Viðskipti innlent

Enn veikist íslenska krónan

Eigendur íslenskra króna hafa sjaldan ef aldrei þurft að reiða jafn háar upphæðir fyrir erlendan gjaldeyri og í dag.
Eigendur íslenskra króna hafa sjaldan ef aldrei þurft að reiða jafn háar upphæðir fyrir erlendan gjaldeyri og í dag.

Krónan hefur veikst um tæp 0,4 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og fór gengisvísitalan í rétt rúm 197,5 stig. Krónan féll um 5,3 prósent í gær.

Bandaríkjadalur kostar nú 106 krónur, ein evra rúmar 150 krónur og eitt breskt pund 189 krónur. Þá er danska krónan komin rétt yfir 20 krónurnar í fyrsta sinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×