Fjárfestar kættust vestanhafs 18. september 2008 20:18 Hamagangur á markaði á Wall Street í dag. Mynd/AP Dagurinn endaði með látum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir að bandaríska viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því síðdegis að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, væri að íhuga að koma á laggirnar sérstökum tryggingasjóði sem bankar gætu sótt í í skiptum fyrir gjaldfallin lán. Bandarísk stjórnvöld hafa í dag, í slagtogi við nokkra seðlabanka víða um heim, gripið til viðamikilla aðgerða til að koma í veg fyrir frekari hremmingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Meðal annars hafa seðlabankarnir dælt háum fjárhæðum inn á markaðina í því skyni að skrúfa frá lánum banka á milli og slá á áhyggjur fjárfesta að fleiri fjármálafyrirtæki geti riðað til falls líkt og gerðist fyrr í vikunni. Þá setti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sitt lóð og vogaskálarnar þegar hann frestaði fjáröflunarferð sinni fyrir Repúblíkanaflokkinni í dag til að ræða um aðgerðir stjórnvalda í þeim ólgusjó sem riðið hafa yfir alþjóðlega markaði upp á síðkastið. Meðal annars minntist hann á þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac fyrir skömmu og tryggingarisans AIG í vikunni. Hefði AIG farið á hliðina hefði það haft hræðilegar afleiðingar í för með sér, sagði forsetinn og lagði áherslu á að setja þyrfti hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og setja skortsölu með hlutabréf skorður. Dow Jones-hlutabréfavísitalan skaust rétt upp fyrir ellefu þúsund stiga markið á ný í dag , eða um heil 3,86 prósent. Vísitalan féll um rúm fjögur prósent í gær. Þá rauk Nasdaq-vísitalan upp um 4,78 prósent í dag eftir tæplega fimm prósenta fall í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Dagurinn endaði með látum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir að bandaríska viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því síðdegis að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, væri að íhuga að koma á laggirnar sérstökum tryggingasjóði sem bankar gætu sótt í í skiptum fyrir gjaldfallin lán. Bandarísk stjórnvöld hafa í dag, í slagtogi við nokkra seðlabanka víða um heim, gripið til viðamikilla aðgerða til að koma í veg fyrir frekari hremmingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Meðal annars hafa seðlabankarnir dælt háum fjárhæðum inn á markaðina í því skyni að skrúfa frá lánum banka á milli og slá á áhyggjur fjárfesta að fleiri fjármálafyrirtæki geti riðað til falls líkt og gerðist fyrr í vikunni. Þá setti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sitt lóð og vogaskálarnar þegar hann frestaði fjáröflunarferð sinni fyrir Repúblíkanaflokkinni í dag til að ræða um aðgerðir stjórnvalda í þeim ólgusjó sem riðið hafa yfir alþjóðlega markaði upp á síðkastið. Meðal annars minntist hann á þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac fyrir skömmu og tryggingarisans AIG í vikunni. Hefði AIG farið á hliðina hefði það haft hræðilegar afleiðingar í för með sér, sagði forsetinn og lagði áherslu á að setja þyrfti hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og setja skortsölu með hlutabréf skorður. Dow Jones-hlutabréfavísitalan skaust rétt upp fyrir ellefu þúsund stiga markið á ný í dag , eða um heil 3,86 prósent. Vísitalan féll um rúm fjögur prósent í gær. Þá rauk Nasdaq-vísitalan upp um 4,78 prósent í dag eftir tæplega fimm prósenta fall í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira