Þekktar einvígisskammbyssur eru ekki úr loftsteinsjárni 26. maí 2008 09:22 Þekktar 200 ára gamlar einvígisskammbyssur eru ekki smíðaðar úr járni úr loftsteini eins og áður var talið. Ný rannsókn leiðir þetta í ljós en um leið verður uppruni þessara byssa dularfyllri. Það var fjórði forseti Bandaríkjanna, James Madison, sem upphaflega fékk byssur þessar að gjöf frá hershöfðingja í Argentínu. Fylgdi þá með saga um að byssurnar væru smíðaðar úr járni loftsteins sem féll til jarðar í Campo del Cielo í Argentínu. Eftir lát Madison komust byssur þessar í eigu fimmta forseta Bandaríkjanna, James Monroe og urðu síðan hluti af safni sem tileinkað var honum. Hingað til hefur enginn borið birgður á það að byssurnar hafi verið smíðaðar úr loftsteinsjárni. Nú rannsókn sýnir að svo er ekki. Byssurnar voru rannsakaðar í svokölluðum neutron-skanna í Oxford á Bretlandi og bornar saman við sýnishorn úr loftsteinabroti frá Campo del Cielo. Í ljós kom að um ólík efni var að ræða. Niðurstöðurnar eru töluvert áfall fyrir umsjónarmenn James Monroe safnsins. Fyrir utan að vera ekki úr loftsteinjárni kom í ljós að skeftin á byssunum eru ekki úr silfri eins og áður var haldið heldur látúni. Og hér verður málið dularfullt. Látúnsblandan sem skeftin eru úr fannst aðeins í suðausturhluta Asíu á þeim tíma sem byssurnar voru smíðaðar. Helst er talið að hershöfðinginn sem upphaflega gaf Madison byssurnar hafi verið blekktur um uppruna þeirra. Annar möguleiki er sá að þessar byssur séu ekki þær sem Madison fékk upphaflega heldur eftirlíkingar að þeim. Í bréfi sem hershöfðinginn skrifaði til Madison og fylgdi með byssunum á sínum tíma er þriðja byssan af sömu gerð nefnd til sögunnar. Forráðamenn safnsins eru nú að reyna að hafa uppi á þriðju byssunni til að varpa ljósi á málið. Vísindi Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Þekktar 200 ára gamlar einvígisskammbyssur eru ekki smíðaðar úr járni úr loftsteini eins og áður var talið. Ný rannsókn leiðir þetta í ljós en um leið verður uppruni þessara byssa dularfyllri. Það var fjórði forseti Bandaríkjanna, James Madison, sem upphaflega fékk byssur þessar að gjöf frá hershöfðingja í Argentínu. Fylgdi þá með saga um að byssurnar væru smíðaðar úr járni loftsteins sem féll til jarðar í Campo del Cielo í Argentínu. Eftir lát Madison komust byssur þessar í eigu fimmta forseta Bandaríkjanna, James Monroe og urðu síðan hluti af safni sem tileinkað var honum. Hingað til hefur enginn borið birgður á það að byssurnar hafi verið smíðaðar úr loftsteinsjárni. Nú rannsókn sýnir að svo er ekki. Byssurnar voru rannsakaðar í svokölluðum neutron-skanna í Oxford á Bretlandi og bornar saman við sýnishorn úr loftsteinabroti frá Campo del Cielo. Í ljós kom að um ólík efni var að ræða. Niðurstöðurnar eru töluvert áfall fyrir umsjónarmenn James Monroe safnsins. Fyrir utan að vera ekki úr loftsteinjárni kom í ljós að skeftin á byssunum eru ekki úr silfri eins og áður var haldið heldur látúni. Og hér verður málið dularfullt. Látúnsblandan sem skeftin eru úr fannst aðeins í suðausturhluta Asíu á þeim tíma sem byssurnar voru smíðaðar. Helst er talið að hershöfðinginn sem upphaflega gaf Madison byssurnar hafi verið blekktur um uppruna þeirra. Annar möguleiki er sá að þessar byssur séu ekki þær sem Madison fékk upphaflega heldur eftirlíkingar að þeim. Í bréfi sem hershöfðinginn skrifaði til Madison og fylgdi með byssunum á sínum tíma er þriðja byssan af sömu gerð nefnd til sögunnar. Forráðamenn safnsins eru nú að reyna að hafa uppi á þriðju byssunni til að varpa ljósi á málið.
Vísindi Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent