Raikkönen sigraði í Barcelona 27. apríl 2008 14:07 Raikkönen og Massa skiluðu sér í efstu sætin í Barcelona NordcPhotos/GettyImages Ferrari-liðið átti góðan dag þegar Kimi Raikkönen sigraði í Barcelona kappakstrinum og félagin hans Felipe Massa varð annar. Lewis Hamilton náði sér aftur á strik og náði þriðja sætinu. Mótið í dag var frekar flatt og lítið um framúrakstur eins og venjulega. Raikkönen var á ráspól í dag og var þetta áttunda árið í röð sem sá sem er á ráspól vinnur sigur í keppninni. Finninn Raikkönen hefur nú náð níu stiga forskoti á Lewis Hamilton í keppni ökuþóra, en sigur hans í dag var aldrei í hættu. Hamilton sótti nokkuð hart að Massa á lokasprettinum en varð að láta sér nægja þriðja sætið. Robert Kubica á BMW varð fjórði, en Fernando Alonso á Renault varð að hætta keppni í fimmta sætinu eftir vélarbilun. Öryggisbíllinn þurfti í tvígang að koma á vettvang eftir óhöpp og lenti Finninn Heikki Kovalainen í ljótum árekstri þegar felga á bíl hans gaf sig með þeim afleiðingum að hann skall á dekkjahrúgu á mikilli ferð. Hann slapp þó að mestu ómeiddur en það tók 10 mínútur að veiða hann út úr bílflakinu. Næsta keppni fer fram í Tyrklandi eftir hálfan mánuð. Átta efstu menn í Spánarkappakstrinum: 1. Kimi Raikkonen (Fin) Ferrari 1 klukkustund 38 mín 19.051 sek 2. Felipe Massa (Brz) (Ferrari) 3.228 sek á eftir 3. Lewis Hamilton (GB) McLaren-Mercedes - 4.187 4. Robert Kubica (Pol) BMW Sauber - 5.694 5. Mark Webber (Aus) Red Bull-Renault - 35.938 6. Jenson Button (GB) Honda - 53.010 7. Kazuki Nakajima (Jpn) Williams-Toyota - 58.244 8. Jarno Trulli (Ita) Toyota - 59.435 Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari-liðið átti góðan dag þegar Kimi Raikkönen sigraði í Barcelona kappakstrinum og félagin hans Felipe Massa varð annar. Lewis Hamilton náði sér aftur á strik og náði þriðja sætinu. Mótið í dag var frekar flatt og lítið um framúrakstur eins og venjulega. Raikkönen var á ráspól í dag og var þetta áttunda árið í röð sem sá sem er á ráspól vinnur sigur í keppninni. Finninn Raikkönen hefur nú náð níu stiga forskoti á Lewis Hamilton í keppni ökuþóra, en sigur hans í dag var aldrei í hættu. Hamilton sótti nokkuð hart að Massa á lokasprettinum en varð að láta sér nægja þriðja sætið. Robert Kubica á BMW varð fjórði, en Fernando Alonso á Renault varð að hætta keppni í fimmta sætinu eftir vélarbilun. Öryggisbíllinn þurfti í tvígang að koma á vettvang eftir óhöpp og lenti Finninn Heikki Kovalainen í ljótum árekstri þegar felga á bíl hans gaf sig með þeim afleiðingum að hann skall á dekkjahrúgu á mikilli ferð. Hann slapp þó að mestu ómeiddur en það tók 10 mínútur að veiða hann út úr bílflakinu. Næsta keppni fer fram í Tyrklandi eftir hálfan mánuð. Átta efstu menn í Spánarkappakstrinum: 1. Kimi Raikkonen (Fin) Ferrari 1 klukkustund 38 mín 19.051 sek 2. Felipe Massa (Brz) (Ferrari) 3.228 sek á eftir 3. Lewis Hamilton (GB) McLaren-Mercedes - 4.187 4. Robert Kubica (Pol) BMW Sauber - 5.694 5. Mark Webber (Aus) Red Bull-Renault - 35.938 6. Jenson Button (GB) Honda - 53.010 7. Kazuki Nakajima (Jpn) Williams-Toyota - 58.244 8. Jarno Trulli (Ita) Toyota - 59.435
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira