Hamilton: Ég er orðlaus 2. nóvember 2008 20:33 Lewis Hamilton AFP Lewis Hamilton átti ekki til orð eftir dramatískan Brasilíukappaksturinn í dag þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatíska keppni. "Það er ekki hægt að koma þessu í orð," sagði hinn 23 ára Breti eftir keppnina, en hann er yngsti ökumaður til að vinna titilinn í sögu Formúlu 1. "Þetta er búin að vera löng leið og ég er algjörlega orðlaus. Það er frábært að geta skilað þessu í hús eftir allar þær fórnir sem við höfum fært. Þetta var ein erfiðasta keppni mín á ferlinum - ef ekki sú erfiðasta," sagði Hamilton. Hann tók fram úr Timo Glock í síðustu beygjunni í keppninni og náði að stela fimmta sætinu og tryggja sér heimsmeistaratitilinn þrátt fyrir að Massa kæmi fyrstur í mark. "Ég átti ekki orð þegar ég komst fram úr Glock og hugsaði með mér hvort ég væri búinn að ná þessu. Ég var svo alsæll þegar mér var sagt að titillinn væri í höfn. Ég verð að hvíla mig af því hjartað er á síðasta snúningi," sagði Hamilton í samtali við BBC og sendi öllum stuðningsmönnum sínum í Bretlandi kveðju. Felipe Massa var eðlilega skúffaður eftir að úrslitin lágu fyrir en sasgðist stoltur af liðinu þó honum hefði mistekist að verða fyrsti Brasilíumaðurinn til að verða heimsmeistari síðan Ayrton Senna gerði það árið 1991. "Þetta var tilfinningaþrunginn dagur. Keppnin var fullkominn hjá okkur í þessum erfiðu aðstæðum, en það voru auðvitað blendnar tilfinningar í gangi eftir að Hamilton komst fram úr Glock. Við getum verið stoltir af því að vinna keppnina en það munaði bara einu stigi á okkur í lokin. Svona er kappaksturinn og við getum verið stoltir af frammistöðu okkar á tímabilinu," sagði Brasilíumaðurinn. Formúla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton átti ekki til orð eftir dramatískan Brasilíukappaksturinn í dag þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatíska keppni. "Það er ekki hægt að koma þessu í orð," sagði hinn 23 ára Breti eftir keppnina, en hann er yngsti ökumaður til að vinna titilinn í sögu Formúlu 1. "Þetta er búin að vera löng leið og ég er algjörlega orðlaus. Það er frábært að geta skilað þessu í hús eftir allar þær fórnir sem við höfum fært. Þetta var ein erfiðasta keppni mín á ferlinum - ef ekki sú erfiðasta," sagði Hamilton. Hann tók fram úr Timo Glock í síðustu beygjunni í keppninni og náði að stela fimmta sætinu og tryggja sér heimsmeistaratitilinn þrátt fyrir að Massa kæmi fyrstur í mark. "Ég átti ekki orð þegar ég komst fram úr Glock og hugsaði með mér hvort ég væri búinn að ná þessu. Ég var svo alsæll þegar mér var sagt að titillinn væri í höfn. Ég verð að hvíla mig af því hjartað er á síðasta snúningi," sagði Hamilton í samtali við BBC og sendi öllum stuðningsmönnum sínum í Bretlandi kveðju. Felipe Massa var eðlilega skúffaður eftir að úrslitin lágu fyrir en sasgðist stoltur af liðinu þó honum hefði mistekist að verða fyrsti Brasilíumaðurinn til að verða heimsmeistari síðan Ayrton Senna gerði það árið 1991. "Þetta var tilfinningaþrunginn dagur. Keppnin var fullkominn hjá okkur í þessum erfiðu aðstæðum, en það voru auðvitað blendnar tilfinningar í gangi eftir að Hamilton komst fram úr Glock. Við getum verið stoltir af því að vinna keppnina en það munaði bara einu stigi á okkur í lokin. Svona er kappaksturinn og við getum verið stoltir af frammistöðu okkar á tímabilinu," sagði Brasilíumaðurinn.
Formúla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira