Bankahólfið: Sölutrygging Skeljungs 7. maí 2008 00:01 Coca Cola, Kókdós Glitnir hefur eins og kunnugt er sölutryggt Skeljung, sem er í eigu Fons Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristjánssonar. Lítið fer þó fyrir sölunni enda áhugi fjárfesta lítill í þessu árferði. Það breytir því ekki að Pálmi getur ef hann vill gengið inn í Glitni og sagt stjórnendum bankans að greiða sér fyrirtækið. Unnið er að lausn málsins innan Glitnis, þar sem Pálmi er nú stór fjárfestir meðal annars í gegnum FL Group. Þá var drykkjarvöruverksmiðjan Vífilfell til sölu í um tvo mánuði en þegar á hólminn var komið var fyrirtækið tekið úr sölumeðferð. Umsvifin á þessum markaði hafa dregist saman eins og öðrum. Vilja út úr skemmunniÞað eru fleiri en bankarnir sem þurfa að draga saman seglin. Bílheimar, sem fjárfestingarfélagið Sund á undir merkjum Ingvars Helgasonar, ráðgerði að reisa stóra skemmu á svæði í Hafnarfirði sem kallast Íshella. Þegar er búið að greiða dágóða upphæð inn á reikning verktakafyrirtækisins en nú vilja Bílheimamenn fara sér hægar. Auðvitað eru alls konar afsakanir notaðar en menn eru samt tilbúnir að tapa tugum milljóna til að bakka út úr hundraða milljóna fjárfestingu sem erfitt er að fjármagn í. Svipaða sögu er að segja af Salt Investment, sem er að láta Ístak innrétta fyrir sig tvær hæðir í stóra turninum í Kópavogi. Það þykir ekki eins fýsilegur kostur nú á viðsjárverðum tímum.Bankamenn skiptu litumBíósalurinn nýi í höfuðstöðvum Kaupþings við Borgartún er glæsilegur til fyrirlestra, dimmur eins og lög gera ráð fyrir þegar glærum er varpað á skjá. Þar birti þó til á dögunum þegar erlendir greinendur þráspurðu Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, hvort bankinn ætlaði ekki örugglega að draga enn frekar úr kostnaði á næstunni, meðal annars í starfsmannamálum. Hreiðar Már tók spurningunum vel og sagði markvisst unnið að hagræðingu á öllum sviðum, en betur mætti gera í þeim efnum og það yrði gert. Birti fyrir vikið yfir í salnum, þegar fjölmargir bankamenn skiptu litum, enda ljóst að niðurskurður í launum og fækkun starfsmanna getur orðið æði sársaukafullur fyrir þá sem fyrir verða. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Glitnir hefur eins og kunnugt er sölutryggt Skeljung, sem er í eigu Fons Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristjánssonar. Lítið fer þó fyrir sölunni enda áhugi fjárfesta lítill í þessu árferði. Það breytir því ekki að Pálmi getur ef hann vill gengið inn í Glitni og sagt stjórnendum bankans að greiða sér fyrirtækið. Unnið er að lausn málsins innan Glitnis, þar sem Pálmi er nú stór fjárfestir meðal annars í gegnum FL Group. Þá var drykkjarvöruverksmiðjan Vífilfell til sölu í um tvo mánuði en þegar á hólminn var komið var fyrirtækið tekið úr sölumeðferð. Umsvifin á þessum markaði hafa dregist saman eins og öðrum. Vilja út úr skemmunniÞað eru fleiri en bankarnir sem þurfa að draga saman seglin. Bílheimar, sem fjárfestingarfélagið Sund á undir merkjum Ingvars Helgasonar, ráðgerði að reisa stóra skemmu á svæði í Hafnarfirði sem kallast Íshella. Þegar er búið að greiða dágóða upphæð inn á reikning verktakafyrirtækisins en nú vilja Bílheimamenn fara sér hægar. Auðvitað eru alls konar afsakanir notaðar en menn eru samt tilbúnir að tapa tugum milljóna til að bakka út úr hundraða milljóna fjárfestingu sem erfitt er að fjármagn í. Svipaða sögu er að segja af Salt Investment, sem er að láta Ístak innrétta fyrir sig tvær hæðir í stóra turninum í Kópavogi. Það þykir ekki eins fýsilegur kostur nú á viðsjárverðum tímum.Bankamenn skiptu litumBíósalurinn nýi í höfuðstöðvum Kaupþings við Borgartún er glæsilegur til fyrirlestra, dimmur eins og lög gera ráð fyrir þegar glærum er varpað á skjá. Þar birti þó til á dögunum þegar erlendir greinendur þráspurðu Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, hvort bankinn ætlaði ekki örugglega að draga enn frekar úr kostnaði á næstunni, meðal annars í starfsmannamálum. Hreiðar Már tók spurningunum vel og sagði markvisst unnið að hagræðingu á öllum sviðum, en betur mætti gera í þeim efnum og það yrði gert. Birti fyrir vikið yfir í salnum, þegar fjölmargir bankamenn skiptu litum, enda ljóst að niðurskurður í launum og fækkun starfsmanna getur orðið æði sársaukafullur fyrir þá sem fyrir verða.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira