Staðreyndir í stað stóryrða Hrannar Björn Arnarsson skrifar 12. júní 2008 00:01 Það fór líkt og mig grunaði. Engan finnur Guðni Ágústsson raunverulegan grundvöll fyrir stóryrðum sínum og svikabrigslum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann viðurkennir hins vegar ekki mistök sín og dregur hvorki til baka hinar röngu fullyrðingar um „svik á Ásmundarsamkomulaginu“ né stóryrðin „drottinsvik“, „hundsbit“ eða „lágkúru“ ríkisstjórnarinnar í þessu sambandi. Guðni bætir bara í, virðist stappa niður fótunum um leið og hann skrifar með þjósti, en án raka: „Víst voru þeir sviknir“. Í mínum huga er þetta mál afar einfalt hvað sem líður öllum stóryrðum. Fullyrðingar Guðna um að Ásmundarsamkomulagið hafi verið svikið með ákvörðunum núverandi ríkisstjórnar í lífeyrismálum eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hvergi í þeim texta kemur fram að þróun lífeyris almannatrygginga ætti að miðast við dagvinnutryggingu launafólks, hvað þá að eitthvert slíkt ímyndað viðmið væri ígildi kjarasamnings eins og Guðni heldur fram. Þvert á móti segir skýrt og skorinort í 14. gr. Ásmundarsamkomulagsins að ákvarðanir um endanlegar bætur lífeyrisþega í framhaldinu eigi að ráðast „af ákvæðum laga um almannatryggingar“. Í samræmi við gildandi lög var í upphafi árs ákveðið að hækka lífeyri um 3,3% en sú prósenta var forsenda fjármálaráðuneytisins um launaþróun á árinu við gerð fjárlaga. Um áramótin fengu hins vegar umbjóðendur Alþýðusambands Íslands ekki neinar kjarasamningsbundnar hækkanir, enda var ekki fyrirliggjandi samningur þá. Eftir að kjarasamningur Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður voru forsendur fjármálaráðuneytisins endurreiknaðar til að tryggja lífeyrisþegum sambærilegar hækkanir. Á grundvelli upplýsinga frá Alþýðusambandi Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggur fyrir að meðaltalshækkun lægstu launa samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Vegna þessa bætti ríkisstjórnin við 4% frá 1. febrúar. Á grundvelli laga um almannatryggingar og í samræmi við Ásmundarsamkomulagið hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% frá áramótum, á sama tíma og meðaltalshækkun lægstu launa hjá Alþýðusambandi Íslands var um 7%. Auk þessa hefur ríkisstjórnin síðan tekið ýmiss konar ákvarðanir í lífeyrismálum sem á heilu ári munu færa öldruðum og öryrkjum ríflega 5 milljarða króna til viðbótar. Um 10% þeirrar fjárhæðar má með velvilja rekja til Ásmundarsamkomulagsins, en 90% er hrein viðbót núverandi ríkisstjórnar. Samanlagt nema þessar hækkanir á lífeyri um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngilda um 17% hækkun lífeyrisgreiðslna ef miðað er við árið 2007. Staðreyndin er því sú, hvað sem líður síendurteknum rangfærslum Guðna í þessum málum, að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja á eins skömmum tíma og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það virðist einnig ljóst að hagsmunasamtök aldraðra og öryrkja hugsa ekki sérstaklega hlýtt til þeirra tólf ára sem Framsóknarflokkurinn fór með lífeyrismálin í ríkisstjórn, hvað sem glýju Guðna yfir eigin árangri líður. Hagsmunasamtök lífeyrisþega hafa reyndar séð sérstaka ástæðu til að fagna breyttum tíma í ályktunum enda hafa þau átt afar gott samstarf við okkur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu í því umbótaferli í lífeyrismálum sem nú er hafið. Guðna til heiðurs vitna ég að lokum til ályktunar sambandsstjórnarfundar Landssambands eldri borgara sem haldinn var í síðasta mánuði, en þar var fjallað um lífeyrismálin af þeim sem reynsluna hafa: „Eftir margra ára vanrækslu stjórnvalda er ljóst að það tekur tíma að móta nýjan og nútímalegan farveg.“ Þetta eru orð að sönnu og ég lýsi mig reiðubúinn til uppbyggilegra rökræðna við Guðna um málið, bæði „vanrækslu“-ár Framsóknarflokksins og hinn nýja tíma Samfylkingarinnar. Mér geðjast enda mun betur að staðreyndum en stóryrðum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Það fór líkt og mig grunaði. Engan finnur Guðni Ágústsson raunverulegan grundvöll fyrir stóryrðum sínum og svikabrigslum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann viðurkennir hins vegar ekki mistök sín og dregur hvorki til baka hinar röngu fullyrðingar um „svik á Ásmundarsamkomulaginu“ né stóryrðin „drottinsvik“, „hundsbit“ eða „lágkúru“ ríkisstjórnarinnar í þessu sambandi. Guðni bætir bara í, virðist stappa niður fótunum um leið og hann skrifar með þjósti, en án raka: „Víst voru þeir sviknir“. Í mínum huga er þetta mál afar einfalt hvað sem líður öllum stóryrðum. Fullyrðingar Guðna um að Ásmundarsamkomulagið hafi verið svikið með ákvörðunum núverandi ríkisstjórnar í lífeyrismálum eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hvergi í þeim texta kemur fram að þróun lífeyris almannatrygginga ætti að miðast við dagvinnutryggingu launafólks, hvað þá að eitthvert slíkt ímyndað viðmið væri ígildi kjarasamnings eins og Guðni heldur fram. Þvert á móti segir skýrt og skorinort í 14. gr. Ásmundarsamkomulagsins að ákvarðanir um endanlegar bætur lífeyrisþega í framhaldinu eigi að ráðast „af ákvæðum laga um almannatryggingar“. Í samræmi við gildandi lög var í upphafi árs ákveðið að hækka lífeyri um 3,3% en sú prósenta var forsenda fjármálaráðuneytisins um launaþróun á árinu við gerð fjárlaga. Um áramótin fengu hins vegar umbjóðendur Alþýðusambands Íslands ekki neinar kjarasamningsbundnar hækkanir, enda var ekki fyrirliggjandi samningur þá. Eftir að kjarasamningur Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður voru forsendur fjármálaráðuneytisins endurreiknaðar til að tryggja lífeyrisþegum sambærilegar hækkanir. Á grundvelli upplýsinga frá Alþýðusambandi Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggur fyrir að meðaltalshækkun lægstu launa samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Vegna þessa bætti ríkisstjórnin við 4% frá 1. febrúar. Á grundvelli laga um almannatryggingar og í samræmi við Ásmundarsamkomulagið hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% frá áramótum, á sama tíma og meðaltalshækkun lægstu launa hjá Alþýðusambandi Íslands var um 7%. Auk þessa hefur ríkisstjórnin síðan tekið ýmiss konar ákvarðanir í lífeyrismálum sem á heilu ári munu færa öldruðum og öryrkjum ríflega 5 milljarða króna til viðbótar. Um 10% þeirrar fjárhæðar má með velvilja rekja til Ásmundarsamkomulagsins, en 90% er hrein viðbót núverandi ríkisstjórnar. Samanlagt nema þessar hækkanir á lífeyri um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngilda um 17% hækkun lífeyrisgreiðslna ef miðað er við árið 2007. Staðreyndin er því sú, hvað sem líður síendurteknum rangfærslum Guðna í þessum málum, að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja á eins skömmum tíma og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það virðist einnig ljóst að hagsmunasamtök aldraðra og öryrkja hugsa ekki sérstaklega hlýtt til þeirra tólf ára sem Framsóknarflokkurinn fór með lífeyrismálin í ríkisstjórn, hvað sem glýju Guðna yfir eigin árangri líður. Hagsmunasamtök lífeyrisþega hafa reyndar séð sérstaka ástæðu til að fagna breyttum tíma í ályktunum enda hafa þau átt afar gott samstarf við okkur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu í því umbótaferli í lífeyrismálum sem nú er hafið. Guðna til heiðurs vitna ég að lokum til ályktunar sambandsstjórnarfundar Landssambands eldri borgara sem haldinn var í síðasta mánuði, en þar var fjallað um lífeyrismálin af þeim sem reynsluna hafa: „Eftir margra ára vanrækslu stjórnvalda er ljóst að það tekur tíma að móta nýjan og nútímalegan farveg.“ Þetta eru orð að sönnu og ég lýsi mig reiðubúinn til uppbyggilegra rökræðna við Guðna um málið, bæði „vanrækslu“-ár Framsóknarflokksins og hinn nýja tíma Samfylkingarinnar. Mér geðjast enda mun betur að staðreyndum en stóryrðum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun