Vandinn lá í stefnunni Sighvatur Björgvinsson skrifar 29. nóvember 2008 06:00 Umræðan Bankahrunið Um stöðuna í þjóðmálunum núna þá er full ástæða til þess að vara við. Fólk er reitt, kvíðið, óöruggt og vantreystir öllu og öllum. Undirtónninn er háskalegur. Kröfur sem eru tilræði við réttarríkið komast á kreik; um ákærur án þess að skýrt sakarefni liggi fyrir. Að einhver skipi einhverja í ríkisstjórn, sem ekki þurfi að styðjast við þingræði. Að nafngreindir séu tilteknir sökudólgar sem svo axli áföllin. Við skulum gera okkur grein fyrir því að ábyrgðin á óförunum liggur hjá miklu fleirum en einhverjum 20 eða 30 einstaklingum. Fólk gat ekki séð bankahrunið fyrirfram en allt annað blasti við. „Góðærið“ var búið til með því að nýta sér sparifé annarra þjóða. Á fimm árum urðu íslensk heimili skuldsettustu heimili í víðri veröld. Íslendingar pöntuðu fleiri nýja Land-Cruser jeppa en nokkur önnur þjóð í heiminum að Rússum undanteknum; allt á lánum. Þúsundir íbúða voru byggðar með innflutningi vinnuafls frá útlöndum, kostaðar með innflutningi lánsfjár frá útlöndum - og boðnar til kaups gegn lánveitingum frá útlöndum. Hélt fólk að þetta gæti gengið svona áfram? Menn vissu betur - en vildu ekki vita. Margir vöruðu við - en fáir vildu hlusta. Ekkert gat stöðvað framrásina. Íslendingar voru bestir í öllu. Þjóðin sýndi fingurinn og sagði “fokk jú” við alla þá erlenda aðila, sem vöruðu við. Og hvað um Íslendinga, sem það gerðu? Var hlustað á þá, t.d. Steingrím Sigfússon, sem varaði við yfirlýsingum um að boðið yrði upp á 90% lán til íbúðakaupa? Á Þorvald Gylfason, sem varaði reglulega við skuldasöfnuninni í fjölmiðlum? Á Össur, sem árið 2004 sagði að Íslendingar sætu á „tifandi tímasprengju“? Á þá, sem sögðu varhugavert að lækka skatta í þenslunni? Á Vilhjálm Egilsson, sem varaði ítrekað við því að haldið væri uppi háum vaxtamun milli Íslands og útlanda, sem leiða myndi til óstöðvandi innflutnings lánsfjár í erlendum gjaldeyri og allt of hás gengis krónunnar - og síðan til hruns? Lagði þjóðin við hlustir? Eða fjölmiðlarnir? Stefnan, sem fylgt var, hún var líka innflutt frá útlöndum eins og lánsféð - þ.e. hin óhefta frjálsa markaðshyggja. „Hin dauða hönd ríkisins“ mátti hvergi koma nærri. „Hinn frjálsi markaður leiðréttir sig sjálfur“. Umfram allt bar að forðast vöxt „hins opinbera eftirlitsiðnaðar“. Þarf að rifja þetta upp? Hvernig stóð á því að þessi óhefta markaðshyggja náði slíkri fótfestu á Íslandi - langt umfram það sem gerðist í öðrum ríkjum Evrópu? Að hluta til vegna þess að þjóðin kaus hana yfir sig. Að hluta til vegna þess að þjóðin umbar hana. Við getum nefnt nokkra fánabera þessarar stjórnmálastefnu; fánabera, sem nú hafa hljótt um sig. Stór hluti þjóðarinnar studdi þá. Aðrir „kóuðu“ með. Sökin er hins vegar ekki fyrst og fremst þeirra. Þeir voru bara fánaberar. Örlögunum réði sú stjórnmálastefna, sem fylgt var. Þess vegna ber okkur nú ekki síður að ræða um pólitík en um einstaklinga þegar við ræðum um sakarefni. Hrun fyrrum Austantjaldsríkja var ekki bara sök Stalíns og Brésnefs og þeirra nóta heldur ekki síður þeirrar stefnu hverrar fánaberar þeir voru - kommúnismans. Hrun okkar Íslendinga var ekki fyrst og fremst orsakað af þeim einstaklingum, sem verið hafa fánaberar hins óhefta markaðsbúskapar og þjóðin lyfti til áhrifa - heldur fyrst og fremst af stefnunni sjálfri. Og útrásar „víkingarnir“ - ævintýramennirnir sem þjóðin er nú að þrífa upp skítinn eftir? Hverjir gáfu þeim „víkingsnafnið“? Hverjir töldu þá hafa hið sanna „víkingablóð“ í æðum - vera sanna Íslendinga? Hver voru viðbrögðin þegar forstöðumaður greiningardeildar Danske bank og aðrir „illgjarnir” og „öfundsjúkir” útlendingar leyfðu sér að gagnrýna þá? Hver hefðu viðbrögðin orðið hjá þjóðinni ef „hin dauða hönd ríkisins“ hefði stoppað þá af? Heil kynslóð ungra og velmenntaðra Íslendinga lifði í skjóli þeirra í þeirri Séð-og-heyrt tilveru, sem einna helst líktist hinni ýktu mynd af aðdragandanum að hruni Weimarlýðveldisins, sem söngleikurinn Kabarett dró upp. Þjóðin hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli, það er satt og rétt. En miklu fleiri deila þar sök en bara vonda fólkið á Alþingi. Nürnberg-réttarhöld yfir einhverjum fáum klára ekki málið. Það einfaldlega má ekki gerast að uppgjörið verði einungis fólgið í því að einhverjum millistjórnanda verði varpað á bálið eins og gerðist í olíufélagahneykslinu og þar með teljist málinu vera lokið. Við öll, sem myndum þessa þjóð, verðum að horfast í augu við okkur sjálf og gera okkur grein fyrir að við berum hvert og eitt hluta af þessari sök. Sumir með því bókstaflega að hafa valdið áfallinu, aðrir með því að hafa meðvirkað og enn aðrir með því að hafa ekki viljað hlusta - eða ekki þorað að tala. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Umræðan Bankahrunið Um stöðuna í þjóðmálunum núna þá er full ástæða til þess að vara við. Fólk er reitt, kvíðið, óöruggt og vantreystir öllu og öllum. Undirtónninn er háskalegur. Kröfur sem eru tilræði við réttarríkið komast á kreik; um ákærur án þess að skýrt sakarefni liggi fyrir. Að einhver skipi einhverja í ríkisstjórn, sem ekki þurfi að styðjast við þingræði. Að nafngreindir séu tilteknir sökudólgar sem svo axli áföllin. Við skulum gera okkur grein fyrir því að ábyrgðin á óförunum liggur hjá miklu fleirum en einhverjum 20 eða 30 einstaklingum. Fólk gat ekki séð bankahrunið fyrirfram en allt annað blasti við. „Góðærið“ var búið til með því að nýta sér sparifé annarra þjóða. Á fimm árum urðu íslensk heimili skuldsettustu heimili í víðri veröld. Íslendingar pöntuðu fleiri nýja Land-Cruser jeppa en nokkur önnur þjóð í heiminum að Rússum undanteknum; allt á lánum. Þúsundir íbúða voru byggðar með innflutningi vinnuafls frá útlöndum, kostaðar með innflutningi lánsfjár frá útlöndum - og boðnar til kaups gegn lánveitingum frá útlöndum. Hélt fólk að þetta gæti gengið svona áfram? Menn vissu betur - en vildu ekki vita. Margir vöruðu við - en fáir vildu hlusta. Ekkert gat stöðvað framrásina. Íslendingar voru bestir í öllu. Þjóðin sýndi fingurinn og sagði “fokk jú” við alla þá erlenda aðila, sem vöruðu við. Og hvað um Íslendinga, sem það gerðu? Var hlustað á þá, t.d. Steingrím Sigfússon, sem varaði við yfirlýsingum um að boðið yrði upp á 90% lán til íbúðakaupa? Á Þorvald Gylfason, sem varaði reglulega við skuldasöfnuninni í fjölmiðlum? Á Össur, sem árið 2004 sagði að Íslendingar sætu á „tifandi tímasprengju“? Á þá, sem sögðu varhugavert að lækka skatta í þenslunni? Á Vilhjálm Egilsson, sem varaði ítrekað við því að haldið væri uppi háum vaxtamun milli Íslands og útlanda, sem leiða myndi til óstöðvandi innflutnings lánsfjár í erlendum gjaldeyri og allt of hás gengis krónunnar - og síðan til hruns? Lagði þjóðin við hlustir? Eða fjölmiðlarnir? Stefnan, sem fylgt var, hún var líka innflutt frá útlöndum eins og lánsféð - þ.e. hin óhefta frjálsa markaðshyggja. „Hin dauða hönd ríkisins“ mátti hvergi koma nærri. „Hinn frjálsi markaður leiðréttir sig sjálfur“. Umfram allt bar að forðast vöxt „hins opinbera eftirlitsiðnaðar“. Þarf að rifja þetta upp? Hvernig stóð á því að þessi óhefta markaðshyggja náði slíkri fótfestu á Íslandi - langt umfram það sem gerðist í öðrum ríkjum Evrópu? Að hluta til vegna þess að þjóðin kaus hana yfir sig. Að hluta til vegna þess að þjóðin umbar hana. Við getum nefnt nokkra fánabera þessarar stjórnmálastefnu; fánabera, sem nú hafa hljótt um sig. Stór hluti þjóðarinnar studdi þá. Aðrir „kóuðu“ með. Sökin er hins vegar ekki fyrst og fremst þeirra. Þeir voru bara fánaberar. Örlögunum réði sú stjórnmálastefna, sem fylgt var. Þess vegna ber okkur nú ekki síður að ræða um pólitík en um einstaklinga þegar við ræðum um sakarefni. Hrun fyrrum Austantjaldsríkja var ekki bara sök Stalíns og Brésnefs og þeirra nóta heldur ekki síður þeirrar stefnu hverrar fánaberar þeir voru - kommúnismans. Hrun okkar Íslendinga var ekki fyrst og fremst orsakað af þeim einstaklingum, sem verið hafa fánaberar hins óhefta markaðsbúskapar og þjóðin lyfti til áhrifa - heldur fyrst og fremst af stefnunni sjálfri. Og útrásar „víkingarnir“ - ævintýramennirnir sem þjóðin er nú að þrífa upp skítinn eftir? Hverjir gáfu þeim „víkingsnafnið“? Hverjir töldu þá hafa hið sanna „víkingablóð“ í æðum - vera sanna Íslendinga? Hver voru viðbrögðin þegar forstöðumaður greiningardeildar Danske bank og aðrir „illgjarnir” og „öfundsjúkir” útlendingar leyfðu sér að gagnrýna þá? Hver hefðu viðbrögðin orðið hjá þjóðinni ef „hin dauða hönd ríkisins“ hefði stoppað þá af? Heil kynslóð ungra og velmenntaðra Íslendinga lifði í skjóli þeirra í þeirri Séð-og-heyrt tilveru, sem einna helst líktist hinni ýktu mynd af aðdragandanum að hruni Weimarlýðveldisins, sem söngleikurinn Kabarett dró upp. Þjóðin hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli, það er satt og rétt. En miklu fleiri deila þar sök en bara vonda fólkið á Alþingi. Nürnberg-réttarhöld yfir einhverjum fáum klára ekki málið. Það einfaldlega má ekki gerast að uppgjörið verði einungis fólgið í því að einhverjum millistjórnanda verði varpað á bálið eins og gerðist í olíufélagahneykslinu og þar með teljist málinu vera lokið. Við öll, sem myndum þessa þjóð, verðum að horfast í augu við okkur sjálf og gera okkur grein fyrir að við berum hvert og eitt hluta af þessari sök. Sumir með því bókstaflega að hafa valdið áfallinu, aðrir með því að hafa meðvirkað og enn aðrir með því að hafa ekki viljað hlusta - eða ekki þorað að tala. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun