Fjármálafyrirtækin rjúka upp á Wall Street 19. september 2008 13:36 „Kaupa, kaupa, nei ...selja, selja, selja....nei, kaupa!" gæti þessi verðbréfamiðlari á Wall Street verið að hrópa í dag. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Me og Freddie Mac sem enn eru í eigu almennra fjárfesta ruku upp um tæp hundrað prósent við upphaf viðskipta á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengi annarra fjármálafyrirtækja beggja vegna Atlantsála hefur sömuleiðis hækkað mikið eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu að þau væru að búa til nokkurskonar ruslatunnu fyrir svokölluð undirmálslán og önnur slík útlán sem nú eru næsta verðlaus. Stefnt er að því að búa til sjóð vestra sem sem á að kaupa þessi lán af bönkunum. Þá ætla bæði Bandaríkjamenn og Bretar að banna skortsölur með hlutabréf. Seðlabankar víða um heim hafa auk þess dælt miklu magni peninga inn á fjármálamarkaði til að leysa úr lausafjárþurrðinni, sem plagað hefur fjármálamarkaði frá í fyrrasumar. Bandarískir ríkið tók yfir mestan hluta fasteignalánasjóðanna í byrjun mánaðar og hrundi gengi þeirra um rúm níutíu prósent. Gengi hlutabréfa þeirra telur nú í sentum í stað tugum dala líkt og fyrir nokkrum mánuðum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkað um 2,48 prósent og Nasdaq-vísitalan um 5,11 prósent í byrjun dag. Þetta er svipuð hækkun og á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Me og Freddie Mac sem enn eru í eigu almennra fjárfesta ruku upp um tæp hundrað prósent við upphaf viðskipta á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengi annarra fjármálafyrirtækja beggja vegna Atlantsála hefur sömuleiðis hækkað mikið eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu að þau væru að búa til nokkurskonar ruslatunnu fyrir svokölluð undirmálslán og önnur slík útlán sem nú eru næsta verðlaus. Stefnt er að því að búa til sjóð vestra sem sem á að kaupa þessi lán af bönkunum. Þá ætla bæði Bandaríkjamenn og Bretar að banna skortsölur með hlutabréf. Seðlabankar víða um heim hafa auk þess dælt miklu magni peninga inn á fjármálamarkaði til að leysa úr lausafjárþurrðinni, sem plagað hefur fjármálamarkaði frá í fyrrasumar. Bandarískir ríkið tók yfir mestan hluta fasteignalánasjóðanna í byrjun mánaðar og hrundi gengi þeirra um rúm níutíu prósent. Gengi hlutabréfa þeirra telur nú í sentum í stað tugum dala líkt og fyrir nokkrum mánuðum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkað um 2,48 prósent og Nasdaq-vísitalan um 5,11 prósent í byrjun dag. Þetta er svipuð hækkun og á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira