Dramatík á Stamford Bridge - Chelsea í úrslit 30. apríl 2008 21:07 Fyrir mömmu. Frank Lampard mun líklega aldrei gleyma leiknum í kvöld NordcPhotos/GettyImages Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Liverpool í æsilegum undanúrslitaleik í Lundúnum. Liðið mætir Manchester United í úrslitaleik í Moskvu. Chelsea 3 - Liverpool 2 (4-3 samanlagt) 1-0 D. Drogba ('33) 1-1 F. Torres ('64) 2-1 F. Lampard ('98, víti) 3-1 D. Drogba ('105) 3-2 R. Babel ('117) Það voru heimamenn í Chelsea sem réðu ferðinni í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma og Didier Drogba kom liðinu á bragðið á 33. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Salomon Kalou. Liverpool hresstist heldur betur eftir hlé og eftir rúmlega klukkustundarleik var hinn magnaði Fernando Torres búinn að jafna. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram niðurstöðu í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja í stöðunni 1-1 eftir að fyrri leiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli. Það var svo í framlengingunni sem dró heldur betur til tíðinda. Michael Essien skoraði þá glæsilegt mark fyrir Chelsea sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu, en aðeins augnabliki síðar var dæmd vítaspyrna á Sami Hyypia fyrir að sparka Michael Ballack niður í teignum. Það var miðjumaðurinn Frank Lampard sem fékk það erfiða verkefni að taka spyrnuna, nýkominn til leiks með liðinu á ný eftir leyfi vegna fráfalls móður sinnar. Lampard sýndi mikla skapfestu þegar hann steig á punktinn og þrumaði boltanum í hægra hornið framhjá Reina í marki Liverpool og kom Chelsea í lykilstöðu. Lampard var í mikilli geðshræringu eftir markið og sendi föður sínum í stúkunni kveðju með bendingu eftir markið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar náði svo varamaðurinn Nicolas Anelka að slíta sig lausan frá varnarmönnum og renndi boltanum á Didier Drogba sem skoraði öðru sinni og fór langt með að tryggja Chelsea sæti í úrslitaleiknum. Eins og Liverpool-manna er von og vísa voru þeir þó ekki hættir og í síðari hálfleik framlengingar skoraði Ryan Babel fallegt mark með þrumuskoti langt fyrir utan teig. Petr Cech hefði ef til vill átt að gera betur í þessu tilviki. Liverpool sótti svo án afláts síðustu 3-4 mínúturnar, en allt kom fyrir ekki. Chelsea er komið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þar sem það mætir Manchester United. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira
Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Liverpool í æsilegum undanúrslitaleik í Lundúnum. Liðið mætir Manchester United í úrslitaleik í Moskvu. Chelsea 3 - Liverpool 2 (4-3 samanlagt) 1-0 D. Drogba ('33) 1-1 F. Torres ('64) 2-1 F. Lampard ('98, víti) 3-1 D. Drogba ('105) 3-2 R. Babel ('117) Það voru heimamenn í Chelsea sem réðu ferðinni í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma og Didier Drogba kom liðinu á bragðið á 33. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Salomon Kalou. Liverpool hresstist heldur betur eftir hlé og eftir rúmlega klukkustundarleik var hinn magnaði Fernando Torres búinn að jafna. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram niðurstöðu í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja í stöðunni 1-1 eftir að fyrri leiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli. Það var svo í framlengingunni sem dró heldur betur til tíðinda. Michael Essien skoraði þá glæsilegt mark fyrir Chelsea sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu, en aðeins augnabliki síðar var dæmd vítaspyrna á Sami Hyypia fyrir að sparka Michael Ballack niður í teignum. Það var miðjumaðurinn Frank Lampard sem fékk það erfiða verkefni að taka spyrnuna, nýkominn til leiks með liðinu á ný eftir leyfi vegna fráfalls móður sinnar. Lampard sýndi mikla skapfestu þegar hann steig á punktinn og þrumaði boltanum í hægra hornið framhjá Reina í marki Liverpool og kom Chelsea í lykilstöðu. Lampard var í mikilli geðshræringu eftir markið og sendi föður sínum í stúkunni kveðju með bendingu eftir markið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar náði svo varamaðurinn Nicolas Anelka að slíta sig lausan frá varnarmönnum og renndi boltanum á Didier Drogba sem skoraði öðru sinni og fór langt með að tryggja Chelsea sæti í úrslitaleiknum. Eins og Liverpool-manna er von og vísa voru þeir þó ekki hættir og í síðari hálfleik framlengingar skoraði Ryan Babel fallegt mark með þrumuskoti langt fyrir utan teig. Petr Cech hefði ef til vill átt að gera betur í þessu tilviki. Liverpool sótti svo án afláts síðustu 3-4 mínúturnar, en allt kom fyrir ekki. Chelsea er komið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þar sem það mætir Manchester United.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira