Erlent

Hönnuðu tæki sem hermir eftir gerð kóngulóavefja

Hópi þýskra vísindamanna hefur tekist að hanna tæki sem hermir eftir framleiðsluferli kóngulóa á örfínu en ofursterku silki sem kóngulærnar spinna vefi sína úr.

Þessi hönnun er talin geta leitt til framleiðslu á mjög sterkum en fínum þráðum sem nota mætti víða til dæmis við framleiðslu á tækjabúnaði til lækninga.

Greint er frá málinu í nýjasta hefti tímaritsins PNAS en þýski hópurinn segir að hönnun þeirra varpi ljósi á hvernig kóngulær fari að því að búa til vefi sína sem eru fimm sinnum sterkari en stál.

Þrátt fyrir miklar tilraunir á undanförnum árum hefur vísindamönnum aldrei áður tekist að búa til gerfikóngulóasilki í þeim mæli að hægt sé að nýta það.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×