Lewis Hamilton vonast eftir sanngjarnri niðurstöðu 22. september 2008 18:58 Hamilton skildi ekkert í dóm dómara á Spa og stefnir á sigur í næsta móti. Bretinn Lewis Hamilton hefur ekki sérstakar áhyggjur af niðurstöðunni í áfrýjunarmáli FIA sem verið er að taka fyrir í París í kvöld. „Hver sem niðurstaðan verður, þá hef ég ekki áhyggjur. Ég vona bara að dómaranir sjái sannleikann. Ég er kappakstursökumaður og geri alltaf mitt besta. Það er mitt starf og ég finn mig vel í því. Núna einbeiti ég mér að næstu keppni og stefni á sigur," sagði Hamilton í dag, eftir að hafa borið vitni í áfrýjunarmáli McLaren gegn dómurum á Spa mótinu í Belgíu. Hamilton keppir í Singapúr um næstu helgi og þá verður ekið á götum borgarinnar að næturlagi. Verður mótið flóðlýst og er það í fyrsta skipti sem keppni af því tagi fer fram. Ef dómurinn frá Spa stendur óbreyttur þá er Hamilton aðeins með eins stigs forskot á Felipe Massa í stigakeppni ökumanna. Ef áfrýjun Hamilton verður tekin til greina og dómurinn felldur úr gildi, þá verður Hamilton með sjö stiga forskot þegar fjórum mótum er ólokið. Sjá nánar á www.kappakstur.is Formúla Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hefur ekki sérstakar áhyggjur af niðurstöðunni í áfrýjunarmáli FIA sem verið er að taka fyrir í París í kvöld. „Hver sem niðurstaðan verður, þá hef ég ekki áhyggjur. Ég vona bara að dómaranir sjái sannleikann. Ég er kappakstursökumaður og geri alltaf mitt besta. Það er mitt starf og ég finn mig vel í því. Núna einbeiti ég mér að næstu keppni og stefni á sigur," sagði Hamilton í dag, eftir að hafa borið vitni í áfrýjunarmáli McLaren gegn dómurum á Spa mótinu í Belgíu. Hamilton keppir í Singapúr um næstu helgi og þá verður ekið á götum borgarinnar að næturlagi. Verður mótið flóðlýst og er það í fyrsta skipti sem keppni af því tagi fer fram. Ef dómurinn frá Spa stendur óbreyttur þá er Hamilton aðeins með eins stigs forskot á Felipe Massa í stigakeppni ökumanna. Ef áfrýjun Hamilton verður tekin til greina og dómurinn felldur úr gildi, þá verður Hamilton með sjö stiga forskot þegar fjórum mótum er ólokið. Sjá nánar á www.kappakstur.is
Formúla Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira