar mjög reið, en við ætlum ekki að skilja. Þetta hefur ekki verið skemmtilegur tími. Allt sem fram kom í blaðagreininni var satt nema hlutinn um nasistaorgíuna. Þetta var neyðarlegt fyrir fjölskylduna og hugsið ykkur bara hvað þið hefðuð hugsað ef faðir ykkar hefði lent í sömu aðstöðu," sagði Mosley. Sökudólgurinn fundinn Hann vill ekki meina að atvikið hafi skaðað ímynd Formúlu 1 og segist vera búinn að finna út hver það var sem kom á hann sök í málinu. "Ég á ekki von á að ímynd Formúu 1 hafi skaðast vegna þessa máls og ég hef ekki frétt af því að stuðningsaðilar hafi dregið sig út úr samningum. Þegar ég heyrði lygarnar um nasista-tenginguna varð ég reiður og langaði strax að berjast fyrir rétti mínum. Þið munið fljótlega komast að því hver kom á mig sök," sagði forsetinn.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira