Hvert stefnir gengið? Þorvaldur Gylfason skrifar 27. nóvember 2008 06:00 Er hægt að sjá fjármálakreppur fyrir? Já, með því að telja byggingarkranana. Ef þeir eru orðnir ískyggilega margir eins og í Bangkok 1996 og í Reykjavík 2006, þá er klár hætta á kreppu. Sumarið 2007 kom hingað til lands einn fremsti fjármálakreppufræðingur heims, Robert Z. Aliber, hagfræðiprófessor í Chicago. Hann kastaði lauslegri tölu á alla byggingarkranana í Reykjavík og nærsveitum og sagði: ég gef ykkur eitt ár. Hann reyndist hafa á réttu að standa. Gengisfölsunarfélagið er gjaldþrotaÍ Taílandi féll gengi batsins um helming í fjármálakreppunni þar austur frá 1997, en helmingur gengisfallsins gekk síðan til baka. Taíland rétti úr kútnum á fáeinum árum. Þetta er algengt munstur í fjármálakreppum. Gengi krónunnar hefur nú fallið um tvo þriðju og á trúlega eftir að falla enn meira, þegar krónan verður sett aftur á flot samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Síðan mun gengið væntanlega rísa aftur upp við dogg, en hversu mikið og á hversu löngum tíma er ógerningur að segja. Mér þykir líklegt, að gengi krónunnar verði um helmingi lægra eða þar um bil, þegar um hægist, en það var fyrir kreppu.Ég reisi þá skoðun m.a. á rannsóknum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ef stjórnvöld reyna að hverfa aftur til hágengisstefnu fyrri tíðar, gæti gengisfallið um tíma orðið minna en ég geri ráð fyrir. Mér sýnist þó, að gamla gengisfölsunarfélagið sé nú loksins komið í þrot vegna þess, að hágengisstefna með gamla laginu útheimtir greiðan aðgang að erlendu lánsfé. Nú er lánstraust Íslands þrotið eða í öllu falli mun minna en áður, svo að rétt gengisskráning kemur ein til greina. Annað er ekki í boði. Raunhæf gengisskráning mun hamla innflutningi og renna styrkari stoðum undir útflutning, sem þjóðin þarf nú sem aldrei fyrr á að halda til að efla atvinnu, treysta innviði, standa skil á erlendum skuldum og renna stoðum undir batnandi lífskjör í framtíðinni. Verkahringur AlþjóðagjaldeyrissjóðsinsAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur að undanförnu fært út kvíarnar til að svara kalli og kröfum tímans. Hann gætir sín nú betur en áður á að miða efnahagsráðgjöf sína við hvort tveggja í senn: að leysa skammtímavandann, sem við er að glíma á hverjum stað, til dæmis gjaldeyriskreppu eða fjármálakreppu, og treysta um leið hagvaxtargetu þjóðarbúsins til langs tíma litið. Sjóðurinn er þó litblindur í pólitík og verður að vera það. Stjórnmálakreppur eru ekki í verkahring sjóðsins.Þessu er nauðsynlegt að halda til haga vegna þess, að gagnrýnendur sjóðsins lýsa honum iðulega sem alþjóðlegri efnahagslögreglu, sem valtar yfir grunlaus aðildarlönd og neyðir þau í nafni vafasamrar hugmyndafræði til að gera ráðstafanir, sem þau myndu ekki grípa til af fúsum og frjálsum vilja. Þessi gagnrýni á sjóðinn er að minni hyggju misráðin. Hagfræðingar sjóðsins eru ekki í pólitík og verða að beygja sig undir stjórnmálin á hverjum stað, hvort sem þeim líkar það vel eða illa.Allajafna skiptir sjóðurinn sér til dæmis ekki af því, hvort stjórnvöld hækka skatta og aðrar álögur eða draga úr útgjöldum ríkis og byggða til að ná endum saman. Það er innanríkismál og kemur sjóðnum ekki við. Sjóðurinn ætlast til þess eins, að endarnir nái saman. Lárétt rennibraut í boðiSjóðurinn getur ekki heldur skipt sér af því, hvort Ísland gengur í Evrópusambandið og tekur upp evru eða ekki. Ákvörðun um það er íslenzkt innanríkismál og kemur sjóðnum ekki við. Hefði ríkisstjórnin sagt við fulltrúa sjóðsins, að hún ætlaði að sækja um aðild að ESB og taka upp evruna við fyrstu hentugleika, þá hefði sjóðurinn þurft að lúta þeirri ákvörðun og taka mið af henni. Og þá er ekki víst, að ákveðið hefði verið að setja krónuna aftur á flot eins og gert var og taka þá áhættu, að krónan eigi eftir að falla talsvert til viðbótar við það gengisfall, sem orðið er. Þá hefði komið til greina að festa gengi krónunnar til dæmis í 150 krónum á hverja evru, nota aukinn gjaldeyrisforða Seðlabankans til að halda genginu föstu þar eða þar um bil og smíða þannig lárétta rennibraut inn í ESB og Myntbandalag Evrópu líkt og Eystrasaltslöndin gerðu snemma á síðasta áratug til að búa sig undir inngöngu í ESB og upptöku evrunnar við fyrstu hentugleika. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa ljáð máls á þessum kosti. Hann er enn í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Er hægt að sjá fjármálakreppur fyrir? Já, með því að telja byggingarkranana. Ef þeir eru orðnir ískyggilega margir eins og í Bangkok 1996 og í Reykjavík 2006, þá er klár hætta á kreppu. Sumarið 2007 kom hingað til lands einn fremsti fjármálakreppufræðingur heims, Robert Z. Aliber, hagfræðiprófessor í Chicago. Hann kastaði lauslegri tölu á alla byggingarkranana í Reykjavík og nærsveitum og sagði: ég gef ykkur eitt ár. Hann reyndist hafa á réttu að standa. Gengisfölsunarfélagið er gjaldþrotaÍ Taílandi féll gengi batsins um helming í fjármálakreppunni þar austur frá 1997, en helmingur gengisfallsins gekk síðan til baka. Taíland rétti úr kútnum á fáeinum árum. Þetta er algengt munstur í fjármálakreppum. Gengi krónunnar hefur nú fallið um tvo þriðju og á trúlega eftir að falla enn meira, þegar krónan verður sett aftur á flot samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Síðan mun gengið væntanlega rísa aftur upp við dogg, en hversu mikið og á hversu löngum tíma er ógerningur að segja. Mér þykir líklegt, að gengi krónunnar verði um helmingi lægra eða þar um bil, þegar um hægist, en það var fyrir kreppu.Ég reisi þá skoðun m.a. á rannsóknum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ef stjórnvöld reyna að hverfa aftur til hágengisstefnu fyrri tíðar, gæti gengisfallið um tíma orðið minna en ég geri ráð fyrir. Mér sýnist þó, að gamla gengisfölsunarfélagið sé nú loksins komið í þrot vegna þess, að hágengisstefna með gamla laginu útheimtir greiðan aðgang að erlendu lánsfé. Nú er lánstraust Íslands þrotið eða í öllu falli mun minna en áður, svo að rétt gengisskráning kemur ein til greina. Annað er ekki í boði. Raunhæf gengisskráning mun hamla innflutningi og renna styrkari stoðum undir útflutning, sem þjóðin þarf nú sem aldrei fyrr á að halda til að efla atvinnu, treysta innviði, standa skil á erlendum skuldum og renna stoðum undir batnandi lífskjör í framtíðinni. Verkahringur AlþjóðagjaldeyrissjóðsinsAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur að undanförnu fært út kvíarnar til að svara kalli og kröfum tímans. Hann gætir sín nú betur en áður á að miða efnahagsráðgjöf sína við hvort tveggja í senn: að leysa skammtímavandann, sem við er að glíma á hverjum stað, til dæmis gjaldeyriskreppu eða fjármálakreppu, og treysta um leið hagvaxtargetu þjóðarbúsins til langs tíma litið. Sjóðurinn er þó litblindur í pólitík og verður að vera það. Stjórnmálakreppur eru ekki í verkahring sjóðsins.Þessu er nauðsynlegt að halda til haga vegna þess, að gagnrýnendur sjóðsins lýsa honum iðulega sem alþjóðlegri efnahagslögreglu, sem valtar yfir grunlaus aðildarlönd og neyðir þau í nafni vafasamrar hugmyndafræði til að gera ráðstafanir, sem þau myndu ekki grípa til af fúsum og frjálsum vilja. Þessi gagnrýni á sjóðinn er að minni hyggju misráðin. Hagfræðingar sjóðsins eru ekki í pólitík og verða að beygja sig undir stjórnmálin á hverjum stað, hvort sem þeim líkar það vel eða illa.Allajafna skiptir sjóðurinn sér til dæmis ekki af því, hvort stjórnvöld hækka skatta og aðrar álögur eða draga úr útgjöldum ríkis og byggða til að ná endum saman. Það er innanríkismál og kemur sjóðnum ekki við. Sjóðurinn ætlast til þess eins, að endarnir nái saman. Lárétt rennibraut í boðiSjóðurinn getur ekki heldur skipt sér af því, hvort Ísland gengur í Evrópusambandið og tekur upp evru eða ekki. Ákvörðun um það er íslenzkt innanríkismál og kemur sjóðnum ekki við. Hefði ríkisstjórnin sagt við fulltrúa sjóðsins, að hún ætlaði að sækja um aðild að ESB og taka upp evruna við fyrstu hentugleika, þá hefði sjóðurinn þurft að lúta þeirri ákvörðun og taka mið af henni. Og þá er ekki víst, að ákveðið hefði verið að setja krónuna aftur á flot eins og gert var og taka þá áhættu, að krónan eigi eftir að falla talsvert til viðbótar við það gengisfall, sem orðið er. Þá hefði komið til greina að festa gengi krónunnar til dæmis í 150 krónum á hverja evru, nota aukinn gjaldeyrisforða Seðlabankans til að halda genginu föstu þar eða þar um bil og smíða þannig lárétta rennibraut inn í ESB og Myntbandalag Evrópu líkt og Eystrasaltslöndin gerðu snemma á síðasta áratug til að búa sig undir inngöngu í ESB og upptöku evrunnar við fyrstu hentugleika. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa ljáð máls á þessum kosti. Hann er enn í boði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun