Bakkavör komið í vaxtargírinn 2. september 2008 15:42 Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Mynd/GVA Bakkavör ætlar að blása í heilmikla söluaukningu á næstu fjórum árum. Þetta segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, í stóru viðtali við breska viðskiptadagblaðið Financial Times í dag. Í blaðinu er farið yfir sögu Bakkavarar allt frá fyrstu dögum þess árið 1986 þegar þeir bræður voru 21 og 19 ára og til mikils vaxtar síðastliðin ár, ekki síst með kaupum á Katsouris Fresh Foods árið 2001, fyrirtækis sem var fimm sinnum stærra en Bakkavör. Þá telur blaðið að Geest, sem Bakkavör keypti árið 2005, hafi verið um þrisvar til fjórum sinnum stærra. Segir Ágúst Bakkavör óhrætt við að kaupa stærri fyrirtæki en félagið sé. Ágúst segir stefnuna setta á frekari vöxt í framtíðinni og spáir því að sala muni fara úr 1,5 milljörðum punda á síðasta ári í fjóra milljarða árið 2012. Í blaðinu segir að þótt þetta virðist stórir draumar þá hafi sala fyrirtækisins tífaldast á árabilinu 2004 til síðasta árs. Ágúst segir mikla vaxtarmöguleika í Kína. Þar sé eftirspurnin gríðarleg og miklir möguleikar. Bakkavör setti fótinn inn fyrir dyr kínverska drekans fyrir þremur árum. „Við erum mjög spennt fyrir tækifærunum þar," segir Ágúst. Þá er bent á að Bakkavör hafi tekið tæpan ellefu prósenta hlut í írska samlokuframleiðandanum Greencore fyrr á þessu ári. Gengi bréfanna hafi hrunið í kjölfarið og Bakkavör tapað 46,2 milljónum punda á stöðunni. Ágúst telur gengið jafna sig til lengri tíma. Ýjað er að því að Bakkavör stefni á yfirtöku á Greencore en félagið jók hægt og bítandi stöðu sína í Geest áður en yfirtökutilboð var lagt fram. Ágúst bendir á að yfirtökur krefjist útgáfu nýr hlutafjár. Blaðið bendir á að bræðurnir eigi 45 prósenta hlut í fjármálaþjónustufyrirtækinu Exista sem aftur sitji á 39,6 prósenta hlut í Bakkavör. Við hlutafjáraukningu, sem gæti orðið í kjölfar nýrrar yfirtöku, sé hætt við að hlutafé eigenda í Bakkavör þynnist. Exista vilji ekki horfa upp á hlutafjáreignina í Bakkavör minnka og því muni félagið koma í veg fyrir slíkt með öllum hætti, svo sem með sölu eigna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Bakkavör ætlar að blása í heilmikla söluaukningu á næstu fjórum árum. Þetta segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, í stóru viðtali við breska viðskiptadagblaðið Financial Times í dag. Í blaðinu er farið yfir sögu Bakkavarar allt frá fyrstu dögum þess árið 1986 þegar þeir bræður voru 21 og 19 ára og til mikils vaxtar síðastliðin ár, ekki síst með kaupum á Katsouris Fresh Foods árið 2001, fyrirtækis sem var fimm sinnum stærra en Bakkavör. Þá telur blaðið að Geest, sem Bakkavör keypti árið 2005, hafi verið um þrisvar til fjórum sinnum stærra. Segir Ágúst Bakkavör óhrætt við að kaupa stærri fyrirtæki en félagið sé. Ágúst segir stefnuna setta á frekari vöxt í framtíðinni og spáir því að sala muni fara úr 1,5 milljörðum punda á síðasta ári í fjóra milljarða árið 2012. Í blaðinu segir að þótt þetta virðist stórir draumar þá hafi sala fyrirtækisins tífaldast á árabilinu 2004 til síðasta árs. Ágúst segir mikla vaxtarmöguleika í Kína. Þar sé eftirspurnin gríðarleg og miklir möguleikar. Bakkavör setti fótinn inn fyrir dyr kínverska drekans fyrir þremur árum. „Við erum mjög spennt fyrir tækifærunum þar," segir Ágúst. Þá er bent á að Bakkavör hafi tekið tæpan ellefu prósenta hlut í írska samlokuframleiðandanum Greencore fyrr á þessu ári. Gengi bréfanna hafi hrunið í kjölfarið og Bakkavör tapað 46,2 milljónum punda á stöðunni. Ágúst telur gengið jafna sig til lengri tíma. Ýjað er að því að Bakkavör stefni á yfirtöku á Greencore en félagið jók hægt og bítandi stöðu sína í Geest áður en yfirtökutilboð var lagt fram. Ágúst bendir á að yfirtökur krefjist útgáfu nýr hlutafjár. Blaðið bendir á að bræðurnir eigi 45 prósenta hlut í fjármálaþjónustufyrirtækinu Exista sem aftur sitji á 39,6 prósenta hlut í Bakkavör. Við hlutafjáraukningu, sem gæti orðið í kjölfar nýrrar yfirtöku, sé hætt við að hlutafé eigenda í Bakkavör þynnist. Exista vilji ekki horfa upp á hlutafjáreignina í Bakkavör minnka og því muni félagið koma í veg fyrir slíkt með öllum hætti, svo sem með sölu eigna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira