Dramatík á Stamford Bridge - Chelsea í úrslit 30. apríl 2008 21:07 Fyrir mömmu. Frank Lampard mun líklega aldrei gleyma leiknum í kvöld NordcPhotos/GettyImages Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Liverpool í æsilegum undanúrslitaleik í Lundúnum. Liðið mætir Manchester United í úrslitaleik í Moskvu. Chelsea 3 - Liverpool 2 (4-3 samanlagt) 1-0 D. Drogba ('33) 1-1 F. Torres ('64) 2-1 F. Lampard ('98, víti) 3-1 D. Drogba ('105) 3-2 R. Babel ('117) Það voru heimamenn í Chelsea sem réðu ferðinni í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma og Didier Drogba kom liðinu á bragðið á 33. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Salomon Kalou. Liverpool hresstist heldur betur eftir hlé og eftir rúmlega klukkustundarleik var hinn magnaði Fernando Torres búinn að jafna. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram niðurstöðu í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja í stöðunni 1-1 eftir að fyrri leiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli. Það var svo í framlengingunni sem dró heldur betur til tíðinda. Michael Essien skoraði þá glæsilegt mark fyrir Chelsea sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu, en aðeins augnabliki síðar var dæmd vítaspyrna á Sami Hyypia fyrir að sparka Michael Ballack niður í teignum. Það var miðjumaðurinn Frank Lampard sem fékk það erfiða verkefni að taka spyrnuna, nýkominn til leiks með liðinu á ný eftir leyfi vegna fráfalls móður sinnar. Lampard sýndi mikla skapfestu þegar hann steig á punktinn og þrumaði boltanum í hægra hornið framhjá Reina í marki Liverpool og kom Chelsea í lykilstöðu. Lampard var í mikilli geðshræringu eftir markið og sendi föður sínum í stúkunni kveðju með bendingu eftir markið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar náði svo varamaðurinn Nicolas Anelka að slíta sig lausan frá varnarmönnum og renndi boltanum á Didier Drogba sem skoraði öðru sinni og fór langt með að tryggja Chelsea sæti í úrslitaleiknum. Eins og Liverpool-manna er von og vísa voru þeir þó ekki hættir og í síðari hálfleik framlengingar skoraði Ryan Babel fallegt mark með þrumuskoti langt fyrir utan teig. Petr Cech hefði ef til vill átt að gera betur í þessu tilviki. Liverpool sótti svo án afláts síðustu 3-4 mínúturnar, en allt kom fyrir ekki. Chelsea er komið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þar sem það mætir Manchester United. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Liverpool í æsilegum undanúrslitaleik í Lundúnum. Liðið mætir Manchester United í úrslitaleik í Moskvu. Chelsea 3 - Liverpool 2 (4-3 samanlagt) 1-0 D. Drogba ('33) 1-1 F. Torres ('64) 2-1 F. Lampard ('98, víti) 3-1 D. Drogba ('105) 3-2 R. Babel ('117) Það voru heimamenn í Chelsea sem réðu ferðinni í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma og Didier Drogba kom liðinu á bragðið á 33. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Salomon Kalou. Liverpool hresstist heldur betur eftir hlé og eftir rúmlega klukkustundarleik var hinn magnaði Fernando Torres búinn að jafna. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram niðurstöðu í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja í stöðunni 1-1 eftir að fyrri leiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli. Það var svo í framlengingunni sem dró heldur betur til tíðinda. Michael Essien skoraði þá glæsilegt mark fyrir Chelsea sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu, en aðeins augnabliki síðar var dæmd vítaspyrna á Sami Hyypia fyrir að sparka Michael Ballack niður í teignum. Það var miðjumaðurinn Frank Lampard sem fékk það erfiða verkefni að taka spyrnuna, nýkominn til leiks með liðinu á ný eftir leyfi vegna fráfalls móður sinnar. Lampard sýndi mikla skapfestu þegar hann steig á punktinn og þrumaði boltanum í hægra hornið framhjá Reina í marki Liverpool og kom Chelsea í lykilstöðu. Lampard var í mikilli geðshræringu eftir markið og sendi föður sínum í stúkunni kveðju með bendingu eftir markið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar náði svo varamaðurinn Nicolas Anelka að slíta sig lausan frá varnarmönnum og renndi boltanum á Didier Drogba sem skoraði öðru sinni og fór langt með að tryggja Chelsea sæti í úrslitaleiknum. Eins og Liverpool-manna er von og vísa voru þeir þó ekki hættir og í síðari hálfleik framlengingar skoraði Ryan Babel fallegt mark með þrumuskoti langt fyrir utan teig. Petr Cech hefði ef til vill átt að gera betur í þessu tilviki. Liverpool sótti svo án afláts síðustu 3-4 mínúturnar, en allt kom fyrir ekki. Chelsea er komið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þar sem það mætir Manchester United.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira