Bankahólfið. LL styrkja rannsóknir 21. maí 2008 00:01 ... Landssamtök lífeyrissjóða hafa ákvðið að styrkja Ólaf Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, um eina milljón króna vegna doktorsritgerðar sem hann vinnur að um íslenska lífeyriskerfið. Stjórn samtakanna samþykkti þetta á aðalfundi sínum fyrir helgi. Ólafur vinnur að doktorsverkefni við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Verkinu er skipt upp í þrjá kafla og vinnur hann að frágangi þess fyrsta. Þá var samþykktur 400 þúsund króna styrkur til Rafns Sigurðssonar vegna mastersverkefnis hans um smíði líkans til að meta hversu mikil áhrif ávöxtun lífeyrissjóðanna og breytileg aldurssamsetning sjóðfélaga hefur á réttindaöflun sjóðfélaga.Von á þeim finnska?Mikil og jákvæð viðbrögð við gjaldmiðlaskiptasamningum við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar á dögunum eru til marks um að beðið hafi verið eftir útspilum sem þessum af hálfu stjórnvalda og Seðlabankans. Nú fullyrða aðilar á markaði að sambærilegur samningur við finnska seðlabankann liggi fyrir og verði kynntur fljótlega, en enn sé unnið að samkomulagi við Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka. Þá munu erindrekar Seðlabankans hafa leitað hófanna vestan Atlantsála, meðal annars með aðkomu bandaríska seðlabankans og JP Morgan.Vík milli vinaVík er sögð orðin milli vina í þeim þekkta Samson-hópi og er hóflega orðuð tilkynning til Kauphallar í vikunni um brotthvarf Magnúsar Þorsteinssonar úr varastjórn Icelandic Group höfð til vitnis um það. Fyrir skemmstu fór Magnús, sem var framkvæmdastjóri þeirrar frægu Bravo-bjórverksmiðju í St. Pétursborg, með himinskautum ásamt Björgólfsfeðgum, og var aðaleigandi Avion og síðar stjórnarformaður bæði Icelandic og Eimskips.En nú er hann horfinn úr báðum stjórnum án nokkurra skýringa. Bæði félögin hafa tapað gífurlegum fjárhæðum og Björgólfsfeðgar, sem eru bæði helstu hluthafar félaganna og stærstu lánardrottnar gegnum Landsbankann, hafa tekið þar öll völd á kostnað þeirra gamla viðskiptafélaga, sem dvelst nú löngum stundum í Rússlandi og er kannski í þeim skilningi kominn aftur á byrjunarreit... Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Landssamtök lífeyrissjóða hafa ákvðið að styrkja Ólaf Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, um eina milljón króna vegna doktorsritgerðar sem hann vinnur að um íslenska lífeyriskerfið. Stjórn samtakanna samþykkti þetta á aðalfundi sínum fyrir helgi. Ólafur vinnur að doktorsverkefni við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Verkinu er skipt upp í þrjá kafla og vinnur hann að frágangi þess fyrsta. Þá var samþykktur 400 þúsund króna styrkur til Rafns Sigurðssonar vegna mastersverkefnis hans um smíði líkans til að meta hversu mikil áhrif ávöxtun lífeyrissjóðanna og breytileg aldurssamsetning sjóðfélaga hefur á réttindaöflun sjóðfélaga.Von á þeim finnska?Mikil og jákvæð viðbrögð við gjaldmiðlaskiptasamningum við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar á dögunum eru til marks um að beðið hafi verið eftir útspilum sem þessum af hálfu stjórnvalda og Seðlabankans. Nú fullyrða aðilar á markaði að sambærilegur samningur við finnska seðlabankann liggi fyrir og verði kynntur fljótlega, en enn sé unnið að samkomulagi við Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka. Þá munu erindrekar Seðlabankans hafa leitað hófanna vestan Atlantsála, meðal annars með aðkomu bandaríska seðlabankans og JP Morgan.Vík milli vinaVík er sögð orðin milli vina í þeim þekkta Samson-hópi og er hóflega orðuð tilkynning til Kauphallar í vikunni um brotthvarf Magnúsar Þorsteinssonar úr varastjórn Icelandic Group höfð til vitnis um það. Fyrir skemmstu fór Magnús, sem var framkvæmdastjóri þeirrar frægu Bravo-bjórverksmiðju í St. Pétursborg, með himinskautum ásamt Björgólfsfeðgum, og var aðaleigandi Avion og síðar stjórnarformaður bæði Icelandic og Eimskips.En nú er hann horfinn úr báðum stjórnum án nokkurra skýringa. Bæði félögin hafa tapað gífurlegum fjárhæðum og Björgólfsfeðgar, sem eru bæði helstu hluthafar félaganna og stærstu lánardrottnar gegnum Landsbankann, hafa tekið þar öll völd á kostnað þeirra gamla viðskiptafélaga, sem dvelst nú löngum stundum í Rússlandi og er kannski í þeim skilningi kominn aftur á byrjunarreit...
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira