
Viðskipti innlent
Hlutabréf og króna falla jafnhátt

Úrvalsvísitalan hefur fallið um 4,8 prósent í dag. Krónan hefur á sama tíma farið niður um 4,3 prósent. Gengi hlutabréfa í Straumi hefur fallið langmest, eða um tæp tólf prósent, í Existu um 11,55 prósent og Atorku um 10,7 prósent. Þá hefur gengi bréfa í Bakkavör fallið um 7,9 prósent og Landsbankans um 6,07 prósent. Önnur hlutabréf hafa fallið minna en einungis gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka hækkaði í dag, eða um 5,88 prósent. Á sama tíma féll krónan um 4,3 prósent og stendur gengisvísitalan í 187,6 stigum. Bandaríkjadalur stendur í 99,8 krónum, ein evra í 143,3 krónum og eitt breskt pund 180 krónur. Þá kostar ein dönsk króna 19,2 krónur.