Einkavædd lögregluverkefni Jón Kaldal skrifar 1. ágúst 2008 09:00 Hugmynd Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um að fækka lögregluembættum á landinu er góð. Það var mikið framfararskref fyrir löggæslu á landsbyggðinni þegar embættunum var fækkað úr 26 í 15 í ársbyrjun 2007. Á sama tíma voru stofnaðar sjö sérstakar rannsóknardeildir um allt land, en rannsóknir og sérhæfing innan lögregluliðsins höfðu um árabil liðið fyrir fjölda og smæð embættanna. Stofnun rannsóknardeildanna sjö sýndi hvert hugur löggæsluyfirvalda stefndi. Enn frekari fækkun embætta er rökrétt framhald af góðri reynslu af starfsemi þeirra. Einn af mörgum kostum við færri og stærri embætti er að þeim á að fylgja fækkun yfirmanna og fjölgun almennra lögreglumanna. Án þess að á nokkurn hátt sé gert lítið úr störfum þeirra lögreglumanna sem sinna skyldum sínum við skrifborðið, leikur lítill vafi á því að grunnvinna löggæslunnar er unnin á götum og vegum úti. Fækkun embætta átti að efla þann þátt enda var tekið fram við breytingar á umdæmunum 2007 að engum lögreglustöðvum yrði lokað og markmiðið væri að auka löggæsluna. Sú hefur hins vegar ekki orðið raunin á höfuðborgarsvæðinu. Gamlar og grónar lögreglustöðvar í Kópavogi og Hafnarfirði eru nú til dæmis lokaðar á kvöldin og um helgar. Eins og gefur að skilja þykir bæjarbúum það ekki skref fram á við. Lögreglumenn sjást þar mun sjaldnar á ferð og þykja hafa fjarlægst íbúa. Þjónustunni hefur sem sagt hrakað, þvert á yfirlýst markmið löggæsluyfirvalda. Markmið þessi má lesa um í Löggæsluáætlun 2007-2011, sem dómsmálaráðuneytið gaf út í fyrravor. Þar er efling nærþjónustu lögreglunnar ofarlega á blaði eins og sjá má á þessum kaflaheitum: „Efling sýnilegrar löggæslu - aukin öryggistilfinning fólks", „Hverfislöggæsla, þjónusta og öryggi" og „Þjónusta og samstarf". Í síðastnefnda kaflanum má segja að stefnan sé fönguð í hnotskurn með þessum orðum: „Lögreglan verður að geta brugðist við breytilegum þörfum samfélagsins og einstaklinga. Krafa almennings hin síðari ár hefur verið að lögreglan sé sýnilegri en áður og að svokölluð hverfa- og grenndarlöggæsla verði efld." Það er örugglega ekki til marks um góðan árangur lögreglunnar við að uppfylla þessi markmið þegar hvert sveitarfélagið á fætur öðru á höfuðborgarsvæðinu telur sig nauðbeygt til að bjóða út hverfagæslu til einkafyrirtækja í forvarnaskyni gegn innbrotum og skemmdarverkum. Dómsmálaráðherra hefur fagnað aðkomu einkafyrirtækjanna. Hann þarf að svara hvort fallið hafi verið frá fjórtán mánaða gömlum markmiðum Löggæsluáætlunar 2007-2011. Ef sú er raunin er ekki hægt að draga af því aðra ályktun en að ákveðið hafi verið að einkavæða verkefni sem áður voru á könnu lögreglunnar. Það er ekki til of mikils mælst að undanfari slíkrar stefnubreytingar sé opinská umræða. Núverandi aðferð, að sveitarfélögin neyðist til þess að taka að sér störf sem lögreglan getur ekki sinnt vegna fjárskorts, er ekki boðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Hugmynd Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um að fækka lögregluembættum á landinu er góð. Það var mikið framfararskref fyrir löggæslu á landsbyggðinni þegar embættunum var fækkað úr 26 í 15 í ársbyrjun 2007. Á sama tíma voru stofnaðar sjö sérstakar rannsóknardeildir um allt land, en rannsóknir og sérhæfing innan lögregluliðsins höfðu um árabil liðið fyrir fjölda og smæð embættanna. Stofnun rannsóknardeildanna sjö sýndi hvert hugur löggæsluyfirvalda stefndi. Enn frekari fækkun embætta er rökrétt framhald af góðri reynslu af starfsemi þeirra. Einn af mörgum kostum við færri og stærri embætti er að þeim á að fylgja fækkun yfirmanna og fjölgun almennra lögreglumanna. Án þess að á nokkurn hátt sé gert lítið úr störfum þeirra lögreglumanna sem sinna skyldum sínum við skrifborðið, leikur lítill vafi á því að grunnvinna löggæslunnar er unnin á götum og vegum úti. Fækkun embætta átti að efla þann þátt enda var tekið fram við breytingar á umdæmunum 2007 að engum lögreglustöðvum yrði lokað og markmiðið væri að auka löggæsluna. Sú hefur hins vegar ekki orðið raunin á höfuðborgarsvæðinu. Gamlar og grónar lögreglustöðvar í Kópavogi og Hafnarfirði eru nú til dæmis lokaðar á kvöldin og um helgar. Eins og gefur að skilja þykir bæjarbúum það ekki skref fram á við. Lögreglumenn sjást þar mun sjaldnar á ferð og þykja hafa fjarlægst íbúa. Þjónustunni hefur sem sagt hrakað, þvert á yfirlýst markmið löggæsluyfirvalda. Markmið þessi má lesa um í Löggæsluáætlun 2007-2011, sem dómsmálaráðuneytið gaf út í fyrravor. Þar er efling nærþjónustu lögreglunnar ofarlega á blaði eins og sjá má á þessum kaflaheitum: „Efling sýnilegrar löggæslu - aukin öryggistilfinning fólks", „Hverfislöggæsla, þjónusta og öryggi" og „Þjónusta og samstarf". Í síðastnefnda kaflanum má segja að stefnan sé fönguð í hnotskurn með þessum orðum: „Lögreglan verður að geta brugðist við breytilegum þörfum samfélagsins og einstaklinga. Krafa almennings hin síðari ár hefur verið að lögreglan sé sýnilegri en áður og að svokölluð hverfa- og grenndarlöggæsla verði efld." Það er örugglega ekki til marks um góðan árangur lögreglunnar við að uppfylla þessi markmið þegar hvert sveitarfélagið á fætur öðru á höfuðborgarsvæðinu telur sig nauðbeygt til að bjóða út hverfagæslu til einkafyrirtækja í forvarnaskyni gegn innbrotum og skemmdarverkum. Dómsmálaráðherra hefur fagnað aðkomu einkafyrirtækjanna. Hann þarf að svara hvort fallið hafi verið frá fjórtán mánaða gömlum markmiðum Löggæsluáætlunar 2007-2011. Ef sú er raunin er ekki hægt að draga af því aðra ályktun en að ákveðið hafi verið að einkavæða verkefni sem áður voru á könnu lögreglunnar. Það er ekki til of mikils mælst að undanfari slíkrar stefnubreytingar sé opinská umræða. Núverandi aðferð, að sveitarfélögin neyðist til þess að taka að sér störf sem lögreglan getur ekki sinnt vegna fjárskorts, er ekki boðleg.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun