Viðskipti innlent

Exista hækkar mest í byrjun dags

Forstjórar Existu og stjórnarformaður félagsins.
Forstjórar Existu og stjórnarformaður félagsins. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 1,38 prósent í Kauphöllinni í byrjun dags. Á eftir fylgir gengi hlutabréf bankanna. Gengi bréfa í Glitni hefur hækkað um 0,97 prósent, Kaupþings um 0,68 prósent, Straums um 0,66 prósent, Landsbankans um 0,44 og Færeyjabanka um 0,3 prósent. Á sama hefur gengi bréfa í Alfesca lækkað um 0,71 prósent og í Bakkavör um 0,62 prósent. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,58 prósent og stendur hún í 4.244 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×