Kaup Marels á Stork Food Systems eru viðskipti ársins 31. desember 2008 06:00 Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, á kynningarfundi fyrr á árinu þar sem kynnt voru kaupin á Stork Food Systems og vænt áhrif af samruna félaganna. Markaðurinn/ Kaupin á Stork Food Systems höfðu afgerandi forystu í valinu um viðskipti ársins, með nærri þrisvar sinnum fleiri atkvæði en viðskiptin sem lentu í öðru sæti. Eftir samrunann er Marel Food Systems stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði og fyrirséð að það haldi því sæti enn um sinn og fái styrkt stöðu sína meðan önnur fyrirtæki reyna að halda sjó í lausafjárkreppunni sem ríður yfir heiminn og fá lítt hugað að yfirtökum í bili. Lokið var að fullu við kaup Marel á Stork Food Systems í vor að fengnu samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda og jákvæðri umsögn starfsmannasamtaka Stork (Stork Works Council) fyrr á árinu. Þá var beðið yfirtöku eignarhaldsfélagsins London Aquisition á iðnsamstæðu Stork í Hollandi, en hluti af því ferli var að selja frá samstæðunni Stork Food Systems. Þá var lokið fjármögnun á kaupunum með hlutafjárútboði sem lauk í júníbyrjun þar sem umframeftirspurn nam sjö prósentum. Selt var hlutafé fyrir tæpa 14 milljarða króna. Yfirlýst stefna Marel Food Systems er að nú verði áherslan lögð á innri vöxt og aukningu hagnaðar eftir tíma sem markast hafi af miklum ytri vexti. Álitsgjafar Markaðarins merkja enda að afkoma Marel Food Systems hafi stórbatnað eftir kaupin á Stork Food Systems og samþætting í rekstrinum sé „loksins“ að skila góðum árangri. „Í síðustu uppgjörum Marels hefur sést að Stork Food Systems er afburða vel rekið fyrirtæki. Kaupferlið var langt og strangt en hafðist að lokum,“ segir einn sem fylgst hefur grannt með Marel síðustu ár. Annar álitsgjafi hafði á orði að Árni Oddur Þórðarson og Marel hafi gert góða hluti. „Endurfjármögnun þeirra á Stork kom mér mest á óvart núna. Að ná endurfjármögnun á tímum sem þessum er ótrúlega góður árangur sem kom þægilega á óvart,“ sagði þessi og bættist í hóp þeirra sem þótti afrek af Marel að ná í fjármagn „á einum erfiðasta markaði í manna minnum“. Einn álitsgjafi sagði um kaup Marels á Stork Food Systems að þar væru „alvöru viðskipti“ með fyrirtæki í „alvöru rekstri“. Kaupin væru hluti af langtímaáætlun Marels, auk þess sem miklir möguleikar væru á enn frekari samlegðaráhrifum og vexti þegar kreppunni linni. Þá var bent á að Marel væri „þekkingarsproti“ sem náð hefði að að skapa sér sterka stöðu á sínu sviði í alþjóðlegu tilliti. Fyrirtækið hafi verið leitt til sóknar „án nokkurrar vitleysu“ og nú sé það að flytja störf heim, sem hljóti að teljast afar virðingarvert. Sem viðskipti ársins segir þessi sami þau líklega vera þau einu á árinu sem verið hafi „virkilega strategísk“. Þau hafi átt sér langan aðdraganda og styrkt verulega starfsemi félagsins. Ekki er ofsagt að yfirtaka Marels á Stork Food Systems hafi átt sér langan aðdraganda. Hentugur tímapunktur sem horfa má til sem upphafs Stork-ævintýrisins er fyrir rúmum þremur árum, haustið 2005. Þá verða breytingar á eignarhaldi Marels og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Eyris, tekur við stjórnarformennsku Marels. Yfirlýst stefna er að styðja við frekari vöxt félagsins, en þá þegar höfðu verið lagðar línur um vöxt félagsins næstu ár og þátttöku í fyrirséðu samrunaferli meðal matvælavinnsluvélaframleiðenda. Í ársbyrjun 2006, samhliða kynningu á ársuppgjöri, kynnti Marel svo sýn hvað varðaði framtíðarvöxt félagsins og kvaðst ætla með veltuna úr tæpum 130 milljónum evra á ári og yfir 650 milljónir evra á þremur árum. Ætlunin var að þrefalda veltuna og ná 15 til 20 prósenta markaðshlutdeild. Lagt var upp í leiðangurinn og virðist nær allt hafa gengið upp eftir áætlun og vel það, þótt samþætting annarra félaga sem fest hafa verið kaup á hafi ekki gengið jafnsmurt og samþættingin við Stork Foods. Er þar kannski helst að nefna erfiða samþættingu við danska framleiðandann Scanvægt, en félagið átti fyrir í harðvítugri samkeppni við Marel. Marel og Stork Food Systems hafa hins vegar í áratug átt í nánu samstarfi og vitað fyrir að samlegðaráhrif væru mikil af samruna þeirra, því þau hafa ekki átt í samstarfi heldur framleitt fyrir ólíka þætti matvælavinnslunnar. Í gegnum tíðina hafði verið hreyft við hugmyndum um mögulegan samruna félaganna, en möguleikinn komst þó ekki í almenna umræðu fyrr en í október 2006 og þá í kjölfar átaka í hluthafahópi Stork-iðnsamstæðunnar. Þar þrýstu stórir hluthafar, tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, á að hliðarstarfsemi yrði seld frá félaginu, en kjarnastarfsemi Stork er í flugiðnaði. Í hönd fór af stað hatrömm deila innan Stork-samstæðunnar sem endaði svo með yfirtöku breska fjárfestingarsjóðsins Candover á félaginu, með fulltingi LME, eignarhaldsfélags Eyris Invest og Landsbankans. Salan á Stork Food Systems til Marels var þar með orðin hluti af yfirtöku Stork-samstæðunnar í Hollandi. Í nóvember í fyrra var svo tilkynnt um kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems fyrir 415 milljónir evra. „Við erum að ná því markmiði sem við settum okkur í byrjun síðasta árs að verða eitt af leiðandi fyrirtækjunum á markaðnum. Það sem við ætluðum að gera á þremur til fimm árum, gerum við á tveimur árum og göngum heldur lengra en við ætluðum,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, við þetta tækifæri. Sem fyrr segir voru svo uppfyllt í byrjun þessa árs skilyrðin fyrir kaupunum og þau gengu í gegn í maí. Í nóvember í fyrra Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, og Theo Hoen, forstjóri Stork Food Systems, við kynningu á samningi um kaupin á Stork Foods fyrir 415 milljónir evra. Markaðurinn/GVA Markaðir Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira
Kaupin á Stork Food Systems höfðu afgerandi forystu í valinu um viðskipti ársins, með nærri þrisvar sinnum fleiri atkvæði en viðskiptin sem lentu í öðru sæti. Eftir samrunann er Marel Food Systems stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði og fyrirséð að það haldi því sæti enn um sinn og fái styrkt stöðu sína meðan önnur fyrirtæki reyna að halda sjó í lausafjárkreppunni sem ríður yfir heiminn og fá lítt hugað að yfirtökum í bili. Lokið var að fullu við kaup Marel á Stork Food Systems í vor að fengnu samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda og jákvæðri umsögn starfsmannasamtaka Stork (Stork Works Council) fyrr á árinu. Þá var beðið yfirtöku eignarhaldsfélagsins London Aquisition á iðnsamstæðu Stork í Hollandi, en hluti af því ferli var að selja frá samstæðunni Stork Food Systems. Þá var lokið fjármögnun á kaupunum með hlutafjárútboði sem lauk í júníbyrjun þar sem umframeftirspurn nam sjö prósentum. Selt var hlutafé fyrir tæpa 14 milljarða króna. Yfirlýst stefna Marel Food Systems er að nú verði áherslan lögð á innri vöxt og aukningu hagnaðar eftir tíma sem markast hafi af miklum ytri vexti. Álitsgjafar Markaðarins merkja enda að afkoma Marel Food Systems hafi stórbatnað eftir kaupin á Stork Food Systems og samþætting í rekstrinum sé „loksins“ að skila góðum árangri. „Í síðustu uppgjörum Marels hefur sést að Stork Food Systems er afburða vel rekið fyrirtæki. Kaupferlið var langt og strangt en hafðist að lokum,“ segir einn sem fylgst hefur grannt með Marel síðustu ár. Annar álitsgjafi hafði á orði að Árni Oddur Þórðarson og Marel hafi gert góða hluti. „Endurfjármögnun þeirra á Stork kom mér mest á óvart núna. Að ná endurfjármögnun á tímum sem þessum er ótrúlega góður árangur sem kom þægilega á óvart,“ sagði þessi og bættist í hóp þeirra sem þótti afrek af Marel að ná í fjármagn „á einum erfiðasta markaði í manna minnum“. Einn álitsgjafi sagði um kaup Marels á Stork Food Systems að þar væru „alvöru viðskipti“ með fyrirtæki í „alvöru rekstri“. Kaupin væru hluti af langtímaáætlun Marels, auk þess sem miklir möguleikar væru á enn frekari samlegðaráhrifum og vexti þegar kreppunni linni. Þá var bent á að Marel væri „þekkingarsproti“ sem náð hefði að að skapa sér sterka stöðu á sínu sviði í alþjóðlegu tilliti. Fyrirtækið hafi verið leitt til sóknar „án nokkurrar vitleysu“ og nú sé það að flytja störf heim, sem hljóti að teljast afar virðingarvert. Sem viðskipti ársins segir þessi sami þau líklega vera þau einu á árinu sem verið hafi „virkilega strategísk“. Þau hafi átt sér langan aðdraganda og styrkt verulega starfsemi félagsins. Ekki er ofsagt að yfirtaka Marels á Stork Food Systems hafi átt sér langan aðdraganda. Hentugur tímapunktur sem horfa má til sem upphafs Stork-ævintýrisins er fyrir rúmum þremur árum, haustið 2005. Þá verða breytingar á eignarhaldi Marels og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Eyris, tekur við stjórnarformennsku Marels. Yfirlýst stefna er að styðja við frekari vöxt félagsins, en þá þegar höfðu verið lagðar línur um vöxt félagsins næstu ár og þátttöku í fyrirséðu samrunaferli meðal matvælavinnsluvélaframleiðenda. Í ársbyrjun 2006, samhliða kynningu á ársuppgjöri, kynnti Marel svo sýn hvað varðaði framtíðarvöxt félagsins og kvaðst ætla með veltuna úr tæpum 130 milljónum evra á ári og yfir 650 milljónir evra á þremur árum. Ætlunin var að þrefalda veltuna og ná 15 til 20 prósenta markaðshlutdeild. Lagt var upp í leiðangurinn og virðist nær allt hafa gengið upp eftir áætlun og vel það, þótt samþætting annarra félaga sem fest hafa verið kaup á hafi ekki gengið jafnsmurt og samþættingin við Stork Foods. Er þar kannski helst að nefna erfiða samþættingu við danska framleiðandann Scanvægt, en félagið átti fyrir í harðvítugri samkeppni við Marel. Marel og Stork Food Systems hafa hins vegar í áratug átt í nánu samstarfi og vitað fyrir að samlegðaráhrif væru mikil af samruna þeirra, því þau hafa ekki átt í samstarfi heldur framleitt fyrir ólíka þætti matvælavinnslunnar. Í gegnum tíðina hafði verið hreyft við hugmyndum um mögulegan samruna félaganna, en möguleikinn komst þó ekki í almenna umræðu fyrr en í október 2006 og þá í kjölfar átaka í hluthafahópi Stork-iðnsamstæðunnar. Þar þrýstu stórir hluthafar, tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, á að hliðarstarfsemi yrði seld frá félaginu, en kjarnastarfsemi Stork er í flugiðnaði. Í hönd fór af stað hatrömm deila innan Stork-samstæðunnar sem endaði svo með yfirtöku breska fjárfestingarsjóðsins Candover á félaginu, með fulltingi LME, eignarhaldsfélags Eyris Invest og Landsbankans. Salan á Stork Food Systems til Marels var þar með orðin hluti af yfirtöku Stork-samstæðunnar í Hollandi. Í nóvember í fyrra var svo tilkynnt um kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems fyrir 415 milljónir evra. „Við erum að ná því markmiði sem við settum okkur í byrjun síðasta árs að verða eitt af leiðandi fyrirtækjunum á markaðnum. Það sem við ætluðum að gera á þremur til fimm árum, gerum við á tveimur árum og göngum heldur lengra en við ætluðum,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, við þetta tækifæri. Sem fyrr segir voru svo uppfyllt í byrjun þessa árs skilyrðin fyrir kaupunum og þau gengu í gegn í maí. Í nóvember í fyrra Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, og Theo Hoen, forstjóri Stork Food Systems, við kynningu á samningi um kaupin á Stork Foods fyrir 415 milljónir evra. Markaðurinn/GVA
Markaðir Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira