Á að svíkja í húsnæðismálum? Ögmundur Jónasson skrifar 1. september 2008 10:36 Samfylkingin undirbýr nú undanhald í húsnæðismálum. Svik myndi einhver kalla það eftir allar heitstrengingarnar um að ekki verði hróflað við Íbúðalánasjóði. Bankarnir hafa sem kunnugt er ofsótt sjóðinn, kært hann til Brussel og leitað allra leiða til að koma honum fyrir kattarnef. Krafan hefur verið sú að Íbúðalánasjóður megi vera til en aðeins til að sinna „félagslegum úrræðum". Að öðru leyti verði sjóðnum meinað að veita lán með baktryggingu ríkisins. Nú þegar það hefur sýnt sig hve mikilvægur Íbúðalánasjóður hefur reynst almennum íbúðakaupendum er óskiljanlegt að félagsmálaráðherra skuli lýsa því yfir að látið verði undan kröfum fjármálafyrirtækja. Í frétt í Fréttablaðinu (29. ágúst) er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, að ekki sé sjálfgefið að kjör almennra lána muni versna við afnám ríkisábyrgðar! „Það þarf ekki að vera og ræðst af þeim fjármögnunarkjörum sem Íbúðalánasjóði bjóðast." Það er nefnilega það. „Það þarf ekki að gerast." Í þessum orðum felst augljóslega að þessar líkur eru fyrir hendi. Ef svo er hljóta menn að spyrja hvers vegna í ósköpunum eigi að fara út í þessar breytingar! Við vitum allt um þetta brölt suður í Brussel. En er ekki kominn tími til að Íslendingar standi í fæturna og láti reyna á hversu langt upp á dekk handbendi gróðaaflanna í Brussel treysta sér gagnvart almannahag á Íslandi. Það yrði yfirgengilegur vesaldómur af hálfu flokks sem kennir sig við jafnaðarmennsku að láta undan þrýstingi fjármagnsafla í aðför þeirra að húnæðiskaupendum. Sá vandi sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi nú um stundir er að verulegu leyti til kominn fyrir tilverknað óábyrgs framferðis fjármálafyrirtækja. Einkavæðing alls fjármálakerfisins á einu bretti á sínum tíma reyndist varhugaverð og kom í bakið á þjóðinni. Nú skal verkið fullnustað hvað íbúðakaupendur snertir. Íbúðalánasjóður er sjálfbær og hagkvæmur fyrst og fremst vegna þess að allir eru þar inni. Í því felst ákveðin jöfnun. Nú eru skilaboðin þessi: Skattborgarinn hirði „félagslegu úrræðin" - og vel að merkja, það þýða ný útgjöld fyrir skattgreiðendur - en aðra ætla bankarnir sér sjálfir. Ég er hræddur um að þetta krefjist nokkurrar skoðunar við á Alþingi áður en Samfylkingin lögfestir þessi fyrirhuguðu kosningasvik sín.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin undirbýr nú undanhald í húsnæðismálum. Svik myndi einhver kalla það eftir allar heitstrengingarnar um að ekki verði hróflað við Íbúðalánasjóði. Bankarnir hafa sem kunnugt er ofsótt sjóðinn, kært hann til Brussel og leitað allra leiða til að koma honum fyrir kattarnef. Krafan hefur verið sú að Íbúðalánasjóður megi vera til en aðeins til að sinna „félagslegum úrræðum". Að öðru leyti verði sjóðnum meinað að veita lán með baktryggingu ríkisins. Nú þegar það hefur sýnt sig hve mikilvægur Íbúðalánasjóður hefur reynst almennum íbúðakaupendum er óskiljanlegt að félagsmálaráðherra skuli lýsa því yfir að látið verði undan kröfum fjármálafyrirtækja. Í frétt í Fréttablaðinu (29. ágúst) er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, að ekki sé sjálfgefið að kjör almennra lána muni versna við afnám ríkisábyrgðar! „Það þarf ekki að vera og ræðst af þeim fjármögnunarkjörum sem Íbúðalánasjóði bjóðast." Það er nefnilega það. „Það þarf ekki að gerast." Í þessum orðum felst augljóslega að þessar líkur eru fyrir hendi. Ef svo er hljóta menn að spyrja hvers vegna í ósköpunum eigi að fara út í þessar breytingar! Við vitum allt um þetta brölt suður í Brussel. En er ekki kominn tími til að Íslendingar standi í fæturna og láti reyna á hversu langt upp á dekk handbendi gróðaaflanna í Brussel treysta sér gagnvart almannahag á Íslandi. Það yrði yfirgengilegur vesaldómur af hálfu flokks sem kennir sig við jafnaðarmennsku að láta undan þrýstingi fjármagnsafla í aðför þeirra að húnæðiskaupendum. Sá vandi sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi nú um stundir er að verulegu leyti til kominn fyrir tilverknað óábyrgs framferðis fjármálafyrirtækja. Einkavæðing alls fjármálakerfisins á einu bretti á sínum tíma reyndist varhugaverð og kom í bakið á þjóðinni. Nú skal verkið fullnustað hvað íbúðakaupendur snertir. Íbúðalánasjóður er sjálfbær og hagkvæmur fyrst og fremst vegna þess að allir eru þar inni. Í því felst ákveðin jöfnun. Nú eru skilaboðin þessi: Skattborgarinn hirði „félagslegu úrræðin" - og vel að merkja, það þýða ný útgjöld fyrir skattgreiðendur - en aðra ætla bankarnir sér sjálfir. Ég er hræddur um að þetta krefjist nokkurrar skoðunar við á Alþingi áður en Samfylkingin lögfestir þessi fyrirhuguðu kosningasvik sín.Höfundur er alþingismaður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun