Dramatík á Stamford Bridge - Chelsea í úrslit 30. apríl 2008 21:07 Fyrir mömmu. Frank Lampard mun líklega aldrei gleyma leiknum í kvöld NordcPhotos/GettyImages Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Liverpool í æsilegum undanúrslitaleik í Lundúnum. Liðið mætir Manchester United í úrslitaleik í Moskvu. Chelsea 3 - Liverpool 2 (4-3 samanlagt) 1-0 D. Drogba ('33) 1-1 F. Torres ('64) 2-1 F. Lampard ('98, víti) 3-1 D. Drogba ('105) 3-2 R. Babel ('117) Það voru heimamenn í Chelsea sem réðu ferðinni í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma og Didier Drogba kom liðinu á bragðið á 33. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Salomon Kalou. Liverpool hresstist heldur betur eftir hlé og eftir rúmlega klukkustundarleik var hinn magnaði Fernando Torres búinn að jafna. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram niðurstöðu í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja í stöðunni 1-1 eftir að fyrri leiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli. Það var svo í framlengingunni sem dró heldur betur til tíðinda. Michael Essien skoraði þá glæsilegt mark fyrir Chelsea sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu, en aðeins augnabliki síðar var dæmd vítaspyrna á Sami Hyypia fyrir að sparka Michael Ballack niður í teignum. Það var miðjumaðurinn Frank Lampard sem fékk það erfiða verkefni að taka spyrnuna, nýkominn til leiks með liðinu á ný eftir leyfi vegna fráfalls móður sinnar. Lampard sýndi mikla skapfestu þegar hann steig á punktinn og þrumaði boltanum í hægra hornið framhjá Reina í marki Liverpool og kom Chelsea í lykilstöðu. Lampard var í mikilli geðshræringu eftir markið og sendi föður sínum í stúkunni kveðju með bendingu eftir markið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar náði svo varamaðurinn Nicolas Anelka að slíta sig lausan frá varnarmönnum og renndi boltanum á Didier Drogba sem skoraði öðru sinni og fór langt með að tryggja Chelsea sæti í úrslitaleiknum. Eins og Liverpool-manna er von og vísa voru þeir þó ekki hættir og í síðari hálfleik framlengingar skoraði Ryan Babel fallegt mark með þrumuskoti langt fyrir utan teig. Petr Cech hefði ef til vill átt að gera betur í þessu tilviki. Liverpool sótti svo án afláts síðustu 3-4 mínúturnar, en allt kom fyrir ekki. Chelsea er komið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þar sem það mætir Manchester United. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Liverpool í æsilegum undanúrslitaleik í Lundúnum. Liðið mætir Manchester United í úrslitaleik í Moskvu. Chelsea 3 - Liverpool 2 (4-3 samanlagt) 1-0 D. Drogba ('33) 1-1 F. Torres ('64) 2-1 F. Lampard ('98, víti) 3-1 D. Drogba ('105) 3-2 R. Babel ('117) Það voru heimamenn í Chelsea sem réðu ferðinni í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma og Didier Drogba kom liðinu á bragðið á 33. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Salomon Kalou. Liverpool hresstist heldur betur eftir hlé og eftir rúmlega klukkustundarleik var hinn magnaði Fernando Torres búinn að jafna. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram niðurstöðu í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja í stöðunni 1-1 eftir að fyrri leiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli. Það var svo í framlengingunni sem dró heldur betur til tíðinda. Michael Essien skoraði þá glæsilegt mark fyrir Chelsea sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu, en aðeins augnabliki síðar var dæmd vítaspyrna á Sami Hyypia fyrir að sparka Michael Ballack niður í teignum. Það var miðjumaðurinn Frank Lampard sem fékk það erfiða verkefni að taka spyrnuna, nýkominn til leiks með liðinu á ný eftir leyfi vegna fráfalls móður sinnar. Lampard sýndi mikla skapfestu þegar hann steig á punktinn og þrumaði boltanum í hægra hornið framhjá Reina í marki Liverpool og kom Chelsea í lykilstöðu. Lampard var í mikilli geðshræringu eftir markið og sendi föður sínum í stúkunni kveðju með bendingu eftir markið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar náði svo varamaðurinn Nicolas Anelka að slíta sig lausan frá varnarmönnum og renndi boltanum á Didier Drogba sem skoraði öðru sinni og fór langt með að tryggja Chelsea sæti í úrslitaleiknum. Eins og Liverpool-manna er von og vísa voru þeir þó ekki hættir og í síðari hálfleik framlengingar skoraði Ryan Babel fallegt mark með þrumuskoti langt fyrir utan teig. Petr Cech hefði ef til vill átt að gera betur í þessu tilviki. Liverpool sótti svo án afláts síðustu 3-4 mínúturnar, en allt kom fyrir ekki. Chelsea er komið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þar sem það mætir Manchester United.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira