Úrvalsvísitalan rýfur 4.300 stiga múrinn

Gengi hlutabréfa í hinum færeyska Eik banka hækkaði um 9,38 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Spron fylgdi á eftir með hækkun upp á 6,06 prósent. Þá hækkaði gengi Existu um 4,98 prósent og Atorku um 3,27 prósent. B´ref Glitnis fóru upp um 2,92 prósent, Straums um 2,75 prósent og Kaupþings um 2,17 prósent. Gengi bréfa í Landsbankanum og Bakkavör hækkaði minna. Á sama tíma féll gengi bréfa í Century Aluminum um 2,75 prósent og í Alfesca um 2,21 prósent. Bréf Eimskips, Alfesca, Össurar, Icelandair, Færeyjabanka og Marel lækkuðu minna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,19 prósent og stendur vísitalan í 4.312 stigum. Hún hefur ekki verið hærri síðan um miðjan ágúst.