Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins: Víðtæk þjóðleg samstaða 31. desember 2008 00:01 Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Margir andmæla hugmyndum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En þeim fjölgar sem sjá ástæðu til að kanna málið betur og vilja láta reyna á möguleika þjóðarinnar með aðildarviðræðum við ESB. Ef marka má blaðaskrif andmælendanna eru sterkar líkur á víðtækri þjóðlegri samstöðu í aðildarviðræðum. Andmælendur leggja áherslu á fullveldi íslensku þjóðarinnar. Um þetta munu langflestir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála. 50. gr. nýs aðalsáttmála ESB gerir ráð fyrir fortakslausum einhliða úrsagnarrétti aðildarríkis. Þetta ákvæði mætir fullveldiskröfu þjóðarinnar. Það er allt annað mál að stjórnarskrá geri ráð fyrir möguleika á sértæku skilyrtu valdaframsali í fjölþjóðasamstarfi. Um þetta hefur verið rætt áratugum saman í tengslum við þátttöku okkar í Evrópuráðinu, Norðurlandaráði, Atlantshafsbandalaginu og stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Andmælendur leggja áherslu á að útlendingum verði ekki hleypt til veiða inn í íslenska landhelgi. Væntanlega eru flestir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu, eða a.m.k. að slíkt sé á einhliða valdi Íslendinga í beinum tímabundnum og sértækum samningum. Samkvæmt reglu ESB um stöðug hlutföll koma engir útlendingar til greina við úthlutun fiskveiðiheimilda í landhelgi Íslands. Andmælendur leggja áherslu á að Íslendingar einir ráði stjórnkerfi fiskveiða á Íslandsmiðum. Þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir um kvótakerfið munu mjög margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu. Samkvæmt nálægðarreglu ESB er tilhögun fiskveiðistjórnunar sérmál hvers aðildarríkis. Andmælendur leggja áherslu á að útlendingar geti ekki keypt ráðandi hluti í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum á Íslandi. Margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB eru þessu sammála. Ákvæði 299. gr. í aðalsáttmála ESB, sem er 349. gr. í nýjum aðalsáttmála, gera ráð fyrir víðtækri sérstöðu og sjálfræði heimamanna á Madeira, Kanaríeyjum og Azoreyjum í sjávarútvegi og landbúnaði. Ákvæði í aðildarsamningi Möltu og aðildarsamningi Finna vegna Álandseyja hníga í þessa sömu átt. Þarna og víðar eru gildandi fordæmi innan ESB sem skynsamlegt er að nýta í hugsanlegum aðildarsamningi Íslands. Andmælendur leggja áherslu á óskoruð yfirráð Íslendinga yfir orkuauðlindunum. Áður nefnd ákvæði um Madeira, Kanaríeyjar, Azoreyjar, Möltu og Álandseyjar hafa fullt gildi sem fordæmi í þessu efni einnig. Og þessi ákvæði gera ráð fyrir því að heimilt sé að hindra útlendinga frá því að kaupa eða yfirtaka fyrirtæki í öðrum greinum einnig eða fasteignir, lóðir og landareignir. ESB býður fram margvísleg slík fordæmi sem sjálfsagt er að nýta í aðildarsamningi. Trúlega eru mjög margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu. Ofarnefnd ákvæði um eyjasamfélög snerta einnig fæðuöryggi íbúanna. Og ESB hefur lengi lagt áherslu á strangar heilbrigðisreglur um matvælaflutninga. Víðtæk samstaða ætti því að geta náðst um brýnustu hagsmuni landbúnaðarins. Andmælendur vara við oftrú á tímabundin aðlögunarákvæði eða undanþágur. Væntanlega eru allir Íslendingar sammála um þetta. Þeir málsþættir sem hér hafa verið nefndir benda eindregið til þess að víðtæk þjóðleg samstaða geti náðst í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið. Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Margir andmæla hugmyndum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En þeim fjölgar sem sjá ástæðu til að kanna málið betur og vilja láta reyna á möguleika þjóðarinnar með aðildarviðræðum við ESB. Ef marka má blaðaskrif andmælendanna eru sterkar líkur á víðtækri þjóðlegri samstöðu í aðildarviðræðum. Andmælendur leggja áherslu á fullveldi íslensku þjóðarinnar. Um þetta munu langflestir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála. 50. gr. nýs aðalsáttmála ESB gerir ráð fyrir fortakslausum einhliða úrsagnarrétti aðildarríkis. Þetta ákvæði mætir fullveldiskröfu þjóðarinnar. Það er allt annað mál að stjórnarskrá geri ráð fyrir möguleika á sértæku skilyrtu valdaframsali í fjölþjóðasamstarfi. Um þetta hefur verið rætt áratugum saman í tengslum við þátttöku okkar í Evrópuráðinu, Norðurlandaráði, Atlantshafsbandalaginu og stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Andmælendur leggja áherslu á að útlendingum verði ekki hleypt til veiða inn í íslenska landhelgi. Væntanlega eru flestir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu, eða a.m.k. að slíkt sé á einhliða valdi Íslendinga í beinum tímabundnum og sértækum samningum. Samkvæmt reglu ESB um stöðug hlutföll koma engir útlendingar til greina við úthlutun fiskveiðiheimilda í landhelgi Íslands. Andmælendur leggja áherslu á að Íslendingar einir ráði stjórnkerfi fiskveiða á Íslandsmiðum. Þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir um kvótakerfið munu mjög margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu. Samkvæmt nálægðarreglu ESB er tilhögun fiskveiðistjórnunar sérmál hvers aðildarríkis. Andmælendur leggja áherslu á að útlendingar geti ekki keypt ráðandi hluti í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum á Íslandi. Margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB eru þessu sammála. Ákvæði 299. gr. í aðalsáttmála ESB, sem er 349. gr. í nýjum aðalsáttmála, gera ráð fyrir víðtækri sérstöðu og sjálfræði heimamanna á Madeira, Kanaríeyjum og Azoreyjum í sjávarútvegi og landbúnaði. Ákvæði í aðildarsamningi Möltu og aðildarsamningi Finna vegna Álandseyja hníga í þessa sömu átt. Þarna og víðar eru gildandi fordæmi innan ESB sem skynsamlegt er að nýta í hugsanlegum aðildarsamningi Íslands. Andmælendur leggja áherslu á óskoruð yfirráð Íslendinga yfir orkuauðlindunum. Áður nefnd ákvæði um Madeira, Kanaríeyjar, Azoreyjar, Möltu og Álandseyjar hafa fullt gildi sem fordæmi í þessu efni einnig. Og þessi ákvæði gera ráð fyrir því að heimilt sé að hindra útlendinga frá því að kaupa eða yfirtaka fyrirtæki í öðrum greinum einnig eða fasteignir, lóðir og landareignir. ESB býður fram margvísleg slík fordæmi sem sjálfsagt er að nýta í aðildarsamningi. Trúlega eru mjög margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu. Ofarnefnd ákvæði um eyjasamfélög snerta einnig fæðuöryggi íbúanna. Og ESB hefur lengi lagt áherslu á strangar heilbrigðisreglur um matvælaflutninga. Víðtæk samstaða ætti því að geta náðst um brýnustu hagsmuni landbúnaðarins. Andmælendur vara við oftrú á tímabundin aðlögunarákvæði eða undanþágur. Væntanlega eru allir Íslendingar sammála um þetta. Þeir málsþættir sem hér hafa verið nefndir benda eindregið til þess að víðtæk þjóðleg samstaða geti náðst í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið.
Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira