Sigur hjá Massa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2008 14:10 Felipe Massa fagnar sigri í dag. Nordic Photos / AFP Felipe Massa vann í dag sigur í franska kappakstrinum í Formúlu 1 þökk sé vandræðum sem félagi hans hjá Ferrari, Kimi Raikkönen, lenti í. Raikkönen var í forystu lengst af í keppninni þegar að púströr brotnaði. Forysta hans var þó nægilega góð til að hann gæti haldið öðru sætinu. Jarno Trulli varð í þriðja sæti sem er besti árangur Toyota á keppnistímabilinu. Lewis Hamilton náði sér ekki í stig í dag þar sem hann byrjaði þrettándi á ráspól vegna refsingar sem hann tók út í dag. Hann varð í tíunda sæti. Massa tók þar með forystuna í stigakeppni ökumanna en hann er með tveggja stiga forystu á Robert Kubica. Hann varð í fimmta sæti í dag, á eftir Heikki Kovalainen. Massa er með 48 stig í stigakeppninni. Kimi Raikkönen er þriðji í stigakeppninni, fimm stigum á eftir Massa, og Hamilton kemur næstur, tíu stigum á eftir forystumanninnum. Ferrari er með sautján stiga forystu á BMW í stigakeppni bílasmiða. McLaren er 33 stigum á eftir Ferrari. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa vann í dag sigur í franska kappakstrinum í Formúlu 1 þökk sé vandræðum sem félagi hans hjá Ferrari, Kimi Raikkönen, lenti í. Raikkönen var í forystu lengst af í keppninni þegar að púströr brotnaði. Forysta hans var þó nægilega góð til að hann gæti haldið öðru sætinu. Jarno Trulli varð í þriðja sæti sem er besti árangur Toyota á keppnistímabilinu. Lewis Hamilton náði sér ekki í stig í dag þar sem hann byrjaði þrettándi á ráspól vegna refsingar sem hann tók út í dag. Hann varð í tíunda sæti. Massa tók þar með forystuna í stigakeppni ökumanna en hann er með tveggja stiga forystu á Robert Kubica. Hann varð í fimmta sæti í dag, á eftir Heikki Kovalainen. Massa er með 48 stig í stigakeppninni. Kimi Raikkönen er þriðji í stigakeppninni, fimm stigum á eftir Massa, og Hamilton kemur næstur, tíu stigum á eftir forystumanninnum. Ferrari er með sautján stiga forystu á BMW í stigakeppni bílasmiða. McLaren er 33 stigum á eftir Ferrari.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira