Sparisjóðir í vandræðum vegna gengisfalls Existu 6. ágúst 2008 00:01 Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM), segir að fall Existu hafi átt mikinn þátt í erfiðleikum SPM. Markaðurinn/Pjetur „Miðað við stöðu Sparisjóðs Mýrasýslu um áramót í samanburði við aðra sparisjóði má ætla að fleiri sparisjóðir lendi í vandræðum á næstunni," segir Sveinn Þórarinsson, hjá greiningu Glitnis. Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) á hlut í Existu í gegnum eignarhaldsfélagið Kistu sem er í eigu fjögurra sparisjóða (sjá töflu). SPM á um 10,4 prósenta hlut í Kistu sem á um 7,17 prósent í Existu. Hlutur Kistu var metinn á um 40 milljarða fyrir ári en er nú metinn á um 6,7 milljarða. Exista hefur lækkað um rúmlega 80 prósent á tímabilinu. Nýverið bárust fréttir af því að stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) hyggst auka stofnfé sjóðsins um 2 milljarða króna. Ef það verður samþykkt á fundi stofnfjáreigenda 15. ágúst næstkomandi mun Kaupþing fara með 70 prósenta hlut í bankanum, Borgarbyggð 20 prósent og aðrir 10 prósent. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, segir að ein meginorsökin fyrir erfiðleikum hafi verið að SPM hafi átt stóran hlut í Existu. „Gengisfall á mörkuðum hafði því gríðarleg áhrif," segir hann. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, vonast til þess að þetta muni tryggja áframhaldandi rekstur. „Kaupþing hefur gefið það út að rekstur bankans verði óbreyttur í bili," segir Gísli. Sveinn Þórarinsson telur horfurnar ekki góðar. „Staðan verður mjög erfið fyrir marga sparisjóði í ljósi þess hvað hlutabréfaeign hefur vegið þungt í hagnaði þeirra," segir hann og bendir á að jafnvel séu dæmi um að grunnrekstur sparisjóðanna skili ekki arði. „Það er ekki ólíklegt að það séu frekari sameiningar fram undan þar sem minni sparisjóðir bera ekki þetta mikla gengisfall á hlutabréfum." Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, segir engar samrunaviðræður í gangi þrátt fyrir gengisfall Existu. „Eiginfjárstaða okkar er það góð að við þolum gengisfall á hlutabréfum okkar í Existu," segir hann. „Það er ekki samruni í dag og ekki á morgun," segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, en það eru vissulega alltaf einhverjar hreyfingar og ekkert óeðlilegt að menn tali saman við núverandi efnahagsaðstæður. Markaðir Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
„Miðað við stöðu Sparisjóðs Mýrasýslu um áramót í samanburði við aðra sparisjóði má ætla að fleiri sparisjóðir lendi í vandræðum á næstunni," segir Sveinn Þórarinsson, hjá greiningu Glitnis. Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) á hlut í Existu í gegnum eignarhaldsfélagið Kistu sem er í eigu fjögurra sparisjóða (sjá töflu). SPM á um 10,4 prósenta hlut í Kistu sem á um 7,17 prósent í Existu. Hlutur Kistu var metinn á um 40 milljarða fyrir ári en er nú metinn á um 6,7 milljarða. Exista hefur lækkað um rúmlega 80 prósent á tímabilinu. Nýverið bárust fréttir af því að stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) hyggst auka stofnfé sjóðsins um 2 milljarða króna. Ef það verður samþykkt á fundi stofnfjáreigenda 15. ágúst næstkomandi mun Kaupþing fara með 70 prósenta hlut í bankanum, Borgarbyggð 20 prósent og aðrir 10 prósent. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, segir að ein meginorsökin fyrir erfiðleikum hafi verið að SPM hafi átt stóran hlut í Existu. „Gengisfall á mörkuðum hafði því gríðarleg áhrif," segir hann. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, vonast til þess að þetta muni tryggja áframhaldandi rekstur. „Kaupþing hefur gefið það út að rekstur bankans verði óbreyttur í bili," segir Gísli. Sveinn Þórarinsson telur horfurnar ekki góðar. „Staðan verður mjög erfið fyrir marga sparisjóði í ljósi þess hvað hlutabréfaeign hefur vegið þungt í hagnaði þeirra," segir hann og bendir á að jafnvel séu dæmi um að grunnrekstur sparisjóðanna skili ekki arði. „Það er ekki ólíklegt að það séu frekari sameiningar fram undan þar sem minni sparisjóðir bera ekki þetta mikla gengisfall á hlutabréfum." Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, segir engar samrunaviðræður í gangi þrátt fyrir gengisfall Existu. „Eiginfjárstaða okkar er það góð að við þolum gengisfall á hlutabréfum okkar í Existu," segir hann. „Það er ekki samruni í dag og ekki á morgun," segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, en það eru vissulega alltaf einhverjar hreyfingar og ekkert óeðlilegt að menn tali saman við núverandi efnahagsaðstæður.
Markaðir Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira