Honda staðfestir að liðið sé hætt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. desember 2008 10:01 Framtíð Jensen Button er í óvissu. Nordic Photos / Getty Images Honda hefur staðfest að liðið sé hætt þátttöku í Formúlu 1 og segir að það sé vegna efnahagskreppunnar sem ríkir í heiminum. Þetta þýðir að þeir Jensen Button og Rubens Barrichello eru án keppnisliða fyrir næsta tímabil. Þar að auki var tilkynnt að Honda myndi ekki heldur sjá Formúlu 1-bifreiðum fyrir vélum. Þó er ekki útilokað að liðið finni sér kaupanda í tæka tíð fyrir næsta keppnistímabil en Honda hefur gefið sér frest fram í janúar til þess. Ef það tekst ekki verða aðeins níu keppnislið í Formúlunni á næsta ári. Kostnaður Honda vegna Formúlu 1 hefur verið um 300 milljónir punda á ári eða 56 milljarðar króna. Starfsmönnum keppnisliðs Honda hefur verið tilkynnt að þeir megi búast við uppsagnarbréfum fyrir jól. Honda sagði enn fremur að keppt yrði á Suzuka-brautinni í Japan á næsta ári eins og áætlað var. Formúla Tengdar fréttir Honda að hætta á morgun? Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld. 4. desember 2008 21:47 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Honda hefur staðfest að liðið sé hætt þátttöku í Formúlu 1 og segir að það sé vegna efnahagskreppunnar sem ríkir í heiminum. Þetta þýðir að þeir Jensen Button og Rubens Barrichello eru án keppnisliða fyrir næsta tímabil. Þar að auki var tilkynnt að Honda myndi ekki heldur sjá Formúlu 1-bifreiðum fyrir vélum. Þó er ekki útilokað að liðið finni sér kaupanda í tæka tíð fyrir næsta keppnistímabil en Honda hefur gefið sér frest fram í janúar til þess. Ef það tekst ekki verða aðeins níu keppnislið í Formúlunni á næsta ári. Kostnaður Honda vegna Formúlu 1 hefur verið um 300 milljónir punda á ári eða 56 milljarðar króna. Starfsmönnum keppnisliðs Honda hefur verið tilkynnt að þeir megi búast við uppsagnarbréfum fyrir jól. Honda sagði enn fremur að keppt yrði á Suzuka-brautinni í Japan á næsta ári eins og áætlað var.
Formúla Tengdar fréttir Honda að hætta á morgun? Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld. 4. desember 2008 21:47 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Honda að hætta á morgun? Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld. 4. desember 2008 21:47